Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.01.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 25.01.2007, Blaðsíða 8
Setbergsskóli hefur fengið það hlutverk að vera forystuskóli á sviði læsis og námsvitundar til næstu 5 ára. Í nýrri skólastefnu Hafnar fjarðar sem tók gildi 2005 er ákvæði um að skólar geti sótt um að verða forystuskólar á ákveðnu sviði. Forystuskólar skulu sinna faglegri forystu á ákveðn um sviðum, vera reiðu - búnir til að gegna ráðgjafar hlut - verki og hafi frumkvæði að því að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra skóla. Yfirmarkmið forystu skóla - verk efnisins næstu 5 árin er að festa í námskrá skólans vinnu - brögð sem auka færni nemenda í læsi í víðustu merkingu þess orðs, auk þess að byggja upp námsvitund nemenda á mark - vissan hátt gegnum alla skóla - gönguna. Farið verður markvisst yfir alla námsskrá skólans og hún endur skoðuð með tilliti til læsis og náms vitundar. Unnið verður með hvern árgang fyrir sig og verður haft náið samráð við kenn ara á viðkomandi aldurs stigi. Samhliða þessari vinnu verður haldið áfram að vinna með lestur á sem fjöl - breytt astan hátt í skólanum. Nóvember var mánuður læsis í Set bergs skóla. Markmið með læsis átakinu í nóvember var að hvetja nemendur til aukins yndis lestrar og auka áhuga þeirra fyrir lestri og bókmenntum. M.a. var boðið upp á vandaða bók menntadagskrá þar sem við fengum í heimsókn virta rit höf - unda, lestrarsprettir voru í gangi og lestrarvinir fóru af stað. Á vorönn verður lögð aðal - áhersla á gagnvirkan lestur í öllum árgöngum skólans. Mark - mið þeirrar vinnu er að kenna nemendum hagnýta og einfalda aðferð til að bæta lesskilning sinn. Leitast skal við að gera að - ferðina auðskilda og aðgengilega fyrir sem flesta nemendur skól - ans. Á foreldrafundum 31. janúar verð ur öllum foreldrum afhent bréf með kynningu á gagn - virkum lestri og einfaldri leið - bein ingu um beitingu aðferðar - innar. Þann 7. febrúar kl. 18:00 verður stutt kynning á gagn - virkum lestri fyrir foreldra í sal skólans. Verkefnisstjórar eru þær Bjart - ey Sig urðardóttir og Hildur Guð - munds dóttir. Fyrir áhugasama má fá nánari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu skólans www.setbergsskoli.is 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 25. janúar 2007 Við kunnum að meta eignina þína! Forystuskóli - Setbergsskóli forystuskóli í læsi og námsvitund Myndin er tekin meðal lestrarvina í Setbergsskóla, þar sem eldri nemendur lesa fyrir þá yngri. Afmælisfagnaður Verkalýðsfélagið Hlíf er 100 ára í byrjun febrúar n.k. Í tilefni þessara merku tímamóta í sögu félagsins er félagsmönnum boðið til afmælisfagnaðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu, sunnudaginn 4. febrúar frá kl. 14.30 til 17. Stjórn Hlífar 1907 2007 Guðmundur Sigurðsson hefur nú gengið til liðs við Hafnarfjarðarkirkju sem kantor. Hann segir það vera heillandi hugsun að geta unnið við sitt fag í heimasókn sinni og verða kantor við kirkjuna. Guðmundur segir að mikil jákvæðni ríki hjá Hafnarfjarðarkirkju í garð tónlistarstarfs og hlakkar hann til að takast á við spennandi og ögrandi verkefni á tónlistar - sviðinu í kirkjunni. Metnaðarfullt kórstarf Mikil áhersla verður lögð á metnaðarfullt kórstarf og hefur Guðmundur uppi hugmyndir um fjölbreytt tónleikahald á því sviði. Í dag er starfandi kirkjukór í Hafnarfjarðarkirkju en Guðmundur hefur nú stofnað nýjan kór fyrir fólk á aldrinum 20 til 35 ára sem heitir A Capella. Eins og nafnið ber með sér mun kórinn sérhæfa sig íflutningi tónlistar án undirleiks hljóðfæra en vitaskuld munu hljóðfærin koma til sögu af og til. Nýtt orgel næsta sumar Kirkjukórinn mun halda tónleika í vor en við það tækifæri verður orgel kirkjunnar, sem þjónað hefur kirkjunni í um hálfa öld, tekið niður. Hafnfirðingar geta verið stoltir af kirkjunni að hafa tekið þá ákvörðun að kaupa nýtt og veglegt orgel. Nýtt orgel kirkjunnar mun hljóma í helgihaldi og á tónleikan um langan aldur og verða ein meginundirstaða tónlistarlífs kirkjunnar auk þess að vera veglegasta hljóðfæri bæjarins. Í tengslum við kaupin verður fyrirtækjum og almenningi gefinn kostur á að leggja fram fé til málefnisins og fer söfnunin formlega í gang á tónleikum kirkjukórsins í vor. Þetta hljóðfæri verður lyftistöng fyrir tónlistarmenningu Hafnarfjarðar og eru því framundan sérlega spennandi tímar. Kirkjan sjálf verður líka glæsileg eftir gagngerar endurbætar innanhúss á þessu ári. Guðmundur Sigurðsson, nýr kantor við Hafnarfjarðarkirkju Nýr kantor við Hafnarfjarðarkirkju Tekur formlega við stöðunni 1. mars nk. L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n Síðastliðinn sunnudag var haldin árshátíð fyrir sambýli innan SMFR á Ásvöllum. Boðið var uppá veitingar og ýmis skemmtiatriði voru leikin um kvöldið. Seinni hlutann lék DJ fyrir dansi við miklar undirtektir gestanna. Árshátíð sambýla SMFR Frá einu skemmtiatriðanna.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.