Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.02.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 08.02.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. febrúar 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Nú er aldeilis hægt að smjatta á hlutunum því hvert deilu- og hneykslismálið rekur annað. Það dugir ekki deila um álversstækkun, heldur hafa bæst við mál eins og kostunarmál svo ekki sé talað um hneykslismálið í Byrginu og óhugnan - legar frásagnir af illri veru drengja á vistheimlinu Breiðavík. Hafnfirðingar voru lengi að taka við sér í umræðunni um stækkun álversins í Straums vík og frásagnir af vondri veru í Breiðuvík komu m.a. fram í bókinni „Stattu þig drengur“ árið 1980. Kannski er þjóðin nú betur undir það búin að takast á við erfið mál og hætt að reyna að hunsa allt fram af sér og halda að ekkert sé hægt að gera. Kostun fyrirtækja er engin nýlunda og hafa íþróttafélögin nýtt sér þessa aðferð lengi auk þess sem ljósvakamiðlar hafa fengið fyrir - tæki til að kosta sýningar og þáttagerð. Nú vilja fyrirtæki kosta vegalagningu yfir hálendið en vilja að sjálfsögðu fá fjárfestingu sína endurgreidda en það á við flesta kostun – allir vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Fulltrúi VG í fræðsluráði kallar eftir upplýsingum um styrktarbeiðnir (hlýtur að eiga að vera styrktarboð) fyrirtækja til skóla bæjarins síðustu tvö ár og spyr hvort kostunarsamningar séu í gildi. Peningaöflin eru komin til að vera og það hlýtur að vera eðlilegt að peningar renni aftur til þjóðfélagsins, annars væri ekkert gagn af þeim. Það hlýtur líka að vera jafn eðlilegt að þeir sem taki við kostun setji sér reglur eða lúti reglum og að tryggt sé að það sé enginn feluleikur með slíka samninga. Enginn gerir neitt nema gegn þóknun, hvort sem hún er í formi þakklætis eða ágóða og það þarf að vera ljóst hver ágóðinn er í hverju máli. Guðni Gíslason Vilja bæta við skipulagsdegi Í nýlegum kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaganna og Kennarasambands Íslands, vegna leikskólakennara, er því beint til rekstraraðila leikskóla að fjölga skipulagsdögum leik - skólakennara. Fræðsluráð vill efla faglegt starf leikskóla Hafn arfjarðar enn frekar og stuðla að því að fá fleira fag lært starfsfólk til starfa og leggur til að skipu - lagsdögunum verði fjölgað úr þremur í fjóra frá og með næsta skólaári og óskar um - sagnar leikskólastjóra og for - eldraráðs leikskólabarna. Svar við til kynningu Sól í Straumi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gagn - rýnt er að Hafnarfjarðarbær sé að vinna með Capacent Gallup að kynningu vegna fyrir hug - aðrar íbúakosningar 31. mars. Hafnarfjarðarbær hefur góða reynslu af því að vinna með Capacent Gallup og hefur fyrir - tækið unnið heiðarlega og hlut - lægt að þeim verkefnum sem þeir hafa unnið fyrir Hafn ar - fjarðarbæ á liðnum árum. Á næstu dögum verður farið í markvissa kynningu á deili - skipulaginu og kosningunni, opn uð verður heimasíða með kynningarefni, bæklingur fer í öll hús í bænum í lok febrúar og í mars verður fundaröð um ein - stök málefni sem tengjast fyr ir - hugaðri stækkun álversins í Straums vík. Allir málsaðilar fá tæki færi til að koma sjónar mið - um sínum á framfæri í þeim kynn ingum sem fram und an eru. Bæjarbúar geta treyst því að það kynningarefni sem fram kemur frá Hafnarfjarðarbæ verð ur sett fram með hlut laus - um hætti. Það er trú Hafnar - fjarð arbæjar að Capacent Gall - up muni starfa af fullum heil - indum og heiðarleika að því verkefni sem því hefur verið fal ið í tengslum við íbúa - kosningar í Hafnarfirði 31. mars og í fullu samráði við alla máls aðila, jafnt þá sem andvígir eru samþykkt fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu, sem og þá sem eru henni fylgjandi. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsinga- og kynningar - fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. www.hafnarf jardark i rkja. is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 11. febrúar Sunnudagaskólinn kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri Guðsþjónusta kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Sunnudaginn 11. febrúar Guðsþjónusta kl. 11 Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Organisti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju. Sunnudagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. Æðruleysismessa kl. 20 Prestar: Sr. Ólafur Jens Sigurðsson og sr. Gunnþór Þ. Ingason. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syngur. Einsöngvari: Edgar Smári Atlason Æskulýðsfundir Æskó mánudaga kl. 20-21.30 Barnastarf T.T.T. 10-12 ára, þriðjud. kl.17-18.30. Krakkakirkja 7-9 ára, fimmtud. kl.17-18.30. Ungbarnamorgnar fimmtudaga kl.10-12. Fullorðinsfræðsla: Sjá heimasíðu. Sýningar Kvikmyndasafnsins Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd myndin Prét-á-Porter frá 1994 eftir Robert Altman. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Michael Anderson frá 1956. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu Jules Verne og í aðalhlutverjum eru David Niven og Cantinflas. Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, þriðjudaga kl. 20 og laugardaga kl. 16. Grímuleikar hestamanna Hinir árlegu, opnu Grímuleikar verða haldnir á laugardaginn kl. 16 að Sörla stöðum v/ Kaldárselsveg. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Konur, karlar, ungmenni, unglingar, börn, pollar. Á Grímuleikum fær ímyndunarafl hestamanna að njóta sín. Alls kyns furðuverur mæta þá til leiks og keppa um verðlaun, álfar, drottningar, kóngar og krókódílar skella sér á hestbak. Veitt eru verðlaun fyrir besta búning og skemmtileg tilþrif. Kaffi og með því í veitngasölu Sörla. Allir velkomnir. Hraðskákmót Riddarans Hraðskákmót Riddarans, skákklúbbs Hafnarfjarðarkirkju er alla miðviku - daga kl. 13-17. Aðalfundur FH Aðalfundur Knattspyrnudeildar FH verður haldinn á mánudaginn kl. 18 í Kaplakrika. Nýjar sýningar í Hafnarborg Opnuð verður sýning á verkum grafíklistakonunnar Drafnar Frið - finns dóttur í Hafnarborg á fimmtu - daginn kl. 17 en hún lést árið 2000, 54 ára gömul. Dröfn lét mikið að sér kveða í íslensku listalífi og haslaði sér völl í einum erfiðasta geira grafík - listarinnar, tréristunni. Á stuttum en afkastamiklum ferli vann hún fjöl - margar tréristur sem marka henni mikla sérstöðu í sögu íslenskrar grafík listar. Þá opnar Hrafnhildur Inga Sig urð ar - dóttir, málverkasýningu sína, Land - brot, í Hafnarborg á fimmtu daginn kl. 17. Málverk Hrafnhildar Ingu eru gjarnan úr íslenskri náttúru. Fossar, lækir og lænur, álar og vötn og aurar eru einkennandi fyrir þessa sýningu sem ber heitið Landbrot. Þar er vísað til breytinga í íslenskri náttúru, bæði af manna og náttúrnnar völdum. Sýningarnar standa til 4. mars. Sýning í Gamla Lækjarskóla Galleríið Art-Iceland opnaði myndlistasýningu sl. laugardag í Gamla Lækjarskóla í samstarfi við Námsflokka Hafnarfjarðar. Þar eru verk 10 listamanna sýnd víða um húsið, fjölbreytt og áhugaverð verk.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.