Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Page 7

Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Page 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 1. febrúar 20076 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. febrúar 2007 Um þessar mundir eru liðin eitt hundrað ár frá því að Verka lýðs - félagið Hlíf var stofnað. Fyrsta fund ar gerðarbók félagsins er glötuð og því ekki nákvæmlega vit að um stofndaginn, en hann mun hafa verið um mánaðamótin jan - úar og febrúar, árið 1907. Stofn fundurinn var haldinn í Góð - templara húsinu. Stofn - félag ar voru um 40, bæði karlar og konur. Um miðjan mars voru félagar orðn ir um 230, þar af 70-80 kon ur. Árið 1925 var síðan stofnað sérstakt verkakvennafélag í Hafn - arfirði, verkakvennafélagið Fram - tíðin. Félögin sameinuðust síðan árið 1999. Verkalýðsfélagið Hlíf er stofn að einu ári áður en Hafnarfjörður hlaut kaupstaðarréttindi. Saga Hlíf ar er því samofin sögu Hafnar - fjarðar. Það er ekki ein ung is vegna þess að félagið og bær inn eru næst um jafnaldrar. Það er ekki síð - ur vegna þess að ýmis mikilvæg skref í þróun hafnfirsks atvinnulífs hafa verið stigin með atbeina og að áeggjan verka lýðsfélaganna í bæn um. Þar má nefna Bæjar - útgerð ina, Alþýðu brauðgerðina, leikskólann á Hörðu völlum, svo fátt eitt sé talið. Hlutverk í sögu þjóðar Íslenskt samfélag væri ekki eins og við þekkjum það í dag ef verkalýðshreyfingarinnar hefði ekki notið við. Réttarbætur eins og lög um slysatryggingar 1925, lög um verka mannabústaði 1929, lög um almannatryggingar 1936, Vinnulöggjöfin 1938, réttur til orlofs 1942, atvinnuleysis trygg ingar 1956, líf eyris sjóðir 1969, sjúkra sjóðir 1979, fræðslu sjóðir 2000, svo fátt eitt sé talið, eru allt þættir sem rekja má beint til starfs verka - lýðs hreyfingar innar. All ir líta á þetta sem sjálfsagða hluti í dag. Verkalýðsfélagið Hlíf hafði forgöngu í sumum af mikil - væg ustu málunu, eins og varð andi orlofsréttinn og 8 stunda vinnu dag. Saga Hlífar er þó ekki síður sam ofin sögu samtaka jafnaðar- og félags hyggjufólks í bænum. Snemma á starfsferli Hlífar beitti félag ið sér fyrir þátttöku í bæjar - stjórnarkosningum og náði fljótt árangri. Óhætt er að fullyrða að hreyf ing jafnaðar- og félags - hyggju fólks væri ekki jafn sterk í Hafn arfirði og raun ber vitni, ef grunnurinn að pólitísku starfi sem verkalýðshreyfingin í Hafnarfirði lagði á öðrum og þriðja áratug aldarinnar hefði ekki verið lagður. Sömu grunngildin Hermann Guðmundsson, sem að öðrum ólöstuðum er einn áhrifa mesti forystumaður Hlífar þessi hundrað ár, skrifaði í 50 ára afmælis rit Alþýðusambandsins árið 1966: En þrátt fyrir allar breytingar, er enn í dag í gildi sú hin sama regla, sem leiddi til stofnunar verka - lýðssamtakanna, að sam einað átak margra getur lyft grettis taki, sem hverjum einum er um megn að ráða við. Þetta er höfuðatriðið í öllu starfi verkalýðssamtakanna, að þroska félaga sína í þeim skiln ingi, að samstarfið, samheldnin sé fyrir öllu, að einstaklingurinn sé því aðeins sterkur, að hann sé tengd ur öðrum, að koma fram í skipu legri og sterkri fylkingu, í stað þess að vera dreifðir og mátt lausir. Þetta verður varla skýrar sagt. Þessi orð eru í fullu gildi enn í dag, rúmum fjörutíu árum síðar. Það er mikilvægt að við njótum áfram öflugs starfs þessarar hreyf ingar, ekki síður í Hafnar firði en á landinu öllu. Ég hef svosem engar efasemdir um það. Starf Hlífar er öflugt og félagið nýt ur mikils trausts á landsvísu. Á þessum tímamótum flyt ég Hlífarfólki hamingjuóskir og vona að við Hafnfirðingar njótum þess mikilvæga starfs sem félagið sinnir um ókomin ár. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi. Verkalýðsfélagið Hlíf 100 ára Lj ós m yn d í e ig u B yg gð as af ns H af na rfj ar ða r Guðmundur Rúnar Árnason Verslum í Hafnarfirði! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s Þau pólitísku tíðindi urðu í Hafnarfirði á fundi bæjarstjórnar 16. janúar sl. að fulltrúar Sjálf - stæðisflokksins í bæjar stjórn lögðu fram bók un þar sem m.a. var sett fram sú krafa að mengunarlosun frá ál bræðslunni í Straums vík mætti ekki auk ast við fyrirhugaða stækk un. Samkvæmt fréttum Fjarðar pósts - ins fimmtudaginn 18. janúar var óvenjuleg sam staða á meðal allra flokkana um þessa bókun sjálf - stæðismanna á bæjar stjórnar - fundinum. Hér er útdráttur úr bókuninni: „2) Að tryggt sé að ýtrustu meng unar varnir við álverið séu fyr ir hendi og notast sé við bestu fáanlegu tækni í því skyni, þ.m.t. vothreinsun eftir þurrhreinsun, þannig að að eftir stækkunina verði mengun ekki meiri en nú er, jafnvel minni.“ (Úr fundar - gerð bæjarstjórnar 16. janúar 2006). Það eru góð tíðindi fyrir Hafn - ar fjörð að allir bæjar stjórnar - flokkarnir taki undir þessa bókun sem þýðir í raun að ekki er leng - ur pólitískur vilji í bæjarstjórn fyrir stækkunaráformunum í Straums vík. Í öllum þeim áætl - unum sem Alcan hefur lagt fram og í samþykktu starfsleyfi er gert ráð fyrir 2,5 földun á nær allri mengun frá stækkaðri álbræðslu. Hér er um að ræða svifryk, flúor, brennistein, gróður - húsa loftegundir og PAH efni. Eina undan - tekningin frá þessari meng unaraukningu við stækkun er hugs - anlega brenni steins - mengun en henni má ná niður með vot - hreinsi búnaði. Sú tækni sem gerði það mögulegt að þre falda álbræðsluna í Straums - vík án tæplega þreföldunar á meng unarlosun er einfaldlega ekki til og ekkert bendir til þess að hún sé á leiðinni næsta ára - tuginn. Þó svo að mengunarmálin séu ekki sterkustu rökin gegn stækk - unaráformunum í Straumsvík ber að fagna þessum skilaboðum frá pólitískt kjörnum fulltrúum bæjar búa. Þetta endurspeglar líka vilja bæjarbúa, en ég hef ekki hitt þann Hafnfirðing sem auka vill mengunarlosun á - bræðslunnar í Straumsvík. Höfundur er íbúi í Áslandi og meðlimur í Sól í Straumi Ekki lengur pólitískur vilji til að auka mengun í Hafnarfirði Pétur Óskarsson Söngvakeppni Hafnarfjarðar og Álftaness fór fram síðast - liðinn fimmtudag fyrir troðfullu húsi í Víðistaðaskóla. Alls voru 21 lög sem kepptu um sigursætið en þau Karlotta og Egill úr Öldunni sigruðu í keppninni með lagið Suits me. Í öðru sæti var Sigurbjörg úr Verinu með lagið Once upon a december og í þriðja sæti var Alexandra með lagið Nobody does it better. Þessi lög munu keppa til úrslita í Söngvakeppni Samfés sem verður í byrjun mars. Hægt er að hlusta á öll lögin á vefsíðu Hraunsins, www.hraunid.is. Söngvakeppni Hafnarfjarðar og Álftaness Karlotta og Egill sigruðu með glæsibrag Sigurbjörg úr Verinu við píanóið, en hún lenti í þriðja sæti Lj ós m .: S m ár i G uð na so n Lj ós m .: Jó na ta n G ar ða rs so n Menningar- og ferðamálanefnd auglýsir eftir umsóknum um styrki til endurgerða á gömlum húsum í Hafnarfirði, sem hafa sögulegt og/eða byggingarsögulegt varðveislugildi. Umsækjendum er bent á að kynna sér samþykktir um styrkina og þar tilgerð eyðublöð á heimasíðu bæjarins www.hafnarfjordur.is eða í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Styrkumsókn skulu fylgja greinargóðar upplýsingar um áætlaðar framkvæmdir, kostnaðaráætlun og ljósmynd. Nánari upplýsingar veitir Karl Rúnar Þórsson í síma 585 5780. Merkja skal umsóknir: Styrkir til húsverndar 2007 Strandgata 6, 220 Hafnarfirði. Skilafrestur er til 19. febrúar 2007. Styrkir til húsverndar Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir styrkumsóknum til lista- og menningarstarfsemi. 1. Í umsókninni þarf að lýsa verkefninu, skilgreina kostnaðaráætlun og styrkupphæð. 2. Listamenn, félagasamtök eða menningarviðburðir skulu tengjast Hafnarfirði. 3. Ekki er styrkt til náms eða rekstrar (t.d. húsaleigu). 4. Nefndin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu styrkja, komi ekki til verkefna sem sótt er til. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni www.hafnarfjordur.is. Einnig má nálgast eyðublöðin í Þjónustuveri Hafnarfjarðar að Strandgötu 6, og á Skrifstofu menn - ingar- og ferðamála að Vesturgötu 8. Ef ekki er sótt um með rafrænum hætti skal merkja umsóknir Styrkir til lista- og menningarstarfsemi 2007, Strandgata 6, 220 Hafnarfirði. Skilafrestur er til 19. febrúar 2007. Styrkir til lista - og menningarstarfsemi Ljósmyndarinn er neðarlega í Áslandinu og tekur á móti sólu þar sem sólin gyllir Keili og háspennu - möstrin og hæsta blokk in á Völlum skera sig úr á meðan sólarljósið glampar í enda Ástjarnarinnar.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.