Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.03.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 22.03.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. mars 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Nú fer að líða að því að Hafnfirðingar verði að gera upp hug sinn um stækkun álversins. Upplýsingar flæða yfir okkur en það er svo skrýtið að þær hjálpa sáralítið. Hagfræðistofnun Háskólans gerir tvær skýrslur, fyrir Hafnar - fjarðar bæ og Alcan. Sömu tölur og forsendur notaðar en mismunandi tölur birtar. Andstæð - ingar segja ábatann lítinn skv. skýrslunni fyrir Hafnarfjarðarbæ en þar er átbatinn sýndur sem mismunur á tekjum sem bærinn hefði ef af stækkun verður á móti tekjum sem bærinn hefði af annarri starfsemi sem yrði á þeirri lóð sem stækkunin hefði orðið á. Þetta er eðlilegur samanburður en segir mér samt ekkert um ábatann! Ef álverið verður stækkað verður samt byggt á iðnaðarsvæðinu í kring og af því hefur bærinn tekjur. Þær tekjur eru ekki með í samanburðinum. Tölur má nota á alla vegu sem sést best á því að hagurinn hefur verið sýndur frá 100 milljónum upp í 1400 milljónir. Hverju eigum við svo að trúa. Þetta segir mér að þessi kosning byggist mest á tilfinningalegum skoðunum fólks fremur en skoðunum byggðum á tölulegum upplýsingum um hag og mengun. Hins vegar er það skondna við þessar kosningar að álverið hefur þegar starfsleyfi fyrir 460 þúsund tonn, hafði starfsleyfi fyrir 200 þúsund tonnum og gæti Alcan framleitt 460 þúsund tonn með því að endurnýja búnað í núverandi húsnæði þyrfti ekkert nýtt skipulag og þá yrði engin kosning enda er bara verið að kjósa um það hvort senda eigi tillögu að deili - skipulagi í eðlilega málsmeðferð þar sem hægt er að gera athuga - semdir með rökum. Í komandi kosningum er hins vegar ekki spurt um rök, þannig er íbúalýðræðið í Hafnarfirði í dag. Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 25. mars Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 13.00 Prestur: Sr. Kjartan Jónsson Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Sunnudaginn 25. mars Fermingarmessur kl. 10.30 og 14 Prestar: Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heimisson. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju. Kirkjuþjónar: Jóhanna Björnsdóttir og Einar Örn Björgvinsson. Æskulýðsstarf - Mánudaga kl. 20 Barnastarf T.T.T. (10-12 ára) - Þriðjudaga kl.17-18.30 Krakkakirkja (7-9 ára) - Fimmtudaga kl.17-18.30 Ungbarnamorgnar - Fimmtudaga kl.10-12 Fullorðinsfræðsla - sjá heimasíðu. Hraðskákmót Riddarans, miðvikudaga kl.13-17. Sýningar Kvikmyndasafnsins Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd spennumyndin When eight bells toll (’71) í leikstjórn Etienne Périer. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin The man who knew to much (’56), spennumynd í leikstjórn Alfred Hitchcock. Fjölskylduferð til Marokkó breytist skyndilega í martröð þegar upp kemst um fyrirhugað launmorð og ódæðismennirnir eru ákveðnir í að koma í veg fyrir að fjölskyldan skipti sér af áætlunum þeirra. Helstu leikarar eru James Stewart og Doris Day. Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6. Aðalfundur Skógræktar - félags Hafnarfjarðar Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnar - fjarðar verður haldinn í Hafnarborg þriðjudaginn 27. mars kl. 20. Arnór Snorrason skógfræðingur hjá Rannsóknarstöð Skógræktar Ríkisins flytur erindi sem hann nefnir „Kol - efnis binding með skógrækt“. Efnahagur og samfélag í fundaröð Hafnarfjarðarbæjar vegna kosninga um stækkun álversins. Fundurinn er í Bæjarbíói kl. 20. Dr. Gunnar Ólafur Haraldsson, for - stöðu maður Hagfræðistofnunar Há - skóla Íslands, Sveinn Bragason, fjár - málastjóri Hafnarfjarðarbæjar, Ingi B. Rútsson, formaður Hags Hafnar - fjarðar, Sigurður Pétur Sigmundsson hagfræðingur, Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda stjóri Samtaka atvinnu - lífsins og Krist ín Pétursdóttir, við - skipta fræðingur. Barnakóramót Barnakóramót Hafnarfjarðar verður haldið í ellefta sinn í Víðistaðakirkju á laugardaginn kl. 17. Að þessu sinni taka 14 kórar þátt og koma frá grunn - skólum og kirkjum bæjarins. Kór - félagar eru um 400 og hafa aldrei ver - ið fleiri. Hver kór syngur tvö lög en auk þess syngja allir kórarnir saman nokk - ur lög. Það er Skólasakrifstofa Hafn - arfjarðar sem sér um undirbúning og framkvæmd mótsins. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Aðalsafnaðarfundur Hafnarfjarðarkirkju Aðalsafnaðarfundur Hafnar fjarða - rkirkju er í kvöld, fimmtudag kl. 20 í safnaðarheimili kirkjunnar. Eldfjallagarður - ráðstefna Á laugardaginn kl. 14-16.30 verður ráðstefna Í Hraunseli, Flatahrauni 3, á vegum Sólar í Straumi, Sólar á Suðurlandi og Sólar á Suðurnesjum um framtíðarsýn á Reykjanesskaga og möguleika á eldfjallagarði. Fyrirlesarar verða Sigmundur Einarsson, jarð - fræð ingur, Ásta Þorleifsdóttir, jarð - fræð ingur, Bergur Sigurðsson, frkv.stj. Landverndar, Jónatan Garðarsson, þáttagerðarmaður og Sr. Gunnar Kristjánsson, prófastur. Hafnarfjarðarleikhúsið: Bráðskemmti - legt Draumaland Hafnarfjarðarleikhúsið frum sýndi á föstudaginn leik - ritið Draumalandið sem byggt er á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar í leikgerð Hilm ars Jónssonar og leik - hópsins. Leikararnir eru sex og eru þeir tákn hins almenna íbúa og hlaupa í hin ýmsu hlutverk. Leikmyndin var einföld og virkaði amatörleg í upphafi en hélt vel utan um sýninguna og hélt aðstæðum hlutlausum þegar á þurfti að halda. Að vísu fór ekki meira fyrir hlutleysi í verkinu því engum dylst af staða Andra Snæs í bók sinni. Það kom þó alls ekki að sök fyrr en í lok leikritsins þegar prédikunin var orðin áberandi og at burð - ar rásin orðin fyrirsjáanleg. En fram að því var verkið mjög áhugavert og bráðfyndið á köflum í bland við áleitnar vanga veltur. Leikararnir stóðu sig nær undantekningalítið með mikilli prýði og voru sannfærandi í hlutverkum sín - um. Leikritið stendur Hafnfirð - ingum mjög nær í aðdraganda að kosningu um stækkun ál - versins og hvort sem menn eru með eða á móti stækkun álvers eiga þeir fullt erindi á sýn ing - una. Ef menn vilja hlæja dátt á sama tíma og þeir með taka áleitn ar vangaveltur um fram - tíð landsins okkar, þá kaupið ykkur miða á Draumalandið í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Guðni Gíslason Aðsent Þú hýri Hafnarfjörður, hvað ertu að pæla nú? Vel ertu af guði gjörður. En gengur í þig sú trú að álið sé lausn á öllu sem aflaga kann að fara bæði í hreysi og höllu? Ég held að þú verðir að svara, því á þig er allstaðar hrópað. Við eigum að veita þér lið svo þér verði ekki sópað í sorpið við álverið. Kristján Bersi Ólafsson Hilmar Jónsson leikstjóri, ánægður í leikhléi með kenn ara sínum úr Leik listar - skólanum, Hilde Helgason.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.