Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.02.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 15.02.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. febrúar 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Bæjarstjórnin var einhuga þegar hún beindi því til stjórnar Strætó, að hún taki upp viðræður við umhverfisráðuneytið og samgöngu ráðu - neytið um möguleika ráðuneytanna í kostnaði við gjaldfrjálsar almenningssamgöngur á höfuð - borgarsvæðinu. Þetta er kannski bara hænufet áleiðis en skref í rétta átt. Kannski það takist að fá fólk til að nýta almenningssamgöngur og spara þessa gríðarlegu bílanotkun. Hins vegar vissi fráfarandi framkvæmdastjóri Strætó ekki hverjar tekjur væru af innanbæjarakstri í Hafnarfirði þegar undirritaður spurði hann svo eitthvað vantar upp á að lykiltölur í rekstrinum liggi fyrir. Nú er búið að stofna samtök til stuðnings stækkun álversins. Þar fóru fremstir, forsvarsmenn fyrirtækja sem vinna mikið fyrir Alcan og segja þeir einsýnt að verði álverið ekki stækkað, verði það lagt niður og það muni hafa gífurleg áhrif á fjölmörg fyrirtæki í Hafnarfirði. Spennandi verður að sjá hvernig þetta nýja félag ætlar að berjast fyrir sínum skoðunum en þetta sýnir þó að Hafnfirðingar geta, ef hart er barið á, hópast saman um málefni sem skipta bæjarbúa miklu. Gaman væri ef bæjarbúa létu sig skipulagsmál almennt skipta máli og mættu á auglýsta fundi sem Hafnar - fjarðarbær stendur fyrir. Hverfafundir, lesist íbúaþing, mættu vera haldnir reglulega og verður fundur íbúa í Vestur- og Norðurbæ vonandi til þess að auka áhuga íbúa hverfanna á umhverfi sínu og að standa vörð um útivistarsvæði. Víðistaðatúnið er gott dæmi um svæði sem þarf að standa vörð um og það var ekki spennandi að hlusta á bæjarfulltrúa tala um að taka frá svæði undir grunnskóla við túnið, sem örugglega skerðir aðkomu og bílastæði við svæðið. Guðni Gíslason Flottar í fótbolta Halda málþing um kvennaknattspyrnu í Hafnarfirði Málþing um kvenna knatt - spyrnu í Hafnarfirði sem halda á í Víðistaðskóla 17. febrúar nk. er hluti stefnu mótunar - vinnu fyrir meistaraflokk og 2. flokk kvenna í knattspyrnu hjá FH. Markmið málþingsins er að ræða málefni kvenna knatt - spyrnunnar svo sem mögu - legar ástæður brottfalls ungl - ingsstúlkna, leiðir til að sporna við því, tækifæri stúlkna sem stunda knattspyrnu og að stöðu, aðbúnað, stuðning o.fl. Meistaraflokksráðs kvenna hefur það að leiðarljósi að efla meistaraflokk FH í kvenna - knattspyrnu og stefnir að því að félagið blandi sér í topp - baráttu úrvalsdeildarinnar á næstu árum og verði eitt af sterk ustu vígjum kvenna knatt - spyrnu hér á landi. Til þess að ná því markmiði þarf að auka þátttöku hafnfirskra stúlkna í knattspyrnu efla starf 2. fl. og meistaraflokks kvenna í FH sem og félagslegan stuðning við stelpurnar. Fjölmargir fyrirlesarar verða á málþinginu m.a. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta - málaráðherra, Helena Ólafs - dóttir, fv. landsliðsþjálfari, Auðunn Helgason, fyrirliði FH og Margrét Gauja Magnús - dóttir. Fjarðarpósturinn spurði Heglu Friðriksdóttur, formann meistaraflokksráðs kvenna hjá FH, af hverju þingið væri haldið: „Á síðustu árum hefur verið mikil gerjun í hafnfirskri kvennaknattspyrnu. Þetta sést best á því að nú eru 30-50 stelpur að æfa fótbolta í hverjum flokki frá 3. - 8. flokks hjá FH sem er gríðarleg fjölgun og hefur árangur þeirra og liðsandi á mótum vakið eftirtekt og aðdáun. Hér er margt sem spilar inní s.s gott unglingastarf hjá FH, stuðn - ingur bæjaryfirvalda og sjálf - sagt almennt aukinn áhugi fyrir fótbolta. Það veldur hins - vegar áhyggjum að þegar að komið er í 2. flokk og meist - ara flokk er eitthvað sem gerist. Við missum stelpurnar úr fótbolta eða til annara félaga, og oft á tíðum höfum við hrein lega ekki geta mannað liðið okkar í meistaraflokki. Við þessu verður að bregðast og er málþingið hugsað sem fyrsta skrefið í stefnu mörk - unarvinnu fyrir 2. flokk og meistaflokk kvenna hjá FH.“ www.hafnarf jardark i rkja. is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 18. febrúar Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri Guðsþjónusta kl. 13.00 Prestur: Sr. Kjartan Jónsson Einsöngur: Sigurður Skagfjörð Organisti: Guðmundur Sigurðsson Aðalsafnaðarfundur verður í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu sunnudaginn 25. febrúar Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Sunnudaginn 18. febrúar Guðsþjónusta kl. 11 Nýstofnaður Gradualekór kirkjunnar syngur í fyrsta sinn við helgihald. Guðmundur Sigurðsson organisti og kantor boðinn velkominn til starfa. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimili og Hvaleyrarskóla. Sýningar Kvikmyndasafnsins Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd myndin Umhverfis jörðina á 80 dögum frá 1956. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin Passage to India eftir David Lean. Myndin sem byggir á skáldsögu E.M. Forster er frá árinu 1984 og segir frá því þegar hvít kona á ferðalagi um Indland á þriðja áratugnum sakar indverskan lækni um nauðgun. Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6. Fróðleiksmolar í Pakkúsinu Saga kvikmyndasýninga í Hafnarfirði Í kvöld kl. 20 í Pakkhúsi Byggða - safans Hafnarfjarðar Vesturgötu 8, mun Sverrir Þór Sævarsson sagn - fræðingur fjalla um kvikmynda - sýningar í Hafnarfirði á sjötta og sjö - unda áratug tuttugustu aldar. Þegar Reykvíkingar og aðrir landsmenn flykktust til Hafnarfjarðar til að fara í bíó. Fór það orð af kvikmyndahúsum Hafnarfjarðar að þar mætti nálgast fjölbreytt úrval af góðum kvik - myndum, oft af listrænum toga. Hefur kvikmyndahúsum bæjarins jafnvel verið lýst sem Mekka kvik mynda sýn - inga á Íslandi á þessu gullaldartímabili þeirra. Erindi Sverris er hluti af fyrir - lestra röð Byggðasafns Hafnarfjarðar sem ber yfirskriftina „Fróðleiksmolar í Pakkhúsinu“. Aðalfundur kvenfélags Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju heldur sinn árlega aðalfund fimmtudaginn 22. febrúar kl 20.30 í Vonarhöfn, gengið inn Suðurgötumegin. Á dag - skrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kaffi veitingar og í heimsókn kemur Guðbjörg Jóna Magnúsdóttir sem kynnir hönnun sína á alls konar skinnum. Hönnun hennar heitir Nana. Allir hjartanlega velkomnir. ITC fundur Tjáningarsamtökin halda fund þriðju - daginn 20. febrúar kl 20.15 í Vonar - höfn, Safnaðarheimili Hafnarfjarðar - kirkju. M.a. verður fræðsla um hvernig á að tala út frá punktum. Allir vel - komnir. Fiskibollur á bolludaginn Greinar á: www.fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.