Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.03.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 08.03.2007, Blaðsíða 1
Sveitarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa farið þess á leit við samgöngunefnd Alþingis að hún taki til endur - skoð unar þings álykt unar tillögur um sam gönguáætlanir fyrir árin 2007-2010 og 2007-2018. Telja þeir að í mikil óefni stefni í um - ferðarmálum á höfuðborgar - svæð inu á næstu árum komi þær tillögur til framkvæmda. Fyrir ári síðan var tækni - deildum sveitarfélaganna falið að gera úttekt á þörf fyrir úrbætur á vegakerfi svæðisins sem ásamt VST skilaði skýrslu nýlega með niðurstöðum úr þeirri úttekt. Þar kemur fram að um 57 milljarða kr. þarf til að vinna þær úrbætur sem nauðsynlegar eru en skv. samgönguáætlun er aðeins gert ráð fyrir 15,8 milljörðum kr. Sveitarfélögin leggja til að árin 2007-2010 verði farið í vega - framkvæmdir fyrir um 21 millj - arð kr. þar sem umfangs mestu fram kvæmdirnar verða við mis - læg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, vegstokka á Miklubraut milli Snorrabrautar og Kringlumýrarbrautar, á Hafn - ar fjarðarvegi við Vífilsstaðaveg og á Mýrargötu, auk gerðar Ofan byggðavegar í Hafnarfirði milli Kaldárselsvegar og Krýsu - víkurvegar. 2001-2014 er gert ráð fyrir m.a. mislægum gatna - mótum á Reykjanesbraut í Hafn - ar firði og Kópavogsgöng fyrir 7 milljarða 20015-1018. ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 10. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 8. mars Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 Opið alla daga til 21 HVALEYRARBRAUT www.as.is Sími 520 2600 Álversmálið Deiliskipulagið kynnt í Bæjarbíói í kvöld kl. 20 Í kvöld kl. 20 stendur Hafn - ar fjarðarbær fyrir kynningar - fundi í Bæjarbíói á deiliskipu - lagi því sem Hafn firðingar kjósa um hvort auglýsa eigi í atkvæða greiðslu 31. mars n.k. um fyrir hugaða stækk un álvers Alcan í Straums vík. Á fundinum munu fulltrúar bæjar ins og skipulagsaðila fara yfir deiliskipulagstillöguna og svara spurningum um hana. Einnig verður stutt kynning á fyrir komulagi atkvæða greiðsl - unnar sjálfrar. Fundurinn verður sá fyrsti af fimm fyrirhuguðum fundum tengdum kosningunum. Næstu fundir verða 20., 21., 22. og 29. mars nk. Áfram skóla - starf í Hjalla Samkomulag náðist um hús - næðis mál skóla Hjalla stefn - unnar á þriðjudaginn og hefur Hjallastefnan dregið til baka ákvörðun sína um að hætta grunnskólastarfi. Segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi mjög mikilvægt að niðurstaða hafi náðst en bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafi hvatt til starfrækslu sjálfstæðra skóla eins og skóla Hjallastefnunnar. Vilja 57 milljarða til ársins 2018 Sveitarstjórar á höfuðborgarsvæðinu vilja breytingar á samgönguáætlun Niðurgreitt fyrir 67+ L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Á mánudaginn afhenti Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, fyrstu vildarkortin fyrir eldri borgara, 67 ára og eldri. Við framvísun kort anna fæst frír aðgangur í sund og sundlaugar en svo hefur reynd ar verið um tíma. Gegn framvísun kortsins í Þjónustu - veri Hafnarfjarðarbæjar fást strætómiðar en kortinu er ætlað að veita frítt aðgengi í strætó. Þá veitir kortið sömu niðurgreiðslu hjá tóm stundafélögum í ÍBH og Tóm stundabandalagi Hafnar - fjarð ar auk þess að niðurgreitt er hjá líkamsræktarstöðum í bæn - um. Kortin verða send heim til 67 ára og eldri. Bæjarstjóri afhendir formanni Félags eldri borgara og formanni öldungaráðs Hafnarfjarðar fyrstu kortin. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.