Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.03.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 15.03.2007, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. mars 2007 Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafnarfjarðarbær og veitufyrirtæki óska eftir tilboðum í endurgerð Bröttukinnar og 2. hluta Bárukinnar. Um er að ræða 2. áfanga í endurnýjun gatna og veitu kerfa í Kinnum. Jarðvegsskipt verður í götum, fráveitu lagnir verða endurnýjaðar ásamt lögnum neysluvatns, hitaveitu, rafveitu, síma og fjarskiptalagna. Lagnir verða endur nýjað ar að húsum utan fráveitu. Helstu verkþættir eru: • Götur 8 og 10 m breiðar um 360 m • Gröftur og fylling um 3000 m3 • Malbik um 2800 m2 • Fráveitulagnir um 900 m • Vatnsveitulagnir um 550 m • Hitaveitulagnir um 1000 m • Fjarskiptalagnir um 1300 m • Símalagnir um 8000 m Útboðsgögn verða seld í Þjónustuveri Hafn arfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá og með þriðjudeginum 6. mars. Verð kr. 5.000,- Einnig má nálgast útboðsgögn án endurgjalds á vef VSB Verkfræðistofu www.vsb.is Tilboð verða opnuð á sama stað, Strandgötu 6, þriðjudaginn 20. mars 2007, kl. 11.00. Verklok eru 10. október 2007. Útboð Kinnar 2. áfangi, endur nýjun gatna og veitukerfa Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Hafnarfjarðar og Álftanesskóla, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og áætlað er að athöfnin standi í tvær klukkustundir. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Gunnhildur Hrólfsdóttir og Jónas Hallgrímsson. Við athöfnina verða einnig tilkynnt úrslit í smásagnasamkeppni 8.-10. bekkja og veittar viðurkenningar. Efnt var til samkeppni um boðskort meðal nemenda í 6. bekk í grunnskólunum. Verðlaunamyndin prýðir boðskortið og verður veitt viðurkenning fyrir það á hátíðinni. Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn Stóra upplestrarkeppnin í Hafnarborg þriðjudaginn 20. mars kl. 17. Þeir sem reita hár sitt út af gróður húsamengun álversins í Straumsvík hljóta að taka því fagn andi að geta nú dregið úr gróður húsa - mengun frá landi þar sem land er svo illa far ið sem á Reykjanesi er. Moldarbörð og moldar flákar hvert sem litið er, sem nú er bú ið að sanna að er gíf ur leg uppspretta af gróð ur húsamengandi efnum. En nú mega þeir fagna að geta grætt upp þessi sár og slegið tvær flugur í einu höggi, grætt upp þessi meng andi svæði og svo tekur gróð urinn við mengun annars staðar frá. Látið nú hendur standa fram úr ermum elskurnar mínar og byrjið að græða upp í vor og það hér fyrir ofan bæinn. En ég óttast að sumir af þeim sem hér um ræðir vilji ekkert gera með að ræða meng unina frá landinu og séu á móti uppgræðslu. Þá læðist að mér orðið hræsni. Ég og Jesús Kristur eigum það sammerkt að láta hræsnara fara í taugarnar á okk ur. H a g f r æ ð i n g u r nokk ur sagði í útvarpi nýlega að farþegaþota mengi álíka og álver. Þeir sem vinna hjá ál verinu eru með vinnu sinni að skapa miklar gjald eyris tekj - ur fyrir þjóðina svo hægt sé að reka og þjón usta mannlífið, svo sem laun kennara svo eitt dæm ið sé tekið. Við öfl - um ekki gjald eyrirs með því að þjónusta hverjir aðra en hann kemur frá álinu. Ráðherra sagði eitt sinn að tekj ur þjóðarinnar á hvert áltonn væru jafnar þorsktonni. Og nú á að hegna þessu starfs - fólki sem í svita síns andlits hef - ur stuðlað að bættu lífi allra lands manna, það er að segja ef fyrirtækið fær ekki að stækka. Því segi ég já við skipulags - breytingunni. Hugleiðing um mengun og gjaldeyrissöfnun Pétur Sigurðsson Smágrein í Fjarðarpóstinum þar sem farandparið Jón Baldvin og Bryndís kom við sögu varð Reyni Ingibjartssyni efni í misskilning. Hann bið - ur mig að skamma sig fyrir komu þeirra til Hafnarfjarðar. Ekkert er fjær mér, ég vil eng - an skamma en benti bara góðlátlega á, að þrátt fyrir glæsileika fólksins, mælsku og lífs reynslu væru Hafn - firð ingar, sem lagðir eru í klemmu við ákvörð unar töku um álver ekki verr settir án sjónarmiða Jóns Bald vins. Svo getur Reynir haft aðra skoðun á því. Ég veit að Reynir er ekki efnishyggju - maður. Öndvert við marga sem standa honum nærri í stjórn mála - skoðun er hann einlægur og heill á því sviði. Lífssýn hans kemur fram í umhyggju fyrir því sem var og þeim sem eiga bágt og einn ig vill hann slá á ákafa fólks sem berst með öllum ráðum fyrir framförum. Þá virðist hann fylla þann flokk, sem trúir því með réttu eða röngu að þjóðinni falli alltaf eitthvað til, ekki síst ef hægt er að skipta stjórnarfari yfir til vinstri. Gæðin komi að ofan en ekki úr jörðu. Svo spyr hann hvað ég hafi á móti tveim ti ltekn - um mönnum. Því er til að svara að ég gef ekki mikið fyrir þá sem baða sig í sviðsljósi og tala fyrir fjöldahreyfingu sem er hugar - burður. Við vitum báðir að SÍS dó úr innanmeini á sínum tíma. Það er samt óþarfi að gera lítið úr kvölum þeirra sem þá féllu af stalli og misstu vinnu. Marg ur minni spá - maðurinn varð líka af lífsstarfi sínu og trúar - brögðum og átti ekki í önnur hús að venda. Þegar það er m.a. haft í huga finnst mér sárt að afneita gæðum auð linda sem geta skapað fólki trygga vinnu auk þess að styrkja sam félagið sem við búum í, jafn - vel þó starfsemin fari fram í stóru húsnæði. Fólk sem kemur sér upp andúð á ákveðnum málmi, í þessu tilfelli áli, minnir mig á daga þegar Reynir var ungur og róttækt fólk hataði tiltekið stórfyrirtæki í útlöndum sem sagt var að legði auðvaldsþræði um allan heim. Það hét að mig minnir „Unilever“ og framleiddi þorskalýsi. Að lokum Reynir. Þú gantast með ófarir Framsóknar sem ól þig við hné, en auðvitað er það bara almennt spé. En haltu þér fast ef þú vilt vera þar sem þú ert, því Steingrímur J. á tólin og stundar nú sposkur á svip kraftmikið fitusog úr Sam - fylkingar búknum yfir til Alþýðu - banda lagsins, sem hann lagði aldrei niður. Reyni svarað Kári Valvesson Glaðhlakkan - legur Gunnar Gunnar Svavarsson nýtti tæki - færið að fullu í boði Kaupþings og flutti ræðu brosandi á vör. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.