Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.02.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 22.02.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. febrúar 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Á þessum tíma árs hefur mér oft fundist frið - samlegt, en svo er ekki nú. Hart er deilt um stækk un álversins, komu klámmynda framleið - enda til landsins, árásargirni Bandaríkjaforseta auk þess sem menn hneykslast á sofandahætti stjórnvalda sem dældu út peningum í Byrgið án nokkurs aðhalds. Oft hefur þessi tími árs verið rólegur, allavega í Hafnarfirði. En svo er ekki nú og það er margt sem deila má um. Hvort reisa eigi 12 hæða hús við Strandgötuna, reisa fimm hæða hús við Flata - hraunið, reisa einbýlishús í Stekkjarhrauni, hvort bæjarsjóður eigi að bjarga illa reknum íþróttafélögum og jafnvel hvort alltaf eigi að borga 80% af öllum byggingum íþróttafélaga, sama í hvað bygg - ingarnar eru notaðar. Álögur á fasteignaeigendur hækka og spyrja má hvaða vit sé í því að tengja gjald fyrir vatn og frárennsli við verðmæti húss og lóðar. Menn kvarta yfir því að t.d. rafhlöðum sé ekki skilað til eyðingar. Hins vegar þurfa íbúðareigendur að greiða fyrir s.k. græna tunnu og greiða lágmarksgjald ef einni flís er skilað í Sorpu, nema starfsmaðurinn þar sé í góðu skapi og brjóti á gjaldskránni fyrir viðskiptavininn. Auðvitað hendum við alltof miklu en betra er að hafa móttöku sorps góða og gjaldfrjálsa heldur en að fólk hendi drasli á víðavangi. Hins vegar mætti setja skilagjald á sígarettu - stubba, ekki seinna vænna áður en landsmenn verða reknir út með óþverrann sinn. Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að taka betur á sorpmálum bæjarins og gera Hafnarfjörð að hreinum bæ. Hann er það alls ekki núna og bæjarbúar skulda bænum snyrtimennsku í afmælisgjöf. Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 25. febrúar Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri Guðsþjónusta kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar Prédikun: Ólafur Magnússon Prestur: Bragi J. Ingibergsson Aðalsafnaðarfundur verður í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Sunnudaginn 25. febrúar Guðsþjónusta kl. 11 Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason Organisti: Guðmundur Sigurðsson Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju Sunnudagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. Æskulýðsstarf - Mánudaga kl. 20 Barnastarf T.T.T. (10-12 ára) - Þriðjudaga kl.17-18.30 Krakkakirkja (7-9 ára) - Fimmtudaga kl.17-18.30 Ungbarnmorgnar - Fimmtudaga kl.10-12 Fullorðinsfræðsla - sjá heimasíðu. Hraðskákmót Riddarans, miðvikudaga kl.13-17. Sýningar Kvikmyndasafnsins Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd myndin Passage to India eftir David Lean. Myndin sem byggir á skáldsögu E.M. Forster er frá árinu 1984 og segir frá því þegar hvít kona á ferðalagi um Indland á þriðja áratugnum sakar indverskan lækni um nauðgun. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd fyrsta myndin af þremur sem kvik - myndagerðarmaðurinn Hilmar Odds - son hefur valið á dagskrána í vetur. Þetta er myndin Spegillinn (1975) eftir kvikmyndaskáldið Andrei Tar - kovsky. Myndin sýnir æsku hans á dögum seinni heimstyrjaldarinnar og ungl ingsár með sársaukafullum skiln - aði í fjölskyldunni. Söguþráðurinn endur speglar íhuganir um sögu Rúss - lands og þjóðfélagshætti. Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6. Skólahverfisþing Á laugardaginn kl. 10-14 verður hverfaþing fyrir íbúa í Vestur- og Norðurbæ Hafnarfjarðar. Þingið er haldið að frumkvæði foreldra félag - anna í Víðistaðaskóla og Engi dals - skóla undir heitinu „Fyrirmyndar - hverfið“, með áherslu á uppeldis - skilyrði barna í skólahverfinu. Þingið er haldið í Víðistaðaskóla. Auður Gunnarsdóttir á hádegistónleikum Fimmtudaginn 1. mars verður Auður Gunnarsdóttir, sóprasöngkona, gestur Antoníu Hevesi á hádegistónleikum í Hafnarborg. Yfirskriftin er Daður og kampavín og flytja þær vínaróperettur, skemmtilega og auðþekkta tónlist þar sem gestir eru hvattir til að syngja með. Greinar á: www.fjardarposturinn.is 8. Víðistaðaskóli, launamál kennara Lögð fram ályktun, dags. 6. febrúar 2007 frá kennurum Víðistaðaskóla varðandi stöðuna í viðræðum launanefndar sveitar - félaga og KÍ um endurskoðun kjarasamnings milli sömu aðila. Fræðsluráð tekur undir mikil - vægi þess að niðurstaða fáist í þessu mikilvæga máli svo áfram megi ríkja sátt um skólastarf. Jafnframt óskar fræðsluráð eftir nánari upplýsingum um stöðu mála frá Félagi grunnskóla kenn - ara og launanefnd sveitar félaga. Fræðslusviði falið að afla gagna. 18. Yfirlit um niðurgreiðslur 12 ára og yngri 2006. Lagt fram yfirlit íþróttafulltrúa um kostnað og fjölda iðkenda 12 ára og yngri sundurliðað á íþrótta - félög, deildir og tómstundafélög sam kvæmt innlögðum reikningum og upplýsingum tímabilið júlí til desember 2006. Samtals allt árið 2006, 3307 iðkendur og alls kr. 64.658.000. Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþróttafulltrúa að afla upp - lýsinga um æfingargjöld íþrótta - félaganna hjá 14 ára og yngri á yfirstandandi starfstímabili. 13. Styrkur fræðslu- og fjölskyldusvið Lögð fram umsókn forvarn - arfull trúa um styrk vegna skóla - hverfisþings Víðistaða- og Engi - dals skólahverfa sem haldið verður 24. febrúar nk. Fræðsluráð samþykkir 100.000 kr. framlag til skólahverfisþings Víðistaða-og Engidalsskólahverfa. 16. Gjaldskrárbreytingar sundstaða. Tekin fyrir bókun í Fjölskyldu - ráði: „Fjölskylduráð samþykkir að fresta afgreiðslu tillögu um gjald - skrárbreytingar og beinir því jafn - framt til ÍTH að kanna möguleika á að auka fjölskylduafslætti og breyta aldursviðmiðunum gjald - flokka fyrir börn og fyrir fullorðna, m.t.t. sjálfræðisaldurs.“ Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrárbreytingin taki mið af sjálfsræðisaldri varð - andi aldursviðmið. SALUR lausir dagar fyrir fermingarveislur Vegna forfalla eru lausir dagar í sal Stanga - veiðifélags Hafnarfjarðar, Flatahrauni 29. Upplýsingar í síma 892 3037

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.