Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.03.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 15.03.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. mars 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Það er ekki að furða að fulltrúar Samfylk - ingarinnar í bæjarstjórn geti ekki tekið afstöðu í álversmálinu. Þeir vildu að vísu senda deili - skipulagið í auglýsingu og samþykktu stækk - unina, bara ef bæjarbúar segðu já. Ég vil ef þú vilt. Þetta er svo nefnt því fallega orði íbúalýð - ræði. Það er seint í rassinn gripið að „fatta upp á því“ núna fyrst. Nei, þeir gátu ekki tekið afstöðu af því að upplýsingar vantaði! Í síðustu viku var dreift inn á öll heimili gríðarlegum gráum doðranti sem ætlað var að hjálpa bæjarbúum að taka afstöðu. Margir sem ég hef spurt sögðust hafa lagt hann snarlega frá sér er þeir sáu umfangið og innihaldið. Endalaus texti og fátt um svör. Ekkert sem hjálpar fólki að átta sig á mengunarþáttunum. Hvað er þetta mikið í samanburði við aðra mengun? Hvað kemur mikið svifryk frá Reykjanesbrautinni sem aðeins er sópuð einu sinni á ári? Iðnaðarhverfinu? Örfoka upplandinu? Okkur vantar allan saman - burð til að taka þessa ákvörðun sem bæjarstjórnin þorir ekki að taka. Vitlaususta tillaga sem ég hef heyrt er að skattleggja notkun nagladekkja. Ekki eftir notkun, heldur dagafjölda sem dekkin eru á bílnum. Auðvitað á að hvetja til að minnka notkun nagladekkja en nær væri þá að takmarka akstur þungra bíla sem slíta vegum margfalt á við minni bíla. Engum, nema Halla í Furu dettur í hug að þrífa göturnar, því það kemur meira á þær en slit frá nöglum. Vörubílar aka með blautan jarðveg úr húsagrunnum sem lekur á göturnar, sandur eftir hálkuvörn vetrarins fýkur um og götusóparnir anna engan veginn að þrífa gangstéttar og götur. Það kostar að hafa alla þessa bíla á götunum en bíleigendur greiða líka háu verði að fá að aka bílunum og því er líka hægt að gera kröfur. Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 18. mars Sunnudagaskólinn kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Messa kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Sunnudaginn 18. mars Messa kl. 11 Altarisganga Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju. Kirkjuþjónn: Einar Örn Björgvinsson. Sunnudagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. Æskulýðsstarf - Mánudaga kl. 20 Barnastarf T.T.T. (10-12 ára) - Þriðjudaga kl.17-18.30 Krakkakirkja (7-9 ára) - Fimmtudaga kl.17-18.30 Ungbarnamorgnar - Fimmtudaga kl.10-12 Fullorðinsfræðsla - sjá heimasíðu. Hraðskákmót Riddarans, miðvikudaga kl.13-17. Sýningar Kvikmyndasafnsins Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd Lindsay Anderson myndin Oh, Lucky Man frá árinu 1973. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd spennumyndin When eight bells toll (’71) í leikstjórn Etienne Périer. Myndin er byggð á samnefndri spennusögu Alister MacLean og segir frá því þegar liðsforinginn Philip Calveert er sendur af leyniþjónustunni, ásamt herflokki, til að finna skip sem er horfið. Það kemur í ljós að málið er umfangsmeira en menn hafði grunað í fyrstu og fleiri skip hverfa. Aðalleikarar eru Anthony Hopkins, Robert Morely og Nathalie Delon. Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6. Basar í safnaðarheimili Fríkikjunnar Basar Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnar - firði verður á sunnudaginn í safn - aðar heimilinu Linnetsstíg, strax á eftir messu, sem hefst kl. 13. Fallegir mun - ir, kökur og brauð. Allir velkomnir. Fróðleiksmolar í Pakkhúsinu Ferðalög til fortíðar: Sjávarbyggðir, arfleifð og nýsköpun í ferðaþjónustu er heiti á Fróðleiksmolunum í Byggðasafninu í kvöld kl. 20. Anna Vilborg Einarsdóttir ferða - málafræðingur mun í framsögu sinni varpa ljósi á hvernig Bolungarvík, Grinda vík og Siglufjörður hafa nýtt sér stöðu sína til uppbyggingar í menn ingartengdri ferðaþjónustu. Í framhaldi af því er skoðað hvort og með hvaða hætti sjávarútvegsbærinn Hafnarfjörður getur dregið lærdóm af þessari rannsókn. Sýningar í Hafnarborg Í síðustu viku var opnuð í Hafnarborg sýning á 20 olíumálverkum og 17 vatnslita myndum færeyska lista - mannsins Zacharias Heinesen. Zacharias er kunnur hér á landi af verkum sínum en hann hefur sýnt hér áður bæði á samsýningum færeyskra listamanna og á sérsýningum. Síðasti sýningardagur er mánu - dagurinn 9. apríl, annar í páskum. Fundir um álversstækkun Kynningarfundir Hafnarfjarðarbæjar vegna atkvæðagreiðslu um deili - skipulag vegna fyrirhugaðrar stækk - unar álversins í Straumsvík verða í næstu viku: Þriðjudaginn 20. mars kl. 20 í Hafnarborg verður fundarefnið „Um - hverfis- og mengunarmál“. Miðvikudaginn 21. mars kl. 20 í Bæjarbíói verður fundarefnið „Skipu - lag og framtíð byggðar“. Stofnfundur norræns félags Stofnfundur Norræna félagsins á Álftanesi verður haldinn mánudaginn 19. mars kl. 20.30 í Íþróttamiðstöð Álftaness. Fundur um leikskóla fyrir 5 ára börn Miðvikudaginn 21. mars verð - ur haldinn kynningarfundur fyrir áhugasama foreldra um leikskóla fyrir 5 ára börn. Meginmarkmið leikskólans er að mynda sam - fellu milli leik- og grunnskóla og er allt leik- og námsefnið sér - staklega valið fyrir þennan aldurshóp. Áhersla er lögð á leik og félagsleg samskipti ásamt því að læra íslensku og stærðfræði. Börnin í leikskólan um spreyta sig í ensku, fara í Tón listar - skólann einu sinni í viku og í íþróttir í Bjarkarhúsið. Lífs gleði og vellíðan barnanna í heimilis - legu umhverfi er í fyrirrúmi. Fundurinn verður í leik skól - anum Álfabergi, Álfaskeiði 16 og hefst kl. 17.30. Á fund inum munu stjórnendur leik skólans kynna starfsemi leik skólans. 58 brotlegir Kl. 16.50-17.55 á þriðjudag vaktaði hraðamyndavél við Strand götu 69 samtals 741 öku - tæki sem ekið var um götuna og af þeim voru ljósmynduð 58 brot þar sem ökumenn óku yfir af - skipta hraða. Tveimur öku tækj um var ekið yfir 70 km hraða en þarna er 50 km hámarkshraði. Álftanes Deild stofnuð í Norræna félaginu Stofnfundur nýrrar Álftanes - deildar Norræna félagsins verð ur haldinn í íþróttamið - stöð inni á Álftanesi á mánu - daginn kl. 20.30. Bessastaðahreppur varð aðili að norrænu vinabæjarkeðju 1988 sem í eru sveitarfélögin Gävle í Svíþjóð, Næstved í Dan mörku, Raumo í Finnlandi og Gjövik í Noregi. Næsta vinabæjamót verður haldið í Sveitarfélaginu Álfta - nesi á árinu 2008 og koma full - trúar sveitarfélaganna saman í ár til að undirbúa það. Í ár er fyrirhugað að halda í sveitarfélaginu listasmiðju, „Fjaðrafok 2007“ helgaða mynd list og verður ungu fólki í hin um vinabæjunum boðið að taka þátt í henni. Norræna félaginu á Íslandi hefur nýlega borist bréf frá Norræna félaginu í Gävle, þar sem óskað er eftir tengslum við Norræna félagið í Sveitar - félaginu Álftanesi. Skýringin er án efa sú að deildir Norræna félagsins í viðkomandi bæjum eiga jafnan ásamt fulltrúum bæjar aðild að þeim við - burðum sem stofnað er til í sam starfi vinabæjanna. Sjálf - stæð deild hefur til þessa ekki verið starfandi á Álftanesi en nokkrir íbúar þess hafa verið í Norræna félaginu í Garðabæ og Hafnarfirði.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.