Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.02.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 08.02.2007, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. febrúar 2007 Við kunnum að meta eignina þína! Fyndnasta leikritið í bænum “Hló alla leiðina heim” Síðustu sýningar Miðapantanir í síma 555-1850 848-0475 leikfelagid@simnet.is Laugardaginn 10. febrúar kl.20 Sunnudaginn 11. febrúar kl.20 Föstudaginn 16. febrúar kl.20 Uppselt “Er viss um að hlæja ef ég kemst” Sýnt í gamla Lækjarskóla “Hlæ ennþá”Sigríður Lára, Egilstöðum Ragnar, Hafnarfirði Gagnrýnandi Morgunblaðsins Ráðskona BakkabræðraÓperan Flagari í framsókn(The Rake´s Progress) eftir Igor Stravinsky verður frumsýnd í Íslensku óperunni á morgun og eru þátttakendur í sýningunni rúmlega sextíu og þar af eru sjö frá Hafnarfirði. Fyrstan af Hafnfirðingunum ber að nefna Ágúst Ólafsson baritónsöngvara sem fer með hlutverk hins skuggalega Nick Shadow, en Ágúst er eini fast - ráðni söngvarinn við Íslensku óper una um þessar mundir. Eyjólfur Eyjólfsson tenór er ung - ur og upprennandi söngvari sem fer með hlutverk upp boðs hald - arans Sellem í verkinu. Kór - félagarnir Hanna Björk Guð - jóns dóttir, Jóhanna Ósk Vals - dóttir, Ásgeir Páll Ásgeirsson og Kristján Helgason fara öll á kostum á sviðinu. Síðast en ekki síst er það Antonía Hevesi en hún spilar listilega á píanóið bæði á æfingum sem og sýning - um á verkinu. Óperan Flagari í framsókn eftir Igor Stravinsky byggir á átta litógrafíum eftir William Ho garth frá árunum 1733-1735 sem lýsa falli hins unga Tom Rake well. Texti óperunnar er eftir breska ljóðskáldið William H. Auden og Chester Kallmann. Verk ið var frumsýnt í Feneyjum árið 1951 og er Flagari í fram sókn talin ein vinsælasta ópera sem samin hefur verið eftir daga Puccinis en þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sett upp hér á landi. Að sögn Halldórs E. Laxness leikstjóra er Flagari í framsókn harmrænn gamanleikur og gam - ansamur harmleikur og Halldór segir að búast megi við skemmti - legri, fallegri og drama tískri sýningu á verkinu í Óper unni. Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky en í aðalhlutverkum eru Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran og Gunnar Guð björns - son, tenór sem syngja hlutverk flagarans Tom Rakewell annars - vegar og hinnar saklausu, sviknu og yfirgefnu Anne Trulove hins - vegar. Sextán manna kór Íslensku óper unnar og 39 hljóð - færa leik ar ar taka einnig þátt í sýn ingunni. Sjö Hafnfirðingar í Óperunni Flagari í framsókn frumsýnd í Íslensku óperunni á morgun F.v.: Antonía, Hanna Björk, Ágúst, Kristján, Ásgeir Páll, Eyjólfur og Jóhanna Ósk. Söngkeppnin Hraunrokk var haldin sl. föstudag en þar keppa fulltrúar allra félagsmiðstöðva bæjarins og var mikil stemmning í Víðistaðaskóla þar sem keppnin var haldin. Hljómsveitin Rúnir úr Hraun - inu, Víði staðaskóla sigraði en hljóm sveitin Öldubandið með þeim Agli, Ottói og Sigurjóni úr Öldunni, Öldutúnsskóla hreppti 2. sætið. Í þriðja sæti lentu strákar úr Vitanum, Lækjarskóla, Kjartan og Raggi en þeir kalla sig Mama Jam. Stórsveit Davíðs úr Hrauninu hlaut aukaverðlaun fyrir bestu lagasmíðar. Hver hljómsveit flutti eitt frumsamið lag og 1-2 önnur. Hljómsveitin Royal fanclub, sem sigraði í hljómsveitakeppni Bjartra daga, spilaði fyrir gesti og ný stúlkna - sveit steig á svið. Rúnir besta hljómsveitin Árlega veitir Foreldraráð Hafnarfjarðar verðlaun þeim sem ráðið telur hafa skarað fram úr á árinu en við veitingu verðlaunanna er sérstaklega litið til verkefna sem hafa eflt skólasamfélagið. Sl. föstudag veitti ráðið Sveini Alfreðssyni, deildarstjóra Fjöl - greinanámsins, foreldra verð - launin fyrir starfsárið 2005-6. Sagði Helena Mjöll Jóhanns - dóttir, formaður ráðsins Svein vera vel að verðlaununum kom - inn og rakti í ræðu sinni upp - byggingu Sveins á Fjöl greina - náminu sem vakið hefur mikla athygli. Foreldraráð Hafnarfjarðar veitir verðlaun: Sveinn fékk foreldraverðlaunin Helena Mjöll og Hlynur Guðjónsson úr Foreldraráðinu ásamt Sveini Alfreðssyni með verðlaunin, mynd eftir Rúnu. Hljómsveitin Rúnir úr Hrauninu, Víðistaðaskóla L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n Mama Jam lenti í 3. sæti L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Kringlan Reykjavíkurvegur 74 Suðurlandsbraut 4A konditori.is 588 1550 Kaffihús og bakarí morgunverður og hádegisverður Alhliða veisluþjónusta & salir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.