Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. febrúar 2007 Björt og falleg 3ja herbergja íbúð í Setbergshverfi til leigu, stutt í skóla, almenningssamgöngur og verslun. Uppl. í síma 898 2691. Þrítugur karlmaður, reyklaus, stundvís óskar eftir vinnu í Hafnarfirði, helst við útkeyrslu. Er með meirapróf. Uppl. í s. 896 4434, Magnús. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Húsnæði til leigu Atvinna óskast Eldsneytisverð 31. janúar 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 109,4 110,9 Atlantsolía, Suðurhö. 109,4 110,9 Esso, Rvk.vegi. 111,0 112,5 Esso, Lækjargötu 111,0 112,5 Orkan, Óseyrarbraut 109,3 110,8 ÓB, Fjarðarkaup 109,4 110,9 ÓB, Melabraut 109,4 110,9 Skeljungur, Rvk.vegi 111,0 112,5 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Heilsunudd Heilsunudd og verkjameðferð Upplýsingar og pantanir í síma 699 0858 Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h HEILSA Fjárfestu í líkamanum og komdu þér í gott form með Herbalife. Heilsuráðgjöf, eftirfylgni. Ingibjörg, hjúkrunarfr. 691 0938 Starfsmaður óskast á skurðdeild St. Jósefsspítala við ræstingu og fleiri störf. Um er að ræða áhugavert starf sem væri um það bil 60% af fullu starfi. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi BSRB og ríkissjóðs. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Jóhannsdóttir, deildarstjóri í síma 5550000 eða um netfang ragnhildur@stjo.is Eitt af því sem okkur þykir sjálfsagt er að velja þann stað sem við viljum búa á - bæinn, götuna og húsið. Við veljum búsetuna út frá þeim gæðum sem við teljum mikilvægust hverju sinni á okkar lífs braut. Þannig var það þegar við hjónin keyptum okkur íbúð í Áslandinu árið 2001. Útsýnið, nálægðin við náttúruna og kyrrðin voru meðal þeirra þátta sem við lögðum til grundvallar við val okkar. Á þessum tíma óraði okkur ekki fyrir þeim mögu leika að álbræðslan í Straumsvík myndi hugsanlega nærri því þrefaldast að stærð inn - an fárra ára. Harður raunveruleikinn blasir nú við. Alcan, erlendi auð hring - urinn sem hefur það eina mark - mið að hámarka hagnað sinn, berst nú með oddi og egg fyrir því að fá heimild til að stækka verksmiðjuna í 460.000 tonn. Engu er til sparað í þeirri baráttu – tónleikar haldnir, gjafir gefnar, loforð gefin, stöðugur áróður og síðast en ekki síst er hótað að loka verksmiðjunni ef fyrirtækið fær ekki sínu framgengt. Þetta eru ósmekklegar aðferðir að mínu mati. Einhver myndi kalla þetta frekju og yfirgang. Hvers eigum við Hafn firð ingar að gjalda? Eng inn, mér vitanlega, bað um þessa stækk un. Hver vill hafa risa álver inni í miðju þétt býli? Ágætu Hafn firð ing - ar! Hvaða rétt hefur Alcan til að búa til ólgu og sundurlyndi í okkar góða samfélgi? Hvaða rétt hefur Alcan til að raska og menga umhverfi okkar? Hvaða rétt hefur Alcan til að verðfella eignir okkar? Hvaða rétt hefur Alcan til að takmarka og rýra lífsgæði okkar? Þessum spurn - ingum og öðrum ámóta verður hver og einn að velta fyrir sér á næst unni. Í húfi eru hag mun ir okkar Hafnfirðinga til skemmri og lengri tíma. Þann 31. mars n.k. tökum við örlagaríka ákvörð un um framtíð bæjar - félags ins okkar. Ákvöðun sem mun marka þróun bæjarfélagsins næstu áratugina. Ákvörðun sem hver og einn þarf að taka út frá sinni framtíðarsýn fyrir Hafn - arfjörð. Höfundur er félagi í Sól í Straumi Hvaða rétt hefur ALCAN til að rýra lífsgæði okkar? Sigurður P. Sigmundsson Gasfélagið ehf Straumsvík óskar eftir að ráða starfsmann í almenn störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 8-16 daglega. Viðkomandi þarf að vera samviskusamur og stundvís. Umsóknir sendast á Gasfélagið, Straumsvík, 230 Hafnarfjörður eða gasfelagid@simnet.is Starfsmaður óskast Sundmenn Sundfélags Hafnar - fjarðar hafa náð góðum árangri á alþjóðlega mótinu Euro Meet 2007 í Lúxemborg en mótið er geysi lega sterkt sundmót, kepp - endur eru um 800, 79 klúbbar frá 23 þjóðum. Eftir laugardaginn var SH í 24. sæti klúbba þrátt fyrir að vera aðeins með 10 sundmenn á mót - inu. Einstakir sundmenn hafa verið að ná frábærum árangri, Hrafn - hildur Lúthersdóttir fékk gull - verðlaun í sínum aldurs flokki fyrir 200 metra bringu sund og bætti tíma sinn í 50 metra bringu sundi. Á sunnudeginum gerði hún enn betur og setti Íslands met í 100 m bringusundi í stúlkna flokki og synti á 1,13.04 mín. en eldra metið átti Íris Edda Heimisdóttir frá 2000. Hrafn - hildur bætti tíma sinn um 2,2 sekúndur og með árangrinum er Hrafnhildur búin að ná lámarki í B-afrekslið SSÍ. Örn Arnarson, einn fremsti sundmaður Íslendinga, hefur einnig verið að ná góðum árangri en hann er í miðjum undir - búningi fyrir alþjóðlegt erlent mót og er því í þyngri kantinum þessa dagana. SH-ingar stóðu stig vel í Lúxemborg Hrafnhildur Lúthersdóttir setti Íslandsmet L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Ýsa var það heillin Leiðrétting Á forsíðu síðasta blaðs mátti lesa að þynningarsvæðið minnk - aði um þriðjung. Þarna átti að sjálfsögðu að standa að svæðið minnkaði um tvo þriðju eins og tölur í fréttinni réttilega gáfu til kynna. Leiðréttist þetta hér með.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.