Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.02.2007, Blaðsíða 13

Fjarðarpósturinn - 22.02.2007, Blaðsíða 13
www.fjardarposturinn.is 13Fimmtudagur 22. febrúar 2007 Útibú Kaupþings í Firði er búið að vera lokað í rúmar tvær vikur og á meðan var allt hreinsað út úr húsnæðinu og nýjum inn - réttingum komið fyrir. Þann tíma var þjónustunni haldið úti í rými sem var stúkað út úr kven - fataverslun á 2. hæð Fjarðar og aðr ir starfsmenn fengu aðstöðu í úti búinu í Garðabæ en það útibú hefur einmitt nýlega fengið slíka and litslyftingu. Rúnar Gíslason er útibússtjóri í Firði og Hafdís Hansdóttir er að - stoðarúti bússtjóri. Þau hittu blaða mann Fjarðarpóstins í vik - unni sem forvitnaðist um þessar breyt ingar og ástæður þeirra. Rúnar: „Þetta útibú er orðið 12 ára gamalt og því má segja að tími hafi verið kominn á að endurnýja. Einnig er bankinn að sam ræma útlit útibúa sinna svo viðskiptavinirnir upplifi strax að þeir séu staddir í útibúi Kaup - þings, sama í hvaða útibú bank - ans þeir koma. Nýja útlitið er mjög nútímalegt og í allt öðrum stíl en aðrir bankar. Markmiðið með breytingunum er að gera útibúið þjónustu - vænna. Til dæmis þá fjölgum við þjón usturáðgjafastúkum verulega og verða allir starfsmenn í raun - inni í framlínunni.“ Nýjungar „Útlitið er hugsað þannig að það ýti undir jákvæða upplifun,“ segir Hafdís, „það næst fram léttleiki með notkun glerveggja og hlýir litir eru áberandi.“ Að spurð um nýjungar sagði Hafdís að þar mætti nefna aðgengi að tölvu fyrir viðskiptvini sem geta þá sjálfir komist í sinn netbanka og fengið aðstoð starfsfólks ef með þarf. Þá er gestgjafinn nýjung í bönkum en í gestgjafahlutverkinu er starfs maður bankans sem tekur á móti viðskiptavinum og ráð - leggur þeim og aðstoðar eftir þörfum. Segir hún að gestgjafinn hafi mælst mjög vel fyrir í þeim útibúum sem þegar hefur verið breytt en mjög mismunandi er hversu viðskiptavinir notfæra sér hann. Aðspurður segir Rúnar að hönn unin sé upprunalega bresk en sé staðfærð af starfsfólki bank - ans auk þess sem innréttingar eru allar framleiddar af íslenskum fyrirtækjum. Þegar er búið að breyta 5 útibúum og eitt nýtt hefur verið sett á laggirnar og verið er að breyta einu útibúi fyrir utan útibúið í Firði. „Það er verið að taka útibú bankans skipulega í gegn og eflaust verða þau öll komin með nýja útlitið innan tveggja ára,“ bætir Hafdís við. „Ekki verða breytingar á fjölda starfsfólks við breytingarnar þó möguleiki verði á að koma fleir - um starfsmönnum fyrir ef með þarf. Hins vegar verður aðgengi viðskiptavina að starfsfólkinu betra“, segir Rúnar og benti á tölvuskjá þar sem hægt er að fá númer á einstaka þjónustusvið eða ákveðna starfsmenn. Þar sé hægt að fletta upp á ákveðnum starfs mönnum, sjá myndir af þeim og panta viðtal við þá. Aðspurður um tegund viðskipta í útibúinu segir Rúnar að útlán skipt ist nokkuð jafnt milli ein - staklinga og fyrirtækja auk þess sem útibúið sinni daglegum sam - skiptum við stærri fyrirtæki í Hafnarfirði sem fyrirtækjasvið Kaupþings þjónusti. Meðal stærri hafnfirskra viðskiptavina segir Rúnar vera Hafnarfjarðarbæ. Segir Rúnar að útibúið hafi stöð - ugt verið að stækka og sé 4.-5. stærsta útibú Kaupþings og við - skiptavinum fjölgi stöðugt. „Við erum með nýrri þjón ustu - stefnu að auka vægi persónulegra samskipta með því að úthluta viðskiptavinum okkar persónu - lega þjónusturáðgjafa þannig að fólk á að finna fyrir því aða það sé einhver ákveðinn sem sinni þeim.“ Þetta segir Rúnar að hafi komið skýrar óskir um í þjón ustu - könnunum og svo virðist sem persónuleg tengsl sé mjög mikil - væg til að halda í viðskiptavini. Rúnar og Hafdís bjóða alla vel - komna í bankann á opnunar dag - inn og á morgun, föstudag þar sem Stórsveit Tónlistarskóla Hafn - arfjarðar leikur fyrir gesti kl. 14. Nýjar áherslur hjá Kaupþingi Gjörbreytt útibú opnað í Firði í dag Rúnar Gíslason, útibússtjóri og Hafdís Hansdóttir, aðst. útibússtjóri. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.