Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. febrúar 2007 Sú atkvæðagreiðsla sem Hafn - firðingar standa frammi fyrir 31. mars n.k., getur orð ið mjög afdrifarík fyrir þró un umhverfis mála hér á landi á næst unni, ekki síst á Reykja nes - skaganum. Í raun er ver ið að takast á um það, hvort álfram - leiðsla með tilheyrandi orku vinnslu, eigi að ráða í atvinnuþróun á þessu svæði eða aðrar áhersl ur s.s. ferðamennska með öll um þeim möguleikum sem hún getur skapað á næstu árum. Verði deiliskipulagið samþykkt og þá um leið stækkun álversins í Straums vík, aukast mjög líkurnar á nýju álveri í Helguvík. Sigur á einum stað eflir baráttuviljann á öðr - um. Að sama skapi mun and staðan við bygg ingu álvers á Suð - urnesjum, stóreflast, verði stækk un í Straums vík felld. Ég vil enn og aftur vekja athygli á tillögum Landverndar um fram - tíðar nýtingu Reykjanesskagans, sem kynntar voru á sl. ári. Þar er hvatt til samstöðu um fjóra þætti: náttúruvernd, útivist, ferða - mennsku og orkunýtingu og jarð - efnavinnslu. Athyglisverðust er þar hugmyndin um eldfjallagarð, e.k. þjóð garð með áherslu á einstaka land sköpun á Reykja - nes inu, sem hvergi á sinn líka á jörð inni. Eld fjalla garð ur á Ha - waiieyjum dreg ur að sér um 2,5 millj ónir ferða manna á ári hverju. Hér fjölgar ferða mönnum mjög hratt, flestir fara um Keflavíkur - flugvöll og koma svo við í Bláa Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 12. desem - ber 2006, að auglýsa til kynningar tillögu að breyttu deiliskipulagi Hvaleyrar í Hafnarfirði, í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg - ingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í því að skipulagssvæðið er minnkað til vesturs um tæplega 3 ha og liggja skipulagsmörkin eftir breytingu við golfvallar - mörk. Auglýsing um skipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi Hvaleyrar í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 12. desem - ber 2006, að auglýsa til kynningar tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir fráveitulögn frá dælu- og hreinsistöð í Hraunavík í Hafnarfirði, í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Deiliskipulagið tekur til svæðis umhverfis fyrirhugaða dælu- og hreinsistöð milli lóðar Alcan og golfvallarmarka Hvaleyrarvallar. Þá tekur deiliskipulagssvæðið einnig til svæðis sem er um 500 m langt og 30-60 m breitt meðfram ströndinni innan lóðar Alcan. Um er að ræða svæði þar sem gert er ráð fyrir frárennslislögn sem mun liggja frá dælu- og hreinsistöð, áður en hún liggur á haf út. Deiliskipulagssvæðið er um 4,5 ha að stærð. Deiliskipulögin verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 30. janúar 2007 – 27. febrúar 2007. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 13. mars 2007. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir fráveitulögn frá dælu- og hreinsistöð í Hraunavík í Hafnarfirði Í þeirri umræðu sem er hafin og mun standa yfir næstu vikur í aðdragana íbúakosninga í Hafn - arfirði varðandi hugs - an lega stækkun Ál - vers ins í Staumsvík er mikilvægast af öllu að skýrar staðreyndir og upplýsingar liggi fyrir og umræðan taki mið af þeim. Þess vegna veldur það áhyggjum þegar aðilar og samtök sem vilja láta taka mark á sínum skoð un - um og hafa sig mjög í frammi kjósa að byggja sinn málflutning á öðru en þeim nýjustu gögnum og upplýsingum sem liggja fyrir í málinu. Það er öllum ljóst að náðst hef - ur víðtækt samkomulag um til - lögu að nýju deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar stækkunar Álvers - ins í Straumsvík. Sú deili skipu - lagstillaga byggir í ýmsum lykil - atriðum á ólíkum útfærslum og for sendum en sú tillaga sem kynnt var bæjarbúum árið 2005. Af yfirlýsingum ráðamanna sam takanna Sólar í Straumi er ekki hægt að ráða annað, en að enn þá sé verið að miða alla umræðu og útreikninga út frá hinni gömlu deiliskipulags til - lögu og þær samþykktir og upp - lýsingar sem nú liggja nýjastar fyrir skipti engu máli. Minnkun þynningarsvæðis og hert losunarmörk Þannig er því haldið blákalt fram að nýtt deiliskipulag breyti þar engu um svonefnt þynn ing - arsvæði, þegar það liggur fyrir að fullt samkomulag er milli Hafn - ar fjarðarbæjar og Alcan að minnka þynningarsvæðið um 2/3 eða úr 10 ferkílómetrum niður í rúma 3 ferkílómetra. Að sjálf - sögðu hefur sú staðreynd heilmikla þýðingu fyrir skipulag og uppbyggingu á þeim stóru svæðum sem hingað til hafa verið skilgreind innan þynn - ingar marka. Að öðrum kosti hefðu bæjaryfirvöld ekki lagt svo ríka áherslu á að stórminnka þynn ingarsvæðið. Þá er líka reynt að blása út af borð inu þá mikilvægu niður - stöðu sem náðst hefur varðandi los unarmörk fyrir brenni steinstvíoxíð. Samkvæmt yfir lýsing - um Sólar í Straumi er þar um að ræða markmið sem hafi ekkert gildi þar sem það sé ekki skilgreint í núgildandi starfsleyfi. Umræða á þessum nót um er ekki bara vill andi heldur röng í alla staði. Núgildandi starfsleyfi var gefið út árið 2005 og skal endurskoðast árið 2009 og aftur árið 2012. Í sameiginlegri tillögu frá fulltrúum allra pólitískra flokka í bæjarstjórn Hafnar fjarð - ar og fulltrúa Alcan kemur skýrt fram að þessi hertu losunarmörk skuli bæði skilgreind og síðar árang ursmæld við endurkoðun starfs leyfis. Hér er því um að ræða skýrar forsendur fyrir endur skoðun starfsleyfis. Trúverðug og ábyrg umræða Það er mikilvægt að allir aðilar sem fjalla opinberlega um þessi mál séu samtaka um að að ræða öll lykilatriði varðandi málið út frá þeim gögnum og upplýs - ingum sem nú liggja nýjust fyrir. Ef það er ekki gert er verið að ala á rangfærslum og málflutningur aðila verður ótrúverðugur. Slík umræða er engum til gangs. Ég hef alla tíð lagt ríka áherslu á ábyrga og upplýsta umræðu um þessi mál. Það er mikilvægt að bæjarbúar fái rétta og raun - sanna mynd af þeim atriðum sem máli skipta þegar þeir mynda sér skoðun fyrir kosningarnar þann 31. mars n.k. Hafnarfjarðarbær mun sjá til þess að allar þær upp - lýsingar og gögn sem málið snertir verði lögð á hlutlausan og ábyrg an hátt fyrir íbúa bæjar - félagsins. Ég vænti þess jafn - framt að aðrir aðilar, hvort heldur þeir mæla með stækkun eða eru andvígir, leggi sínar upplýsingar og afstöðu fyrir íbúa á sömu forsendum. Höfundur er bæjarstjóri. Bæjarstjóri gagnrýnir yfirlýsingu Sólar í Straumi: Umræðan verður að byggj ast á réttum upp lýsingum Lúðvík Geirsson Verður Reykjanesið ál- og orkuvætt? Reynir Ingibjartsson lóninu. Reykja nesskaginn bíður upp á endalaus tæki færi í ferða - þjónustu, hafi menn augum opin. Orku vinnsla er nú þegar á fullu; ann ars vegar yst á Reykjanesi og hins vegar á Hengilssvæðinu. Ef beðið er niðurstaðna úr djúp - borunar verkefnum, gæti jarð - varma orka margfaldast með lág - marksáhrifum á umhverfið. Það þarf aðeins að anda djúpt og mæla tímann í árum í stað vikna og mánaða. Væntanlegur Suðurstrandar - veg ur mun auka umferð um - hverf is Reykjanesskagann gríðar - lega og hringleiðir fleiri en ein opna alls kyns möguleika. Ég nefni hugmyndina um sýn ingar - staðinn inni í dýpsta hraunhelli heims í Þríhnúkum. Það yrði stað ur engum líkur. Þá hef ég kast að fram þeirri hugmynd, að náttúru fræðisafni Íslands yrði fund inn staður í landi Hafnar - fjarð ar og í nánd við eld - fjallagarðinn, verði af tilurð hans. Með margmiðlunartækni nú tím - ans mætti gera slíkt safn að undra heimi um stöðuga land - sköpun á Íslandi. Ekki má svo gleyma ströndunum með öllum sínum fjölbreytileika. Það verður að mörgu að hyggja, þegar atkvæðaseðillinn um deili - skipulagið í Straumsvík verður krossaður. Íbúum Hafnarfjarðar gefst í raun einstakt tækifæri til að hafa áhrif í einu stærsta ágrein - ings- og álitamáli samtímans - hvað gerum við með umhverfi okk ar? Gleymum ekki að við er - um ekki ein í Hafnarfirði. Ákvörð un okkar hefur áhrif á ör - lög margs - ekki síst móður nátt - úru. Höfundur á sæti í stjórn Reykja nessfólkvangs.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.