Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Page 9

Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Page 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 1. febrúar 2007 Á fundi bæjarstjórnar fyrr í mán uðinum fór bæjarfulltrúi Vinstri Grænna, Guðrún Ágústa Guð mundsdóttir, mikinn í um - ræðu um stuðning Glitnis við hafn firskt menn ing arlíf. Glitnir hefur und ir ritað samn - ing um að styðja Byggða safnið og Hafn ar borg um 2,5 millj ónir króna og þann ig tryggja Hafn - firð ingum frían aðgang að söfnunum næsta árið. Bæjarfulltrúinn hef ur áhyggjur og telur slíkan stuðning geta skert ábyrgð og vel - sæmi sveitarstjórnarinnar gagn - vart Hafnfirðingum og jafnvel sjálf stæði bæjarfélagsins. Lagði hún jafnframt til að setja málið í nefnd. Sérstaka athygli vekur að bæjarfulltrúinn minnist ekki einu orði á kostun í rekstri íþrótta - félaga sem hún þekkir þó vel af eigin reynslu. Gamalt fyrirbæri Kostun er nefnilega gamalt fyrirbæri hjá íþróttafélögum en þar eru auglýsingar líka mjög áber andi. Auk framlags bæjar - félags ins er rekstur íþróttafélaga tryggð ur með kostun og aug lýs - ingum. Á kappleikjum blakta fán ar styrktaraðila við hlið ís - lenska fánans og vörumerki um - talaðasta fyrirtækis landsins Al - can er á forsíðu heima síðu FH, Hauka og Bjarkanna. Á hverjum degi hlaupa hafnfirsk börn, allt niður í leik skólaaldur, um á íþrótta völlum í keppn is búningum sem skarta vörumerkjum fyrir - tækja á brjóstum, baki og bossum. Ég kannast ekki við að fólk hafi al mennt áhyggjur af vel sæmi þessarar kostuðu starf semi. Tækifæri felast í kostun Kostun af ýmsum toga er einn ig að verða algengari á öðrum svið um samfélagsins. Kostun er tæki færi fyrir fyrirtæki og ein - staklinga til að auðga ákveðna starfsemi í samfélaginu. Þó kost - un eigi ekki alls staðar við og um hana þurfi skýr viðmið þarf alltaf að vera svigrúm til staðar til að meta hverju sinni hvort utanað komandi framlag fyrirtækis, félaga samtaka eða einstaklings falli að því starfi sem um ræðir og geti jafnvel nýst, t.d. sem hluti af námi, tenging við atvinnulíf eða þróun í skólastarfi. Sjálf hef ég beitt mér fyrir því að sveitarfélög setji sér slík viðmið í skólum. Snemma árs 2005 sendu Heimili og skóli- lands samtök foreldra, sveitar - stjórn um tilmæli um að setja al - mennar verklagsreglur um aug - lýs ingar og kostun í skólum. Drög að slíkum verklagsreglum voru kynntar í Fræðsluráði Hafnar - fjarðar haustið 2005. Það væri nær að bæjarfulltrúi Guðrún Ágústa fylgdi því eftir hvort þess - ar verklagsreglur hafi komist í fram kvæmd áður en hún sest sjálf í enn einn starfshópinn. Það er gott framtak hjá Glitni að styðja við menningarstarfsemi í bæjarfélaginu og tryggja Hafn - firð ingum jafnan aðgang að menn ingarverðmætum sínum. Starfs menn Byggðasafnsins og Hafn arborgar geta nú eftir sem áður einbeitt sér að því að efla fræðslu öllum Hafnfirðingum til hagsbóta. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í menningar- og ferðamálanefnd. Er kostun kostur fyrir Hafnfirðinga? María Kristín Gylfadóttir Umsókn um styrk úr Minningarsjóði hjónanna Helgu Jónasdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar, læknis í Hafnarfirði Minningarsjóður Helgu og Bjarna hefur þann tilgang að veita styrki til að hlúa að hagsmunamálum og velferð barna í Hafnarfirði allt að 18 ára aldri. Í skipulagsskrá sjóðsins segir að „einkum skulu veittir styrkir til starfsemi á vegum einstaklinga, samtaka, fyrirtækja og opinberra aðila, sem veita börnum, sem eiga við erfiðleika að etja vegna fötlunar, sjúkdóma eða félagslegra aðstæðna, þjónustu og aðstoð.“ Stjórn Minningarsjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum úr sjóðnum. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Ennfremur má nálgast umsóknar- eyðublöð á veffanginu www.bjarnioghelga.is Umsóknir merktar „Minningarsjóður Helgu og Bjarna“ þurfa að berast Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar fyrir 20. febrúar n.k. Stjórn Minningarsjóðsins LAGERHÚSNÆÐI 120 m² - 170 m² lagerhúsnæði óskast fyrir smávörulager. Gjafavöruverslunin Glugg-inn Hallur s. 895 1712 Vakin er athygli á því að nú er í fyrsta skipti unnin útfærsla á afslætti til ellí lífeyris- og örorku þega, sem byggð er á samkeyrslu raf rænna gagna frá ríkisskatt stjóra. Það er gert til að tryggja að allir sem rétt eiga á afslætti sam kvæmt sam þykktum Hafnarfjarðarbæjar njóti hans. Miðað er við álagningarskrá fyrir árið 2006. Breytist tekjufor sendur á árinu 2007 eða ef ellilífeyris- og eða örorku þegar hafa athuga - semdir fram að færa varðandi útsenda álagn ingu og afslátta kjör, ber að koma gögnum þar að lútandi til Þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar þann - ig að hægt sé að afgreiða þau mál sérstak lega. Bæjarstjórn heimilar með stoð í 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga að fella niður fasteignaskatt og holræsa gjald elilífeyrisþega af eigin íbúð á eftir far andi hátt: a) Einstaklingar: Brúttótekjur 2006 allt að: 1.760.000 . . . . . 100% niðurfelling Brúttótekjur 2006 allt að: 2.140.000 . . . . . 80% niðurfelling Brúttótekjur 2006 allt að: 2.440.000 . . . . . 50% niðurfelling b) Hjón sem bæði eru ellilífeyrisþegar: Brúttótekjur 2006 allt að: 2.450.000 . . . . . 100% niðurfelling Brúttótekjur 2006 allt að: 2.890.000 . . . . . 80% niðurfelling Brúttótekjur 2006 allt að: 3.390.000 . . . . . 50% niðurfelling Tekjuviðmiðun er árstekjur 2006 skv. skattframtali 2007. Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts og holræsagjalda af eigin íbúð 75% öryrkja, skal hafa hliðsjón af fyrrgreind um reglum. Fasteignaskattur er lagður á með heimild í lög - um nr. 4/1995, vatnsgjald með heimild í reglu - gerð nr. 421/1992 og holræsagjald með heimild í reglugerð nr. 507/1975 sbr. síðari breytingar. Reynist heildarálögð gjöld 20.000 kr. eða lægri er gjalddagi gjaldanna 1. febrúar 2007. Gjalddagar fasteignagjalda árið 2007 eru 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. júlí. Eindagi er 30 dögum síðar. Lækkanir eða niðurfellingar hjá ellilíf eyris- og örorkubótaþegum taka ein göngu til fasteignaskatts og holræsa gjalds en ekki til lóðaleigu, vatnsgjalds og sorpeyðingargjalds. Orðsending til elli-, lífeyris- og örorku - þega í Hafnarfirði

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.