Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.03.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 15.03.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. mars 2007 Fyrir skömmu létu sveitarfélög á Vesturlandi gera viðhorfs könn - un til landshlutans meðal fólks á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og á höfuðborgar svæð - inu. Spurt var um ímynd, góða og slæma og Vesturlandinu skipt í einstakar byggðir. Það var athyglisvert hvaða einkunn Akra nes fékk. Bestur fyrir ímynd ina var fót bolt inn en verst - Sements verk smiðjan. Hvað seg ir þetta okk - ur? Stór iðja á ekki heima í þétt býli eða hverj um dytti nú í hug að stækka Se ment smiðjuna þre - falt á sama stað? Nokkur ár eru síðan Áburðar - verk smiðjunni í Gufunesi var lokað og í Reykjavík eru mörg gömul iðnaðarhverfi að breytast í íbúa byggð og annars konar at - vinnustarfsemi. Nefna má svæð in við Borgartún og við gömlu höfnina. Stálsmiðjan sem þar starf aði um árabil, er búin að fá land uppi á Grundartanga og fleiri huga að landvinningum við Hval - fjörðinn. Hvað segir þetta svo okkur Hafn firðingum og hvernig eigum við að haga skipulagi bæjarins í framtíðinni? Er einhver munur á Akranesi og Hafnarfirði? Actavis heitir fyrirtæki í lyfjaframleiðslu sem stækkar í risaskrefum með hverju árinu og höfuðstöðvar þess á Ís landi setja nú orðið svip á Hafn ar fjörð. Gott dæmi um breytta tíma. Hver er svo mun ur - inn á álframleiðslu og sements - framleiðslu? Myndi einhverjum detta í hug að reisa þessar verk - smiðjur á núverandi stöðum í dag eða þá áburðar verk smiðju? Svari nú hver fyrir sig. Það er annars ein - kenni legt í allri þessari ál um ræðu, að nú minn ist engin á Keilis - nes á Vatnleysuströnd. Fyr ir 15-20 árum stóð fyr ir dyrum að þrjú ál - fyrir tæki reistu þar mikla álbræðslu. Allt var klárt, en svo féll ál - verðið og fyrirtækin hættu við. Keilisnes er nokk urn veginn mitt á milli Straumsvíkur og Helgu víkur og nokkuð frá íbúa - byggð. Ég trúi reyndar ekki öðru en að forráða menn Alcan hafi hugað að þessum möguleika, fari allt á verri veg með stækkun við Straums vík. Það var annars meira klúðr ið að Hafn arfjörður og Vatns leysu strönd skildu ekki same inast á sínum tíma! Djúpboranir eftir varmaorku geta margfaldað orkuna á tak - mörk uðu svæði. Það skýrist vænt anlega á næstu 5 - 15 árum. Há spennulínur með háum möstr - um munu hugsanlega leggjast af og fara í jörðu. Og álverið í Straums vík er með raforku samn - ing til næstu 24 ára. Hvað liggur á? Það verður enginn héraðs brest - ur ef Hafn firðingar hafna stækk un álversins. Menn horfa bara í aðrar og nýjar áttir og tækifærin blasa hvarvetna við. Keflavíkurvöllur og brottför hersins eru gott dæmi um það. Höfundur býr að Dvergholti 1 og er nágranni álversins. Actavis og Alcan — Nýr tími og gamall Reynir Ingibjartsson Verði álbæðslan í Straumsvík stækkuð þrefalt eins og fyrir - hugað er, verður Hafnarfjörður stærsti álbræðslubær í Evrópu. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir bæ inn okkar? Fyrirhugaðar kosn - ing ar 31. mars eru gríð arlega mikilvægar fyrir framtíð Hafnar - fjarð ar næstu 60 árin, sem er áætlaður líftími nýrr ar álbræðslu. Við erum svo láns - söm að búa í einu fall eg asta umhverfi bæjar á landinu. Því er ábyrgð okkar mikil. Vilj um við áfram búa við fjölbreytt at - vinnulíf eða viljum að ál - bræðslu fyrirtæki, fyrirtæki sem ganga kaupum og sölum í heim - inum í dag, verði ráðandi vinnu - veitandi í bænum? Viljum við bæ þar sem kanski verður ekki þorandi að láta ung börn sofa úti í vögnum í hverfum sem eru næst álbærðslunni? Þetta á ekki aðeins við um Vell ina, heldur líka framtíðar bygg ingar - land bæjarins sunn an við álbræðsl una. Fasteignasalar, ekki aðeins í Hafnarfirði, halda því fram að íbúða kaupendur haldi að sér höndum fram yf ir 31. mars með að ákveða hvort kaupa skuli íbúð í Hafnar - firði, og það ekki að - eins á Völl unum, heldur hvar sem er í bæn um. Með stækkun ál bræðsl unnar verður Hafnar - fjörður ekki lengur fýsilegur bær til þess að flytja til. Viljum við ekki fjölgun íbúa í bænum og þar með auknar skatttekjur, sem notaðar yrðu til þess að byggja upp bætta þjón ustu við íbúana? Viljum við búa í álbræðslubæ þar sem íbúðarverð verður lægra en annars staðar á höfuð borgar - svæðinu? Viljum við bæ sem laðar ekki lengur til sín ferðamenn, en mikil aukning hefur orðið á komu þeirra til bæjarins og þjónusta og uppbygging fyrir ferðamenn auk ist mjög á undanförnum árum? Óþrjótandi möguleikar eru til aukinnar fjölbreytni á þessu sviði sem ævintýralegt um hverfi bæjarins býður uppá. Valið stendur ekki á milli þess að tína fjallagrös á sauð - skinnsskóm til þess að lifa af, eða vinna í álbræðslu. Mögu - leik arnir eru óendanlegir og at - vinnuástand er með því besta á landinu. Hafnfirðingar! Stöndum vörð um bæinn okkar – látum ekki mengandi álbræðslu skemma lífsgæði og framtíðarmöguleika okkar. Höfundur er kennari í Hafnarfirði. Stærsti álbræðslubær í Evrópu? Jón Ólafsson Fríkirkjan Sunnudaginn 18. mars Sunnudagsskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 13. Hinn glæsilegi BASAR KVEN - FÉLAGSINS verður í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Allir velkomnir www.frikirkja.is ÍSAL ekki sér á báti Undanfarið hef ég lesið greinar frá starfsfólki Alcan á Íslandi þar sem það lofar og dásamar vinnustaðinn sinn og notar það sem rök fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Hvernig mega það vera réttmæt rök fyrir þrefaldri stækkun á álbræðsl unni að vinnustaðurinn sé góður? Ætla ég ekki efast um ÍSAL sem vinnustað, þeir fylgja lög bundinni jafnréttis stefnu og gera án efa vel við sitt fólk eins og nútímafyrirtækjum er von og vísa. Sem betur fer, þannig á það að vera. Málið getur samt ekki snúist um það hvort það sé gott eða slæmt að vinna hjá Alcan eða að þeir hafi alltaf gert vel við starfsfólk sitt. Ef eitthvað er, hefur þetta álver því miður verið hættulegri vinnu staður en margir aðrir. Enginn missir vinnuna! Rök hagsmunasamtaka sem eru fylgjandi álversstækkun fara virki lega yfir strikið í umræð - unni undanfarið með aug lýs - inga birtingum sínum. „Þetta er vinnan mín“ segja þau og vonast til að snerta viðkvæmar taugar. Að þeir dirfist að spila með sam - visku fólks á þann hátt að ef álbræðslan stækki ekki muni fullt af fólki missa vinn una sína. Það eru hrein og bein rang mæli því það mun eng inn missa vinnuna sína verði ekki af stækk un álvers. Ál ver ið mun ekki hætta starf semi sinni næstu árin ef ekki verð ur af stækk - un eins og þeir sjálf ir hafa ítrekað sagt. Sam visku leg rök sem þessi virka sem öfug mæli í huga þeirra sem betur vita. Heilsu fram yfir peninga Fylgjendur álvers hafa einnig bent á hagræn rök máli sínu til stuðnings og tengja það við lífsgæði. Að bærinn muni sakna peninganna sem álverið greiðir í sjóðinn og að bæjarbúar muni finna fyrir því í þeim lífsgæðum sem við búum við hér. Staðreyndin er sú að frá álverinu í dag koma aðeins 1-2% af tekjum bæjarins á árs grund velli. Og við lifum í blóma! Peningar - eða græðgi sem þessi - geta ekki verið rök sem við hlust um á. Börnin okkar munu áfram stunda niður greiddar íþróttir þótt álverið stækki ekki og ljóst er að til eru fleiri stór fyrirtæki sem leggja listunum lið. Annars konar og minna meng andi starfssemi á þessu svæði mun einnig greiða sín gjöld og skapa veglegan virðis auka fyrir bæinn. Lífsgæði felast í því að búa í heilsu sam - legum bæ þar sem hugsað er um framtíðina á heilbrigðan hátt en ekki í mengandi álpeningum, því álverið mun jú menga 2,5 x meira við stækkun. Tökum ekki hagræn rök fram yfir heilsu. Segjum NEI við mengunarferlíkinu Að staðsetja mengunarferlíki í formi risaálvers bókstaflega inn í bæinn og borgina, og alveg við framtíðarbyggingarland Hafnar - fjarðar, er algjörlega úr takt við heilbrigða þróun bæði hvað varðar nútímalegt byggða skipu - lag, umhverfismál og heilsu - farleg mál. Hvað þá hjartans mál. Hugsum um heilsuna, börnin okkar og Hafnarfjörð sem hrein - an og aðlaðandi bæ og segjum nei í kosningunum 31. mars nk. Höfundur er Hafnfirðingur. Stöðvum stækkun álvers Erla Sigurlaug Sigurðardóttir Á bæjarstjórnarfundi á þriðju - dag réðust örlög grunn skóla Hjalla stefnunnar en þar var tillaga sem fræðsluráð hafði einhuga lagt fram, samþykkt. Hjalla stefn an fær heimild til að vera með 2. bekk grunnskóla til viðbótar 1. bekk sem starf - ræktur er núna. Fram kvæmda - sviði hefur verið falið að annast uppsetningu á lausum húsein - ingum til nota fyrir skólann. Jafnframt er beint til Hjalla - stefnunnar að sækja um starfs - leyfi til mennta málaráðu neyt - isins fyrir þessa starfsemi. Töluverðar umræður spunn - ust um málið í bæjarstjórn þar sem Gunnar Svavarsson, m.a. gagnrýndi vinnubrögð fram - kvæmdastjóra Hjallastefnunnar sem sendi út til foreldra til - kynningu um slit skóla starfs ins án samráðs við Hafnar fjarðarbæ og á meðan viðræður á milli aðila voru í gangi. Að sögn Ellýar Erlingsdóttur, for manns fræðsluráðs, hafði kom ið upp misskilningur um túlk un á m.a. fyrirspurn um að komu Hjalla - stefnunnar í húsnæðis málum en vegna fjarveru Mar grétar Pálu var sá misskilningur ekki leið - réttur fyrr en eftir að foreldrar fengu bréf frá Hjalla stefnunni um lokun skólans. Málið hefur því hlotið farsæla lausn en ekki hefur verið ákveð - in framtíðarstaðsetning skólans. Hjallastefnan fær fleiri hús Gunnar Svavarsson harðorður í garð framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar Verslum í Hafnarfirði! .. . og þú s leppur v ið umferð ina .

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.