Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.01.2007, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 18.01.2007, Blaðsíða 9
Tvíburarnir selja í Hanza Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa selt hlut sinn í Hanza-hópnum ehf. sem hefur m.a. byggt 4 fjölbýlishús á Rafha reitnum og stendur að endurbyggingu DV-hússins og ný bygg ingu verslunar-og íbúð - ar húss í miðbænum. Fyrirtækið er einnig að að reisa 335 íbúðir í Arnarneshæð og skipuleggja nýtt íbúðarhverfi á Kársnesinu. Nýr hluthafi er Merla ehf., félag í eigu Róberts Melax. Ró bert er kunnur úr íslensku við skipta lífi m.a. sem einn stofn anda Lyfju og núverandi forstjóri Open Hand í London. www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 18. janúar 2007 Körfubolti Úrvalsdeild kvenna: ÍS - Haukar: 44-96 Breiðablik - Haukar: miðv.d. Bikarkeppni kvenna: ÍS - Haukar: 44-79 Handbolti Úrvalsdeild kvenna: Stjarnan - Haukar: 21-15 Fram - FH: 24-22 Haukar - ÍBV: 35-28 Bikarkeppni kvenna: Valur - FH: 32-22 Haukar - Stjarnan: miðv.d. 1. deild karla: ÍBV - FH: 34-30 Höttur - Haukar 2: 20-26 Næstu leikir: Körfubolti 19. jan. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - UMFG (úrvalsdeild karla) 21. jan. kl. 20, Ásvellir Haukar - Hamar (úrvalsdeild kvenna) 22. jan. kl. 19.15, Stykkish. Snæfell - Haukar (úrvalddeild kvenna) Handbolti 21. jan. kl. 19, Ásvellir Haukar 2 - Víkingur/Fjö. (1. deild karla) FH stúlkur fá liðsstyrk Ragnhildur Rósa Guðmunds - dóttir hefur gengið til liðs við FH en hún er ein af bestu handknattleikskonum landsins. Það er ljóst að Ragnhildur mun styrkja lið FH gríðarlega sem hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð. Ragnhildur lék fyrri hluta vetrar með Skive FH í Dan - mörku en þar áður með Haukum. Ragnhildur er alin upp hjá FH og hittir þar fyrir systur sína Arnheiði sem er nýbyrjuð með FH. ÍþróttirRagnar sigraði á heimsbikar - móti í Kaupmanna - höfn Ragnar Ingi Sigurðsson, skylm ingamaður úr FH, vann gull um helgina á World Cup móti í Kaupmannahöfn en kepp - endur voru 35 frá tíu þjóðum. Eftir tvær umferðir í riðla - keppni var Ragnar í öðru sæti. Í 16 manna úrslitum keppti Ragn ar við Teun Plantinga frá Hol landi og sigraði hann 15-9. Eins fór leikur í 8 manna úrslitum 15-9 á móti Pavel Tybl frá Tékk landi. Ragnar keppti við John Jakelsky frá Banda ríkj unum í undan - úrslitum og fór leikurinn 15-12. Í úrslitum áttust svo við Ragnar og Tékkinn Jan Dolezal og vann Ragnar nokkuð sann - færandi 15-10. Fyrir sigurinn fékk Ragnar fjögur heims - bikarstig og hækkaði sig um 25 sæti á Heimslistanum en Ragnar keppti með höggsverði. Önnur úrslit urðu þau að Sævar Baldur frá SFR endaði í 15. sæti, Arnar Bjarki úr FH í 24. sæti, Haraldur úr SFR í 19. sæti, Guðjón Ingi úr FH í 27. sæti, Kristján Hrafn úr FH í 29. sæti og Ingimar Bjarni úr FH í 31. sæti. Einnig var keppt í liðakeppni og lentu þeir Ragnar, Haraldur, Guðjón og Sævar í 2. sæti. Í und - an úrslitum slógu þeir Norður - landameistara Finna úr keppni en leik urinn endaði 45-38. Í úr - slitum kepptu þeir við Þýskaland sem endaði með sigri Þjóðverja 45-32. ICETREND Verslunarmiðstöðinni Firði, 2. hæð 30% NÝ FATASENDING © F ja rð ar pó st ur in n/ H ön nu na rh ús ið – 0 70 1 30% afsláttur á öllum vörum — líka á nýjum vörum!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.