Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 1
ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 5. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 1. febrúar Upplag 8.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 www.as.is Sími 520 2600 Stórsveitar - tónleikar í Flensborg Stórsveit Tónlistar skól - ans á leið til Florida Á mánudagskvöld kl. 20 býður Stórsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar bæjarbúum til tónleika í sal Flensborgarskóla, Hamri. Tilefnið er að sveitin heldur utan til Florida í Banda - ríkjunum daginn eftir í 8 daga æfinga- og tónleikaferð. Stór - sveitina skipa 20 hjóð færa - leikarar og hefur sveitin getið sér gott orð fyrir vandaðan og skemmti legan flutning. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam þykkti á fundi sínum sl. þriðju dag að auglýsa deili skipu - lag það sem Alcan hefur látið gera vegna væntanlegrar stækk - unar álversins í Straumsvík. Ein breyting var gerð á tillögu skipu - lags- og byggingarráðs til bæjar - stjórnar frá 26. janúar sl. um að samþykktin sé háð niður stöðu úr væntanlegri íbúa kosningu. Var hún samþykkt af fulltrúm Sam - fylkingar og Sjálfstæðis flokks. Þessi samþykkt verður því borin undir bæjarbúa í íbúa - kosningu sem stefnt er að því að halda 31. mars nk. Sam þykki bæjarbúar tillöguna verður deili - skipulagstillagan auglýst og almenn ur athuga semda tími gef - inn. Verði tillagan felld er ekkert því til fyrirstöðu að Alcan leggi fram nýja eða beytta deili - skipulagstillögu og þarf bæjar - stjórn þá aftur að taka afstöðu til þess hvort setja eigi hana í dóm bæjarbúa. Aukafundur var í bæjarstjórn í gær, eftir að FP var farinn í prent un, en þar átti að ganga frá málsmeðferðarreglum um al menn ar atkvæðagreiðslur og skoðanakannanir. Deiliskipulagið samþykkt úr bæjarstjórn – samþykkt með fyrirvara um samþykkt bæjarbúa Frá söngvakeppni Hafnarfjarðar og Álftaness. L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Í könnun sem Alcan lét gera í desember á viðhorfi 1500 Hafn - firðinga kom í ljós að 51,5% svar enda voru andvígir stækkun álversins en 39,5% voru hlynntir. Helmingur þeirra sem spurðir voru bjuggu á Hval eyrarholti, Völlum og Áslandi en hinn helmingurinn annars staðar í Hafnarfirði. Það sem vekur þó athygli í niðurstöðum könn unar - innar er að svarendur eru al - mennt mjög jákvæðir gagnvart fyrir tækinu og um 60% telja fyrir tækið standa sig vel í um - hverfismálum en 24,6% telja það standa sig illa. Þetta er þrátt fyrir andstöðuna gegn stækkun vers - ins. 18,9% eru neikvæðir gagnvart auglýsinga- og kynningarmálum Alcan en 56,3% jákvæðir en 71,1% svarenda höfðu mikinn áhuga á að fá röksemdir fyrir stækkun álversins en 22,4% höfðu lítinn áhuga. Alcan fékk niðurstöður könn - unarinnar í hendur 9. janúar sl. en kynnti hana fyrst í síðustu viku, rúmum hálfum mánuði síðar. 22 spurningar lagðar fyrir í skoðanakönnun Capacent fyrir Alcan 58% ánægð með störf Alcan 60% telja Alcan standa sig vel í umhverfismálum L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Forstjóri Alcan og bæjarstjórinn á tveggja manna hjóli.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.