Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 11
Góðir Hafnfirðingar og aðrir les endur, nú þegar tillaga að deiliskipulagi fyrir stækkun álversins í Straumsvík liggur fyrir og það sem meira er að pólitísk samstaða er innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og í sátt við eigendur álversins. Takið eftir að þeir sem segjast vera á móti hafa ekki lagt fram annan valkost. Hver er þá staða málsins? Jú það á eftir að kjósa um deiliskipulagið meðal bæjarbúa. Nú er búið að landa öðrum málum sem skipta máli sem eru: • Land fyrir stækkun, útlits - hönnun, flutningur Reykjanes - brautar, starfsleyfi og rafmagn. Ég vil hér gera grein fyrir öðr - um hagsmunum sem skipta miklu við ákvarðanatöku, fyrir tækið hefur starfað hér í 40 ár og hefur skipt miklu máli fyrir þjóð félagið í heild, Hafnarfjörð, viðskipta - aðila, félagasamtök og okkur starfsmenn sem vinna þar. Það á ekki að vera þörf á að minna á að við orkuöflun hefur það skipt Landsvirkjum miklu að hafa svo stóran orkukaupenda og skilað því að Landsvirkjun á orkuverin, Hafnarfjarðarhöfn á höfnina í Straumsvík. Álverið hefur reynst traustur viðskipaaðili þar sem greiðslur skila sér á réttum tíma. Skoð um einnig styrki til félaga - samtaka, Alcan er orðið sýni legra í okkar samfélagi og þið munið að það var kvartað und an því á árum áður um frekar lítinn stuðn ing frá álverinu, en hér hef ur orðið veruleg breyt ing á til mikilla hags bóta fyrir hin ýmsu félagasamtök. Ég hvet þig lesandi góð ur hafið samband t.d. við ÍBH og leitaðu upp lýsinga um málið og fáið þar hlutlausar upplýsingar. Við starfsmenn eru ekki bara starfs menn Alcan við erum Íslend - ingar, við erum margir Hafn firðingar, margir íbúar í ná grenni ál vers - ins, við erum flest for - eldrar og höfum því marg háttaða hagsmuni að gæta í nútíð og framtíð. Við starfsmenn höfum mikil áhrif á okkar vinnustað m.a. í gegn um kjarasamning hlutað - eigandi verkalýðsfélaga og SA / ISAL, þar sem: • Gerður hefur verið heildar - kjara samningur frá upphafi og er fyrirmyndarsamningur, og hef ur samningurinn verið fyrir - mynd fjölda annarra samninga. • Það er minni launamunur en þekk ist milli sambærilegra starfs hópa í þjóðfélaginu, mesti mun ur er um 36% og það er ekki til kynjamunur í okkar kjara samningi. • Við sömdum um heilbrigðis- holl ustu og öryggismál t.d. ári áður en Vinnuverndarlögin voru samþykkt, við eigum full - trúa í öryggisnefnd fyrir - tækisins og fleiri nefndum í fyrir tækinu þar sem við höfum áhrif á okkar vinnuumhverfi. • Við sömdum um menntun fyrir ófag lærða og nefni ég þar Stóriðju skólann sem fyrirtækið hefur af miklum metnaði sinnt betur en nokkurt annað fyrir - tæki á Íslandi og fengið m.a. margháttaða viður kenn ingu fyrir. • Starfmenn geta minnkað vinnu við 55 ára aldur og flýtt starfslokum við 65 til 67 ára aldur þar sem starfsmaður fær ákveðna greiðslu í 3 ár, sama greiðsla til allra, nú um 130 þúsund á mán uði frá Alcan og fullur lífeyris réttur tryggður • Við erum með bónusa þar sem greitt er fyrir gæða-, umhverfis- og öryggisvitund og mælt ein - göngu atriði sem starfsmenn sjálf ir hafa áhrif á og er til hags bóta fyrir starfsmenn og fyrir tækið. • Lægstu byrjunarmánaðarlaun í dagvinnu brúttó eru um kr. 220.000 • Meðal mánaðarlaun fastráð - inna starfsmanna nú eru kr. 341.000 (hér er eingöngu átt við almenna starfsmenn fyrir ut an stjórnedur og sérfræð - inga) • Einnig er frír vinnufatnaður, frítt fæði og fríar ferðir. • Starfsaldur er hár, nú 15,5 ár, og meðalaldur starfsmanna er 47 ára, þessar staðreyndi segja sína sögu. Starfsmenn, fulltrúar þeirra og verkalýðsfélög starfsmanna hafa staðið sig vel við samningsgerð, vörslu réttinda og er þeim best treystandi til þess að svo verði áfram sem hingað til. Það á að gera kröfur um; • rafmagnsverð, í skattamálum, í umhverfis og mengunarmálum og það liggur allt fyrir. • til ríkisstjórnar og alþingis að samþykkja ILO samþykktina um vörn gegn óréttmætum upp - sögnum. • til ríkisstjórnar og alþingis að raforkuver verði áfram í eigu okkar Íslendinga og að þeim verði ekki komið í hendur ann - arra eigenda eða breytinga á eign araðild. Ég nefni þessi atriði öll, því öll skipta miklu máli og þú Hafn - firðingur góður og aðrir lesendur, því stækkun skapar mögu leika fyrir okkur öll og okkar af kom - endur beint og óbeint því þarna eru tækifæri, þarna eru störf fyrir ófaglærða sem síðna m.a. geta bætt við sig mennt un í fyrir tæk - inu, iðn aðar menn, tæknimenntað fólk á ýms um sviðum, hér er verið að tala um að fjölga starfs - mönnum um 300 og síðan er hægt að reikna áfram um afleidd störf o.s.fv. Ég við benda öllum þeim sem bera umhyggju fyrir innara og ytra umhverfi að þeir ættu að standa með okkur að stækkun því það tryggir að góður vinnu stað ur verði enn betri. Tryggjum möguleika á stækk un og þróun fyrirtækis og tryggj um áframhaldandi rekstur næstu 50 ár það minnsta. Við eigum samleið því þarna eru sameiginlegir hagsmunir þjóð arinnar, Hafnarfjarðar og Hafn firðinga, félagasamtaka, við - skiptaaðila og starfsmanna nú og í framtíð. Ég heiti á alla Hafnfirðinga, því við eigum samleið í kosn ingunum og segjum já við deili skipulagi sem samþykkt hefur ver ið af bæjarstjórn að leggja fram vegna stækkunar álversins í Straumsvík Höfundur er aðaltrúnaðar - maður starfmanna og starfs - maður síðan 1972. www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 1. febrúar 2007 Körfubolti Úrvalsdeild kvenna: Haukar - Hamar: 107-54 UMFG - Haukar: miðv.dag Bikarkeppni kvenna: UMFG - Haukar: 75-78 Handbolti 1. deild karla: Haukar 2 - Vík/Fjölnir: 28-31 Næstu leikir: Körfubolti 1. feb. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Keflavík (úrvalsdeild karla) 4. feb. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Keflavík (úrvalsdeild kvenna) Handbolti 6. feb. kl. 19, Kaplakriki FH-ÍBV (úrvalsdeild kvenna) 7. feb. kl. 20, Ásvellir Haukar - HK (úrvalsdeild kvenna) Körfubolti kvenna Haukar í bikarúrslit Haukastelpurnar leika við Keflavík í úrslitum bikar - keppni Lýsingar eftir nauman en góðan sigur á UMFG á sunnudag, 78-75. Úrslitaleikurinn verður laugardaginn 17. febrúar. ÍþróttirVið eigum samleið í álinu Gylfi Ingvarsson HRAFNISTA HJARTANLEGA VELKOMIN Starfsfólk á deild 4B og á vistheimili Hrafnistu leitar að góðum félögum til að slást í hópinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.