Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.02.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 15.02.2007, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 15. febrúar 2007 www.frikirkja.is Fríkirkjan Sunnudaginn 18. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldguðsþjónusta kl. 20 Allir velkomnir Á AÐ STÆKKA ÁLVERIÐ? Opin fundur Samfylkingarfólks í Hafnarfirði í Bæjarbíói n.k. miðvikudag, 21. febrúar kl. 20 Frummælendur: Jón Baldvin Hannibalsson • Tryggvi Harðarson • Þórunn Sveinbjarnardóttir Nú skiptir máli að mæta Gott að hafa með 1000 kr. Allir velkomnir Samfylkingarfólk í Hafnarfirði F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 7 0 2 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Hvaleyrarskóli gerðist for ystu - skóli í Markvissri málörvun í sumar. Í því felst viðurkenning á því að skólinn okkar er að vinna að einstæðu verkefni. Þetta verk - efni, Markviss mál örvun, er nokkuð sem flestir foreldrar Hval eyrarskóla kann ast við, því þessi kennslu grein hefur ver ið föst á stundatöflu nem enda nánast frá stofn un skól ans og hef ur því verið eitt af helstu sér - kennum skól ans. Börn in í 1.-7. bekk hafa tekið próf í þess ari námsgrein og hún hefur kom ið fram á prófskírteini þeirra á vorin. En hvað skyldi vera kennt undir þessu heiti? Mark mið okkar er að nemendur eignist sinn samastað í tungunni með því að læra markvisst talað mál og hlustun. Börnin læra strax í 1. bekk að koma upp í púlt og flytja litla frásögn, vísu eða lesa heimasöguna sína ef þau eru orðin læs. Þau læra að vinna bug á feimninni og óörygginu sem fylgir því að standa fyrir framan hóp og flytja mál sitt, með markvissum æfingum. Til að skapa þetta öryggi notum við ýmsa leiki til tjáningar, og verkefni hins almenna náms eru gjarnan flutt munnlega fyrir framan bekkinn, allt upp í unglingadeild. Í miðdeild ætlum við að vinna með umræðuhópa, þar sem hin ýmsu verkefni íslenskunnar, samfélagsfræðinnar eða kristin - fræð innar verða leyst með um - ræðum og niðurstöðum, sem síð - an eru fluttar fyrir framan bekkinn. Slík vinna hef ur oft verið í sam félagsfræði greinum í unglinga deildinni og hefur gef ist vel og verður unnin þar áfram. Einnig hef ur unglingadeildin unn ið með ýmsa hóp eflis leiki og ekki síst ræðu formið þar sem nem endur æfast í að flytja ýmsar tegundir af ræðum. Í haust byrjuðum við á samverustund einu sinni í viku fyrir yngri- og miðdeild þar sem hver árgangur flytur atriði til skemmtunar eða fræðslu. Þar reynir á að hlusta, koma fram fyrir stærri hóp en nemandi er vanur og vera búin að undirbúa sig vel. Á næsta ári mun ungl inga - deildin bætast við og hafa sína eig in samverustund á sal. Að vera forystuskóli þýðir að við getum þróað verkefnið okkar betur áfram, við erum til góðrar eftirbreytni og munum kynna verkefni okkar fyrir öðrum skólum í Hafnarfirði og vera til leiðsagnar hverjum sem leitar eftir henni. Við bendum fólki sérstaklega á heimasíðu skólans www.hvaleyrarskoli.is þar sem er að finna krækju á Markvissa málörvun. Þar eru fréttir af starfi okkar í vetur og ýmis verkefni því tengdu. Við teljum að við séum að vinna einstakt verkefni sem mun koma nemendum til góða í framtíðinni. Hafdís Sigmarsdóttir, verk - efnis stjóri í Markvissri málörvun Forystuskóli í Markvissri málörvun Óskum eftir starfkrafti, á besta aldri, á verkstæði okkar Fjölbreytt og þrifalet starf Upplýsingar gefnar á staðnum DALSHRAUNI 5 Í kvöld kl. 20 gengst Lands - mála félagið Fram fyrir mál - fundi í Kænunni, um stækkun álversins í Straums vík. Frum - mælendur verða Andri Snær Magnason rit höfundur og Guð - laugur Þór Þórðar son alþingis - maður og for maður umhverfis - nefndar Al þingis. Eftir fram - sögur verða pallborðsumræður og taka þátt í þeim auk Guð - laugs og Andra, Pétur Óskars - son frá Sól í Straumi, Lúðvík Geirsson bæjar stjóri, Haraldur Þór Óla son oddviti sjálf stæðis - manna og fulltrúi frá Alcan. Fundarstjóri verður Hallur Helgason. Málfundur um deiliskipulag álverslóðar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.