Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.01.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 25.01.2007, Blaðsíða 4
síðast í viðhorfum samfélagsins til fatlaðra. Í fyrirlestrinum segir hún meðal annars að hlutskipti hennar í lífinu er að fræða aðra um fötlunina. Á heimasíðu sinni segir hún að skemmtilegt hafi verið að koma í Flensborg og gaman að sjá hversu opnir nem - endur og kennarar hafi verið og ófeimnir að spyrja spurninga um viðfangsefnið. Freyja er með „Osteogenesis imperfecta“ sem lýsir sér þannig að beinin eru mjög stökk og brotna auð veldlega. Hægt er að fræð ast meira um fyrirlesturinn og Freyju á www.forrettindi.is Í síðustu viku kom Freyja Haraldsdóttir í heimsókn í Flens - borgarskólann og hélt fjóra fyrir - lestra. Hún flutti þar fyrirlestur um marg breytileika mannlífsins og hinar ýmsu hliðar fötlunar eða hömlunar. Þar velti hún fyrir sér ýms um hlið um fötlunar, því hvort sumir væru með dulda fötlun, allir með einhverja fötlun eða hvort enginn væri fatlaður þar sem fötlun væri fyrst og 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 25. janúar 2007 Fyrirtæki og einstaklingar Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur, vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl, skattakærur, fjármálaráðgjöf. Magnús Waage, viðurkenndur bókari Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275 Okkur foreldrum barna á leikskólanum Stekkjárási brá heldur betur í brún s.l. mánudag þegar afhent voru bréf og tilkynnt að loka þurfi deildum leikskólans vegna manneklu. Í bréfinu erum við beðin um að hafa börnin heima sjöunda hvern virkan dag því ekki sé hægt að halda út þeirri starfsemi sem ætlast er til. Eins og for - eldrar í leikskólanum og aðrir vita hefur ástandið verið erfitt í allan vetur, því ekki hefur fengist nógu margt starfsfólk til að annast börnin og nokkrum sinnum hefur komið fyrir að foreldrar hafi verið beðnir um að sækja börn sín fyrr á daginn. Skapar mikið óöryggi Þetta er auðvitað algjörlega óviðunandi ástand og skapar mikið óöryggi á meðal foreldra sem sækja þurfa vinnu sína og skóla en ekki síst fyrir börnin sjálf. Bera fræðsluyfirvöld bæjarins enga ábyrgð á hvernig nú er komið? Er ekkert mál að vígja nýja leikskóla og koma börnunum að, en láta það svo bara ráðast hvort það takist að manna í stöðurnar og tryggja að starfsemin gangi eðlilega? Það er ekki búið að vera neitt venjulegt álag á starfsfólki Stekkjaráss í vetur og á það hrós skilið fyrir hvernig því hefur tekist að starfa dag frá degi og gera það besta úr hlutunum. En skiljanlega gengur þetta ekki lengur og því verður að grípa til svona neyðarúrræðis. Það er heldur ekki hægt að bjóða starfsfólkinu upp á slíkt vinnu - umhverfi. Samfylkingin hefur brugðist Mér finnst meirihluti Sam - fylkingarinnar algjörlega hafa brugð ist í þessu máli og ekki hægt að segja að Hafnarfjörður sé fjölskyldu vænn bær þegar svo er ástatt í stærsta leikskóla bæjarins. Hvers vegna hafa fræðslu yfirvöld ekki brugðist við fyrir löngu því ástandið í mannaráðningum á Stekkjarási er búið að blasa við í langan tíma? Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á slíka þjónustu og því hljótum við foreldrar á Stekkjarási að krefjast þess að bæjaryfirvöld grípa til sinna ráða og leysi þennan vanda, þeirra er ábyrgðin. Edda Rut Björnsdóttir Lesandi hefur orðið: Óviðunandi ástand í leikskólamálum Freyja Haraldsdóttir með góðan og skemmtilegan fyrirlestur í Flensborg Það eru forréttindi að lifa með fötlun Freyja Haraldsdóttir Flensborgarar fylgdust vel með fyrirlestrinum L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n Áhugasamir nemendur L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.