Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.02.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 08.02.2007, Blaðsíða 1
ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 6. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 8. febrúar Upplag 8.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 Opið alla daga til 21 HVALEYRARBRAUT www.as.is Sími 520 2600 Kennt á öskudag Vegna eindreginna óska foreldraráða og foreldrafélaga í grunnskólum bæjarins verður kennt á öskudag til kl. 11 og nemendum verða ekki gefin leyfi til að fara í bæinn á þeim tíma. Töluverð gagnrýni hefur verið á ferðir barna í fyrirtæki bæjarins til að reyna að fá sælgæti gegn söng. Búist er við dagskrá í flestum skólum í staðinn auk þess sem líklegt er að öskudagsball verði eftir hádegi að venju. Vilja ekki Capacent Sól í Straumi gerir athuga - semdir við val Hafnar fjarðar - bæjar á Capacent sem óháðum kynningaraðila í aðdraganda kosninga um stækkunina í Straumsvík á sama tíma og fyrir tækið vinni skoðana kann - an ir og markhópa grein ing ar fyrir Alcan. Skora samtökin á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína.Í könnun sem Talnakönnun gerði fyrir Vísbendingu dagana 17. - 22. janúar sl. meðal Íslend - inga kemur í ljós að 55% þeirra sem tóku afstöðu voru fylgjandi stækkun álversins í Straumsvík en 45% á móti. Mikill munur var á afstöðu kynj anna en tveir af hverjum þremur körlum studdu stækkun ina en aðeins 43% kvenna. Yfir 80% svarenda höfðu myndað sér skoðun á málinu en konur voru áberandi óákveðnari í afstöðu sinni. Vert er að geta að könnun þessi var gerð hjá úrtaki af öllu landinu en það verða aðeins Hafnfirð - ingar sem fá að taka afstöðu til þess hvort auglýsa eigi deili - skipulagstillöguna. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam þykkti að tillaga að deili - skipu lagi vegna stækkunar álvers ins í Straumsvík dags. 15. jan. 2007 verði auglýst með fyrirvara um niðurstöðu vænt - anlegrar atkvæðagreiðslu meðal íbúa í Hafnarfirði um deili - skipulagstillögunaa Meirihluti landsmanna fylgjandi stækkun álversins En það verða Hafnfirðingar einir sem fá að ráða L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Um 150 manns mættu í 100 ára afmæli Verkalýðsfélagsins Hlífar sem haldið var í Íþrótta - húsinu við Strandgötu. Vel var staðið að hátíðinni og umgjörð glæsileg. Kristján G. Gunnars - son, formaður Verka lýðs- og sjó - mannafélags Keflavíkur var veislustjóri og fórst vel úr hendi Margir héldu ávörp og færðu félaginu gjafir en hápunktur dagsins var þegar Kolbeinn Gunn arsson, formaður afhenti gullmerki félagsins. Ekki er vitað nákvæmlega um daginn sem félagið var stofnað sem mun þó hafa verið um mánaðarmótin janúar - febrúar 1907 en til gamans má geta að Kvenfélagið Hlíf á Akureyri varð 100 ára 4. febrúar, daginn sem afmælishátíð Hlífar var haldin. Fengu gullmerki á 100 ára afmæli Verkalýðsfélagið Hlíf fagnaði aldarafmæli sínu L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Hversu lengi fáum við að sjá svona við bæjardyrnar? Kolbeinn Sigurjónsson, Guðríður Elíasdóttir, Hörður Sigursteins - son, Þorbjörg Samúelsdóttir og Sigurður T. Sigurðsson fengu gullmerki Hlífar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.