Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.03.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 22.03.2007, Blaðsíða 1
Ábati Hafnarfjarðar af stækk - un álversins í Straumsvík er á áætlaður um 170-230 milljónum kr. á ári meiri en ef önnur iðnaðarstarfsemi væri á sama 52 ha svæði. Þetta telur Sveinn Bragason, fjármálastjóri bæjar - ins villandi og bendir á að nægar atvinn ulóðir séu í boði og önnur iðnaðar starfsemi byggðist upp líka þó álverið stækki. Hann telur að stækkunin ein og sér skili bæjarsjóði um 405 millj. kr. í fasteignaskatt á ári og 70- 140 millj. kr. í aukin hafnargjöld. Samtals gera þetta tæpar 510 millj. kr. miða við meðaltal áætl - aðrar hækkunar hafnar gjalda. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er hins vegar aðeins reiknað með 60 millj. kr. auknum fasteigna - sköttum og 60-125 millj. kr. í aukin hafnargjöld. Samtök iðnað arins hafa gagnrýnt skýrsl - una en þeir telja að heildartekjur bæjarins af stækkuðu álveri verði 1,4 milljarður kr. Andstæðingar stækkunarinnar halda hins vegar á lofti fullyrðinum um að aukinn ábati verði aðeins 110 millj. kr. á ári án hafnargjalda sem ekki er heimilt að nýta í annað en viðhald og endurnýjun á hafnar - svæði Hafnfirðing. ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 12. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 22. mars Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 Opið alla daga til 21 HVALEYRARBRAUT www.as.is Sími 520 2600 Hvar má leita upplýsinga? Víða liggja upplýsingar um málefni tengd stækkun álvers - ins í Straumsvík. Á vef Fjarð - ar póstsins, fjardarposturinn.is má finna tengla á helstu heimasíður sem geyma upp - lýsingar um álmálið í aðdrag - anda kosninga. 22 aðsendar greinar Í blaðinu í dag eru 22 að - send ar greinar og hefur Fjarð - arpósturinn leitast við að birta allar þær greinar sem berast innan tímamarka. Áríðandi er að höfundar virði lengdarmörk sem finna má á fjardar postur - inn.is þar sem einnig má finna fleiri greinar Deilt um skýrslu Hagfræðistofnunar Ábatinn sýnir tekjur af stækkun á móti tekjum af annarri starfsemi á sömu lóð Hugmyndir Sólar í Straumi að íbúðarbyggð í stað stækkunar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.