Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.02.2007, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 22.02.2007, Blaðsíða 15
www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 22. febrúar 2007 Körfubolti Bikarkeppni kvenna: Keflavík - Haukar: 77-78 Handbolti Úrvalsdeild kvenna: FH - HK: 29-38 Haukar - Grótta: 19-19 Úrvalsdeild karla: Haukar - HK: 28-33 1. deild karla: FH - Víkingur/Fjölnir: 26-30 Haukar2 - ÍBV: frestað Bikarkeppni karla: Haukar - Fram: (miðv.dag) Bikarkeppni kvenna: Haukar - Valur: (miðv.dag) Næstu leikir: Körfubolti 22. feb. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Breiðablik (úrvalsdeild kvenna) 23. feb. kl. 19.15, Borgarnes Skallagrímur - Haukar (úrvalsdeild karla) 28. feb. kl. 19.15, Hveragerði Hamar - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Handbolti 24. feb. kl. 16.15, Laugard.h. Valur - Haukar (úrvalsdeild karla) 24. feb. kl. 14.15, Laugard.h. Valur - FH (úrvalsdeild kvenna) 23. feb. kl. 19, Varmá Afturelding - FH (1. deild karla) 25. feb. kl. 20, Ásvellir Haukar 2 - Selfoss (1. deild karla) Íþróttir Innsendar greinar Innsendum greinum í Fjarð - arpóstinn hefur fjölgað jafnt og þétt og er ánægjulegt að geta birt greinar frá almennum bæjar - búum jafnt sem stjórn mála - mönn um. Til að geta tryggt birt - ingu greina og að þær verði almennt lesnar eru greinar höf - undar hvattir til að hafa greinar eins stutt ar og kostur er og er há - marks lengd greina 300 orð. Þó er mögu leiki á lengri greinum í sér - stökum tilfellum en þó aðeins í samráði við ritstjóra. Greinar sem ekki næst að birta í blaðinu eru birtar á fjardarposturinn.is Að jafnaði er ekki tekið við greinum til birtingar sem einnig eru sendar í birtingu í önnur blöð sem dreift er á dreifingarsvæði Fjarðarpóstsins. Sjá einnig á fjardarposturinn.is Fisk fyrir heilann Starfsmenn Alcan með bloggsíðu Redlion.blog.is er bloggsíða þar sem starsmenn Alcan koma á framfæri skoðunum sínum. Hún heitir reyndar „Málefni starfs - manna Alcan í Straumsvík og það sem rétt og satt er.“ Sl. laugardag var Íslands - meistara mót í innan húss knatt - spyrnu kvenna í 3. flokki hald ið í Kaplakrika. Þar bar 3. flokkur kvenna FH sigur úr bítum og urðu Íslands - meistarar innanhús. Stelpurnar léku úrslitaleikinn við Val og réðust úrslitin í framlengingu þar sem FH sigraði 2-1. 4. fl. FH tapaði í úrslitaleik sínum í Mosfellsbæ í bráða víta - bana á móti ÍA og hafnaði því í 2. sæti í Íslands meistara mótinu innan húss. Þessir sigrar undir - strikuðu frábæran dag en fyrr um morg uninn var haldið glæsilegt mál þing þar sem stefnumótun í kvenna knatt - spyrnu hjá FH var mótuð. FH-stelpurnar urðu Íslandsmeistarar í 3. flokki 4. fl. FH enduðu í öðru sæti. Sigurlið FH á Íslandsmeistarmóti 3. fl. kvenna í innanhúss knatt - spyrnu með Davíði Arnari Stefánssyni þjálfa sínum t.h. og Þórarni Þórarinssyni aðstoðarþjálfara og þjálfara 4. flokks kvenna t.v.Stækkun Alcan Kosið utankjörfundar Laugardaginn 31. mars verður kosið um fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straums vík. Utankjörfundaratkvæða - greiðsla er hafin og er hægt að kjósa að Strandgötu 6 2. hæð, milli kl. 9 og 16 alla virka daga. Hjartað elskar fisk Á aðalfundi Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar voru tveir félagar til fjölmargra ára gerðir að heiðursfélögum fyrir mikið og óeigingjarnt starf. Ármann Sigurðsson, sem nú gekk úr stjórn eftir 40 ára stjórn - ar setu á 50 árum. Sagði Ármann við það tilefni að það væri undarlegt að hann væri að fá viðurkenningu fyrir að hafa verið að leika sér öll þessi ár! Jónas Guðlaugsson, sem starf - að hafði í áratugi fyrir félagið og séð m.a. um rafmagnsmál í veiði húsum og vegalagningu. Þá fékk Bjartur Ari Hansson Bröndubikarinn fyrir stærsta fisk í unglingaflokki en hann veiddi 3 punda urriða. Heiðursfélagar Ármann Sigurðsson og Jónas Guðlaugsson gerðir að heiðursfélögum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar Jónas Guðlaugsson, Hans Unndór Ólason, formaður og Ármann Sigurðsson. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Sá yngsti og elsti. Ármann Sig - urðs son veitir Bjarti Ara Hanssyni Bröndubikarinn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Frumherji hf. hefur keypt allt hlutafé í Aðalskoðun hf. Kaup - verðið er trúnaðarmál en kaupin eru gerð með fyrirvara um að Samkeppniseftirlitið geri ekki athugasemdir við við skiptin. Skv. upplýsingum frá Frumherja verða félögin rekin áfram sitt í hvoru lagi með sama hætti og verið hefur. „Með kaupunum styrkir Frum - herji sig í sessi sem öflugt fyrir - tæki á sviði faggildrar skoðunar - starfssemi á Íslandi. Kaupin gera jafnframt Frumherja betur í stakk búinn til að taka þátt í fjárfest - ingar verkefnum erlendis, en slík verkefni hafa verið til skoðunar hjá félaginu,“ segir Orri Hlöð vers - son, framkvæmdastjóri Frum herja. Aðalskoðun var stofnuð árið 1995 af nokkrum einstaklingum sem jafnframt hafa verið starfs - menn félagsins allar götur síðan. Félagið starfar fyrst og fremst á bifreiðarskoðunar svið inu en einn ig er á þess vegum starfs - semi á rafmagnssviði og sjáv - arútvegssviði. Starfsmenn Aðal - skoðunar eru um 20. Frumherji hf. var stofnaður árið 1997. Um helmingur tekna félagsins kemur af bifreiðaskoð - unar starfsemi og afgangurinn frá annarri faggildri skoðanastarfs - semi eins og löggildingu mæli - tækja, rafmagnseftirliti, reglu - bundnu eftirliti sjávarútvegs - fyrir tækja og skipaskoðunum. Starfsmenn Frumherja eru um 100 á 28 skoðunar stöðvum um land allt. Hafa margir áhyggjur af því að nú færist öll bifreiðaskoðun á eina hendi en Aðalskoðun var brautryðjandi í að veita sam - keppni á skoðun bifreiða á land - inu. Frumherji kaupir Aðalskoðun Fyrirvari um samþykki Samkeppnisstofnunar L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Nú stendur til að stofna Brétta félag Hafnarfjarðar og á heima síðu félagsmið stöðvar - innar Hrauns ins eru áhugasamir hvattir til að skrá sig svo hægt sé að mynda öflugt félag. Þeir sem áhuga hafa geta sent póst á martadis@hafnarfjordur.is en þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru nafn, kennitala, heimasími, farsími og netfang. Brettafélag stofnað

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.