Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.02.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 15.02.2007, Blaðsíða 1
Tillaga að samgönguáætlun til 4 og 12 ára var lögð fyrir Alþingi í vikunni þar sem m.a. kemur fram að tvöföldun á Reykja - nesbraut frá kirkjugarði að Krýsu víkurvegi hefjist á næsta ári og ljúki árið 2010 og áætlaður um einn milljarður kr. í verkið. Ekki virðist vera gert ráð fyrir mislægum gatnamótum við Kaplarkrika eða við Lækjargötu en mislæg gatnamót verði gerði við Bústaðaveg, Arnarnesveg, Vífil staðaveg, og við Krýsu vík - ur veg, öll á næstu þremur árum. Skv. tillögunni er gert ráð fyrir að ljúka tvöföldun Reykja nes - brautar á öðru tímabili 12 ára áætl unarinnar, þ.e. á árunum 2011-2014 en lokið verði við gerð mislægra gatnamóta árin 2015-2018. Enginn Ofanbyggðavegur Ofanbyggðavegurinn er ekki á áætluninni nema að Elliða - vatnsvegur (Flóttamannavegur) verð ur endurbættur á öðru og þriðja tímabili. Álftanesvegurinn verð ur skv. áætluninni endur - byggður í ár og á næsta ári. Gunnar Svavarsson, forseti bæjarsjórnar Hafnarfjarðar segir vonbrigði hversu litlu fjármagni sé veitt í SV-kjördæmi og greini - legt að samgöngu mála ráðherra þekki ekki vitjunartíma Ofan - byggðavegar sem Hafnfirðingar og Garðbæingar væru sammála um að væri mjög brýnt að leggja á næstu árum. Segir hann veginn hafa verið í vinnugögnum Vega - gerðarinnar fyrir hálfum mánuði og því mikil vonbrigði að hann hafi verið skorinn burtu. ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 7. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 15. febrúar Upplag 8.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 www.as.is Sími 520 2600 Actavis kaupir á Indlandi Actavis hefur keypt lyfja - verksmiðju indverska lyfja - fyrirtækisins Sanmar Specialty Chemicals Ltd, sem sérhæfir sig í framleiðslu á virkum lyfja efnum. Verksmiðjan hefur hlot ið samþykki bandarískra lyfja yfirvalda og hefur undan - farin ár selt framleiðslu sína til Banda ríkjanna og Evrópu. Verksmiðjan framleiðir 15 virk efni, auk þess sem unnið er að þróun rúmlega 10 til viðbótar. Kaup verð verksmiðjunnar er ekki gefið upp. Með kaupunum styrkir Acta - vis framleiðslugetu sína fyrir virk lyfjaefni og telja stjórn - endur félagsins að með því skapist góð tækifæri til þess að lækka framleiðslukostnað sam - stæðunnar á næstu árum. Aron þjálfar Hauka Aron Kristjánsson, þjálfari Skjern í Danmörku tekur við þjálfun karlaliðs Hauka í Handbolta á næsta tímabili. Aron er uppalinn í Haukum og þekkir því vel til á Ás - völlum en hann gerði 3 ára samning. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Hér sakna margir mislægra gatnamóta Bíða mislæg gatnamót í Hafnarfirði? Tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði í bið vegna skipulagsmála Stofnfundur stuðningsmanna stækkunar álversins í Straumsvík var haldinn á mánudaginn en að stofnuninni standa fyrirtæki sem vinna beint eða óbeint fyrir Al - can. Félagið fékk nafnið „Hag ur Hafn arfjarðar“ og í stjórn voru kosin, Ingi Rútsson, Unnar Hjaltason, Baldur Baldursson, Jó hanna Fríða Dalkvist og Ágústa Steingrímsdóttir. Stefnt er að því að halda opinn fund sem allra fyrst þar sem fleiri geta gerst stofnfélagar. „Hagur Hafnarfjarðar“ Stuðningsmenn stækkunar álversins mynda félag

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.