Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.01.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 18.01.2007, Blaðsíða 6
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. janúar 2007 Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar 2007, að auglýsa til kynningar tillögu að breytt deili - skipulagi „Miðbæjar“, við Strandgötu 19 í Hafnarfirði, í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í því að viðbygging aftan við húsið á lóðinni Strandgötu 19 verður rifin og byggt tveggja hæða hús ásamt kjallara. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 19. janúar 2007 - 16. febrúar 2007. Nánari upp - lýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipu - lags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 2. mars 2007. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Tillaga að breytt deiliskipulagi „Miðbæjar“, við Strandgötu 19 í Hafnarfirði Íbúum í einbýlishúsi við Lækj - ar berg varð mjög brugðið er vélsleða var ekið inn á lóðina og í kringum húsið um helgina. Stuttu áður hafði 12 ára drengur verið úti á lóðinni með heimilis - hundinn og segist móðirin ekki geta hugsað það til enda hefði drengurinn enn verið úti þegar snjósleðinn fór um. Öll umferð vélsleða er bönnuð í bænum þó töluvert sé um að börn og fullorðnir aki slíkum sleðum um götur og gangstíga í bænum og þess sáust víða merki í Lækjarberginu. Ók vélsleða um einkalóð Ungur drengur hafði verið að leik með hund á lóðinni stuttu áður L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Eftir gríðarlega gagnrýni vegna slælegs framgangs við snjóruðnig við fyrstu meiriháttar snjókomu vetrarins var mikil áhersla lögð á mokstur gatna eftir snjókomu undanfarna viku. Virðist almenn ánægja með mokstur gatna en það sama er ekki hægt að segja um viðhorf bæjarbúa til hreinsunar gang - stétta sem flestar eru enn óruddar og sumstaðar hefur snjó jafnvel verið rutt upp á gangstéttir. Reyndar er ánægjan með snjómokstur gatna ekki algjör því kvartanir hafa heyrst um að saltað hafi verið í snjóinn á óruddum götum og saltað á meðan enn snjóaði eða skóf sem gerði það að göturnar urðu mun erfiðari yfirferðar en ella. Gangstéttar flestar óruddar við íbúðagötur Er gangandi fólk annars flokks íbúar? Engar gangstéttir höfðu verið ruddar á þriðjudag við Klukkuberg og börn og fullorðnir reknir út í saltpækilinn á götunni. Við Lækjargötuna virtust mokst - urs aðilar ekki hafa fyrir því að hafa snjótönnina niðri. Við Bæjartorg (Strandgata/Vesturgata/Fjarðargata) var snjómokstri á gangstétt hætt á miðri gangstét og gatan ein beið þeirra gangandi. Hér hafði verið mokað af göt - unni upp á gangstétt en íbúar mokuðu þar sem hægt var. Gangstígar við Hamrabergið voru ruddir - og líka grasið þar sem engin gangstígur á að vera. L j ó s m y n d i r : G u ð n i G í s l a s o n Félagsmiðstöðvar fyrir unga fólkið hafa verið hluti af menningu Hafnarfjarðar síðan Æskó var og hét. Síðan þá hefur margt breyst og eru félags mið stöðv - arnar átta í dag í Hafn - arfirði, ein í hverjum grunnskóla, nema Hraun vallaskóla en það breytist á næsta ári með tilkomu 8. bekkj ar í skól anum. Síðan er sér - tæk félagsmiðstöð sem kallast Músik og mótor og Gamla bókasafnið sem er fyrir 16 ára og eldri. Í dag sinna félags - miðstöðvar öllum börn um Hafnarfjarðar 12 ára og eldri, en með samþykktum bæjar stjórnar er þessi aldur að fær ast enn neðar og mun not enda hópurinn færast niður í 10 ára á þessu ári. Það hefur fleira gerst en að félags miðstöðvum hafi fjölgað. Kröf ur um faglegt innra starf, skýra hugmyndafræði og stefnu félags miðstöðvanna hafa aukist. Til er mjög skýr stefnumótun og starfs skýrslur fyrir félagsmið - stöðv arnar í Hafnarfirði. Sér hæf - ing og menntun starfsfólks er sí - fellt að aukast, með tilkomu mennt unar á háskólastigi í tóm - stundafræðum bæði við Há skóla Íslands og Kennara há skólans, svo ekki sé minnst á þann fjölda fólks sem sækir sér menntun og reynslu á þessu sviði á hinum Norðurlöndunum, en þau eru komin mjög langt í tóm - stundafræðum. Bæjarstjórn hefur samþykkt að styðja við þetta faglega starf með til komu svokallaðra Forystu - félagsmiðstöðva. Í vor munu starfsmenn félagsmiðstöðvanna fá tækifæri til að sækja um fjármagn fyrir verkefni sem stuðla að sérstöðu, ný - breytni og nýsköpun í starfi þeirra. Fylgt er því fordæmi sem er markað í skólastefnu Hafn arfjarðar, þar sem hægt er að sækja um að vera forystu skóli til að stuðla að skóla - þróun í grunnskólum bæjar ins. Þetta líkan ætla félagsmið - stöðvarnar að taka upp, þó með mun meiri sveigjan leika í huga. Þetta mun án efa koma öllum þeim sem nýta sér þjónustu ÍTH til góðs til framtíðar. Allar rann - sóknir sýna að þar sem virk, fagleg þróun fær að eiga sér stað í starfi með börnum og ungl ing - um er ánægja og árangur starfs - manna, barna og unglinga betri. Spennandi verður að sjá þær um - sóknir sem munu berast ÍTH frá starfsmönnum með vorinu, því þær verða án efa frjóar og spenn - andi og öllum til fyrirmyndar. Að lokum vil ég óska ungl - ingum Hafnarfjarðar og for - eldrum þeirra til hamingju með frábæran árangur sem náðist með vel heppnuðu og fjöl - skyldu vænu starfi um nýliðin áramót. Við getum sannarlega verið stolt af unga fólkinu okkar. Gleðilegt nýtt ár Höfundur er bæjarfulltrúi. Forystufélagsmið - stöðvar til framtíðar Margrét Gauja Magnúsdóttir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.