Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.03.2007, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 15.03.2007, Blaðsíða 15
www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 15. mars 2007 Draumalandið frumsýnt 16. mars HRÆDDHRÆDDVIÐ HVAÐ ERUM VIÐ HRÆDD? Sími 555 2222 Körfubolti Úrvalsdeild kvenna: Haukar - UMFG: 89-73 Keflavík - Haukar: miðv.d. Úrvalsdeild karla: Haukar - Hamar/Selfoss: 72-92 Handbolti Úrvalsdeild kvenna: FH-Haukar: 29-31 Haukar - Akureyri: 27-22 Bikarkeppni kvenna: Grótta - Haukar: 22-26 1. deild karla: Haukar 2 - ÍBV: 22-32 Næstu leikir: Handbolti 17. mars kl. 16, KA heimilið Akureyri - FH (úrvalsdeild kvenna) 18. mars kl. Ásvellir Haukar 2 - FH (1. deild karla) 18. mars kl. 16, Framhús Fram - Haukar (úrvalsdeild karla) 18. mars kl. 18, Ásvellir Haukar - Fram (úrvalsdeild kvenna) Íþróttir Hilmar Jónsson réðst í það verk að gera leikrit byggt á Drauma - landi Andra Snæs Magna sonar. Í samtali við Fjarð ar póstinn segist Hilmar hafa valið það efni úr bókinni sem honum fannst vænlegast til úrvinnslu og vakti athygli hans í bókinni. „Eftir það kom hópurinn að og þetta var orðið samstarfsverkefni. Raun - veru lega lögðum við af stað án þess að vita hvernig væri hægt að setja þetta upp á sviði.“ Hilmar segir verkið mótast mjög af um - ræðunni í dag ekki síst þar sem Andri Snær fjallar um álver og virkjanir sem er heitt málefni í dag hér í bæ. „Við höfum skoðað það sem sagt er í fréttum og í blöð um þannig að þetta varð mjög lifandi verk.“ Aðspurður um boðskap verks - ins segir Hilmar að allir vita afstöðu Andra Snæs. „Athygli okk ar byggist að hinni hræddu þjóð og við erum svolítið að skoða orðræðuna sem er í sam - félaginu. Við búum til persónur á svið inu sem fara í gegnum þess - ar orðræður sem Andri Snær tínir til í bókinni. Það er ekkert sagt í leik ritinu sem ekki hefur verið sagt áður, í Fjarðarpóstinum, sam félaginu og hvar sem er. Átök in í orðræðunni hafa öll átt sér stað og við færum þetta inn á leiksviðið í óskilgreindar per són - ur og rennum þessum texta og þessum atriðum úr bókinni og reynum að leika okkur og það er gaman fyrir okkur að renna þess - um orðræðum í gegnum per - sónur sem gegna ekki gildis - hlöðnu hlutverki og því fær orð - ræðan að flæða nokkuð frjálst.“ Hilmar segir ástandið í Hafn - ar firði í álversumræðunni drama tískt og því sé leikritið drama tískt þar sem reynt er að mynda samkennd með þessari þjóð allt á gamansaman hátt og hann segir að þetta eigi að vera skemmtikvöld. „Þetta er engin áróð urssýning en eflaust er fram - setningin lituð af því að við erum að vinna með Draumalandið, hjá því verður ekki komist.“ Leikstjórn er í höndum Hilm - ars Jónssonar með aðstoð Þór - dísar Elvu Þorvaldsdóttur Bach - mann, en leikendur eru Erling Jó hannesson, Magnea Valdi - mars dóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hjálmar Hjálmars - son, Sólveig Arnarsdóttir og Sóley Elíasdóttir. Ljósahönnun er í höndum Garðars Borg þórs - sonar, leikmyndina teiknar Ásdís Sif Gunnarsdóttir og tónlistina semur Hilmar Örn Hilmarsson. Hilmar segist vilja sjá Hafn - firðinga á leikritinu og því sé 2 Draumalandið í Hafnarfjarðarleikhúsinu Uppsetning sem er smituð af álversumræðunni í Hafnarfirði —Frumsýning á morgun Leikhópurinn á æfingu á þriðjudaginn L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n fyrir 1 tilboð á miðum fyrir Hafn firðinga á sýningar mars - mán aðar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.