Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.02.2007, Page 1

Fjarðarpósturinn - 22.02.2007, Page 1
Sagt er að öskudagur eigi sér átján bræður og því geta menn búist við þeim köldum á næst - unni ef satt reynist. Krakkarnir létu kuldann ekki á sig fá og þrömmuðu um bæinn eftir skóla, sungu, dönsuðu og fengu sæl - gæti eða kökur að launum. Í Öldutúnsskóla unnu Þórdís Heiða Kristjánsdóttir og Hildur Guðný Þórhallsdóttir, ásamt kennaranemum frá Tón listar - skóla FÍH, tónlistarverkefni með nemendum 6. bekkjar og var verkið flutt á öskudag við mjög góðar viðtökur. Í hljómsveitinni voru 60 nemendur og stóðu sig með mikilli prýði. Bráð skemmti - legt verk. Hjá nágrönnum okkar á Álftanesi var Karneval þjóðanna, verkefni sem 6-16 ára nemendur höfðu unnið en hver bekkur túlk - aði menningu einnar þjóðar. Verkefnið er hluti af stærra verk - efni sem nefnist Stefnumót við listina. Búningar nemendanna urðu því á mörgu öðruvísi en á hefðbundnu öskudagsballi. Hér í bæ voru nemendur í skól anum til kl. 11 og var dag - skrá mismunandi eftir skólum en öskudagsball var í Íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem tölu - verður fjöldi mætti og skemmti sér. ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 8. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 22. febrúar Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 Opið alla daga til 21 HVALEYRARBRAUT www.as.is Sími 520 2600 Viðurkenna skemmdarverk Earth Liberation Front, ELF sem heldur úti heimasíðunni, savingiceland.org gortar sig af því að hafa skemmt þrjár vinnuvélar hjá Alcan í byrjun janúar. Reyndar tilheyrðu þær ekki Alcan en voru í eigu Ístaks sem vinnur að gerð dælu- og hreinsstöðvar fyrir Hafnar - fjarð arbæ. Það eru greinilega ekki vönduð vinnubrögð hjá þeim sem „vilja vernda Ísland“. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Öskudagsskreyttir nemendur fluttu tónverk í Öldutúnsskóla Gleði og grín á kuldalegum öskudegi 60 manna hljómsveit spilaði í Öldutúnsskóla Birgitta, Kristín, Gígja og Hilda Ragnheiður, Harpa og Yrsa. Komu hressar í heimsókn til Fjarðarpóstsins L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Öskupokinn lifir – risastór! L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.