Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. febrúar 2007 Neyðarástand blasir við á leik - skólanum Stekkjarási nú þegar stjórnendur skól ans eru knúnir til að loka einni deild leik skólans vegna mann eklu. Foreldrum hef - ur verið tilkynnt að hvert barn í leik skólan um þurfi að vera heima 7. hvern dag. For eldrar eru ráð þrota. Hvar eigum við að hafa börnin okkar þeg ar við förum til vinnu? spyrja þeir. Svörin fást ekki hjá bæjar yfir - völd um, þótt þeir beri ábyrgð á stöðunni sem upp er kom in. Það hef ur ekki nóg verið brugðist við því ástandi sem blasað hefur við á Stekkjarási í langan tíma. Undirrituð tók reyndar málið upp á bæjarstjórnarfundi 27. júní 2006, þar sem kallað var eftir lausn í málinu svo bæta mætti ástand ið sem þá var strax orðið. Rúm um þremur mánuðum síðar ræddi ég málið aftur á bæjar - stjórnarfundi og spurði bæjar - stjóra hvort eitthvað væri verið að gera til að laða fólk til starfa á leikskólanum. Fátt var um svör en atvinnu - ástandinu í þjóð félag - inu kennt um. Og skilja mátti að málið væri í vinnslu. Ekki gott svar til foreldra Ástandið hefur svo farið versnandi stig af stigi í vetur, börnin verið send heim þegar mann ekl an hefur verið sem mest. Starfsfólkið sem hefur unnið undir gríð arlegu álagi er lang - þreytt, engin var an leg lausn í sjón máli og nú er gripið til rót - tækra aðgerða. Á fjöl mennum fundi for eldra barna á leik skól - an um í siðustu viku var mikill hiti í for eldrum. Þeir sætta sig ekki við þá óvissu og óör yggi sem þeir og ekki síst börn þeirra standa frammi fyrir. Þeir sætta sig heldur ekki við rýr svör bæjar stjóra. ,,Mik il sam keppni um starfsfólk,, er ekki gott svar til foreldra sem eru ráð þrota. Börn in okkar eiga skilið það besta og Hafnarfjörður vill vera bæjar félag sem gerir vel við börn og fjölskyldufólk. Því verða bæjar yfirvöld að standa við gefin loforð. Það er lítils virði að geta státað sig af því að biðlistarnir á leikskólana hafi styst, ef ekki er hægt að tryggja að þjónustan sem fjöl - skyldunum hefur verið lof uð, sé raunverulega fyrir hendi. Höfundur er bæjarfulltrúi af D-lista. Hvers eiga börnin að gjalda? Rósa Guðbjartsdóttir Ágætu Hafnfirðingar, nú er komið að því. Nú verð um við að axla þá ábyrgð að ákveða vöxt og viðgang okkar ágæta bæjar - félags. Það eru nokkur atriði sem við þurf um að spyrja okkur að áður en við greiðum atkvæði um stækk un álversins. Það er ekkert sem heitir, „mér kemur þetta ekki við“. Þetta er alvarlegt mál sem skiptir okkur öll máli. Öflug bæjarfélög ein - kennast af þróttmiklum ein stakl - ingum og fyrirtækjum sem bjóða uppá fjöl breytni í leik og starfi. Skoðum nánar hvað fellst í þessu. Þar sem atvinnustigið er hátt þangað sækir fólk, mannlíf og listir blómstra, fyrirtæki fá að stækka og eflast, þar ríkir stöð - ug leiki og sveiflur minni. Þegar harðna fer á dalnum þá sækir fólk í þessi bæjarfélög. Það er okkur hollt að þroska og þróa okkur, við viljum ekki vera þar sem okkur eru settar skorður og hefta sköpunargáfuna. Hnign - andi bæjarfélög einkennast af ótryggu atvinnuástandi og lítilli fjölbreytni. Lítum aðeins á þetta. Fyrirtæki hætta rekstri og flytjast úr bæjar - félaginu, fólk flytur burt, fast - eignaverð hrynur, draugahúsum fjölgar. Unga fólkið fer fyrst. Þar byggir enginn, viðhaldi eigna er ábótavant. Úrráðaleysi einkennir stjórnir þessara sveita eða bæjarstjórna. Hafa ber í huga að það er auð - veldara að rífa niður en byggja upp. Það er nauðsynlegt hverju samfélagi að þar ríki traust og sátt og menn viti hvert skal stefna. Það er lítið vit í því að hefja starfsemi þar sem vöxtur og þroski er heftur. Þetta er kjarni málsins. Spurningin er viljum við efla og styrkja Hafnarfjörð. Svarið er að sjálfsögðu já. En hversvegna styð ég þá stækkun álversins. Ástæðurnar eru margar og hefst þá lesturinn: Í fyrsta lagi munu nýju skálarnir og hreinsi - virki þeirra bjóða uppá nýjustu tækni og gera vinnuumhverfið betra (það er jú fólk sem vinnur þarna). Fyrir utan það sem skiptir ekki minna máli er að mengun frá verksmiðjunni verður hlut - fallslega minni því hreinsigeta nýju þurrhreinsistöðvanna verð - ur margfalt meiri. Og sjón - mengun af verksmiðjunni verður hverfandi og hvet ég fólk til að skoða tillögur að nýju svæði Alcan eftir stækkun. Til að leiðrétta misskilning varðandi þurr- og vothreinsunar er rétt að benda á að grunnurinn í báðum hreinsiferlum er þurr - hreinsun. Þar fer fram hreinsunin á flúorsgasinu og brenni steinn - inn fer í andrúmsloftið og dreifist á land og sjó eftir hvernig vindar blása það sem vothreinsun gerir er að dæla óhreinindunum í haf - ið. Hafa ber í huga að jarðvegur á Íslandi er basískur en til dæmis annarstaðar í Evrópu er jarð - vegur súr, í sumum tilfellum þurfa bændur að bæta brenni - stein í jarðveg hér á landi. Það er athyglisvert að það skuli vera meira flúor í gróðri á Þingvöllum en í nágrenni álvers - ins í Straumsvík. Gott í bili, meira síðar. Ingvar Ingvarsson starfsmaður Aðalverkstæðis Alcan. Stækkum Álverið í Straumsvík Á sunnudaginn kl. 11 standa konur í Kvenfélagi Hafnar fjarð - arkirkju standa fyrir messu og bjóða síðan til samsætis og létts hádegisverðar í Hásölum safn - aðar heimilisins Strandbergs. Þær munu lesa ritningarorð og leiða bænir í messunni, gegna kirkju - þjónsstörfum og auðvitað taka vel á móti þeim sem í kirkju koma. Guðrún Árny Karlsdóttir leik ur á píanó syngur einsöng í mess unni og báðir prestar kirkj - unnar munu þjóna við messuna. Að alheiður Þorsteinsdóttir leikur á org elið og stjórnar kirkju kórn - um. Kvenfélagskonur halda fjóra megin fundi árlega í Strandbergi auk þess sem þær koma saman til verkefnafunda. Þær hafa mynd - að með sér gönguklúbb og ganga saman um bæinn fyrir messu á sunnudögum. Kvenfélagskonur hafa liðsinnt kirkju sinni á ómetan legan hátt gegnum tíðina, að sögn kirkjumanna, með alúð sinni og fórnfúsum störfum og búið hana vel að dýrmætum og gagnlegum munum. Allar konur sem eru 18 ára og eldri eru velkomnar í Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju. Magnea Þórsdóttir, formaður félagsins veitir frekari upplýsingar um það í síma 847 8081. Allir eru velkomnir, bæði konur og karlar. Kvenfélagsmessa Samsæti og hádegisverður að lokinni messu Það er hálf aumkunnarvert að fylgj ast með tilburðum svon - efndara hvalavina í áróðri þeirra gegn smávægilegum hval - veiðum Íslendinga sem við höf um stund - að frá örófi alda, eða frá því að for feður okkar tóku fyrst land á eyjunni köldu. Fremst - ir í flokki fara Bretar og Amerí kanar, þjóð - irnar sem miskunnar - lausast stunduðu hval - veið ar á ár um áður þar til stofn - arnir voru að út rýmingu komnir, nema ef vera skyldu frændur okkar Norðmenn sem hér stund - uðu miklar hvalveiðar á sama tíma, með leyfi Dana, að okk ur forspurðum. Það er ekki laust við að maður finni til með hinum, hægláta og kurteisa sendi herra Breta að þurfa að vera í forsvari fyrir hinar 25 þjóðir sem nú vilja herja á okkur Ís lendinga fyrir að stunda smá vægi legar og auð - vitaðað algjör lega löglegar hval - veiðar á meðan að þjóðir eins og Norðmenn, Rússar og Japanir veiða hundr uði hvala óáreittir, fyr ir utan Amerí kana sem drepa um 50 hvala árlega í skjóli inn - fæddra Alaska búa. Hverjir eru inn fæddir á Íslandi? Auk þess drepa túnfiskveiðimen frá Banda ríkjunum þúsundir höfr - unga árlega sem drukkna í netum þeirra í Karíbahafi. Hversvegna ráðast að okkur. Jú, það er einfalt mál. Við erum smáþjóð með lítið og viðkvæmt hagkerfi sem auð - velt er að gera skráveifur með samrýmdum aðgerðum fólks í löndum sem hafa millj ónir íbúa. Þetta fólk lætur Norð - menn, Rússa og Ja - pani í friði vegna þess að þeir hlæja bara að þeim og ulla framan í það. Það gerir þeim ekki neitt eins og dæm in sanna. Engil - söx um og samherjum þeirra, ruglukollum allra landa væri nær að líta í eigin barm. Þess - ar þjóðir stunda viðbjóðslegar veiðar á refum í Englandi, sér til skemmtunar, drepa úlfalda og vilta hesta með veiðum úr þyrl um í Banda - ríkjunum og Ástralíu auk þess sem meðferð þeirra á slát ur dýr - um bæði fuglum og spen dýrum er með þeim hætti að dýra - verndunarfólk í þessum löndum ætti frekar að láta það sig varða heldur en dráp á hvöl um. Eða heldur þetta fólk kannske að kóti letturnar og kjúkl ingarnir sem það úðar í sig daglega vaxi á trjánum? Það skipt ir okkur engu máli hvort þetta fólk hættir að kaupa íslensk ar vörur eða ekki, það eru nógir kaupendur annars staðar og það getur bara étið sína skítugu framleiðslu sjálft. Stöndum sam an Íslendingar og hættum að kaupa vörur frá þess - um ríkjum. Af staða þeirra til drápshvala (Keiko) og annarra hvala er þeirra eigin kvalræði. Áfram hreina Ísland ! Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. Hvalveiðar og kvalræði Hermann Þórðarson Bæjarfulltrúi Vinstri grænna greiddi atkvæði gegn því að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Arkís vegna fyrirhugaðrar stækk unar Alcan en slík tillaga var samþykkt í bæjarstjórn á þriðjudag. „Vinstri græn firra sig ekki þeirri ábyrgð að hafa tekið þátt í þeirri vinnu sem lýtur að auknum mengunarvörnum innan marka bæjarins vegna hugsanlegrar stækk unar álbræðslunnar í Straumsvík. Með þátttöku í starfs hópi skipulags- og bygg ingar ráðs Hafnarfjarðar fer fjarri að Vinstri græn hafi þar með samþykkt deiliskipulagið sem lýtur að stækkaðri álbræðslu eða beri á nokkurn annan hátt ábyrgð á deiliskipulagstillögu Arkís fyrir hönd Alcan.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinstri Grænum. Skipulagsforsögn fyrir vinnu við deiliskipulag á landssvæði Alcan var samþykkt 9. maí 2005. Það er því ljóst að starfssvið starfs hópsins fólst í því að taka af stöðu til deiliskipulagsins á grund velli skipulagsforsagnar bæjar ins frá maí 2005. Í því tilliti er einkennilegt að gefa í skyn þver pólitíska samstöðu í bæjar - stjórn í dag, þegar skipu - lagsforsögnin var samþykkt af bæjar fulltrúum seinasta kjör - tímabils. Bæjarfulltrúi Vinstri grænna ítrekar því enn og aftur andstöðu sína við fyrirhugaða stækkun álbræðslunnar í Straumsvík og fyrirliggjandi deiliskipulags - tillögu Arkís fyrir hönd Alcan. Vinstri græn í Hafnarfirði mun berj ast gegn samþykkt hins nýja deiliskipulags því fyrirhuguð íbúakosning er í raun um stækkun Alcan en ekki deili - skipulag. Því skorar VG í Hafnarfirði á alla Hafnfirðinga að fella tillöguna um deiliskipulagið til að koma í veg fyrir stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. VG vill ekki auglýsa Telur sig ekki bera ábyrgð á deiliskipulagstillögunni þrátt fyrir setu í starfshóp

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.