Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.03.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 22.03.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. mars 2007 Verkstjórar styðja stækkun Á stjórnarfundi Verk - stjórafélags Hafnarfjarðar sem haldinn var 17. mars sl. var samþykkt stuðnings yfir - lýsing með stækkun Álversins í Straumsvík þar sem margir af félagsmönnum starfa og njóta góðrar starfsaðstöðu. Í Víkurfréttum þann 15. mars sl. er grein eftir Reyni Ingi - bjartsson, sem hann nefnir „Golíat og Davíð í Hafnarfirði“. Greinin fjallar um stækkun álvers ins í Straumsvík og skoð - anir manna á þeirri gjörð. Þar sem Reynir er þarna bæði með rang - færslur og ósannindi varðandi Verka lýðsfélagið Hlíf, sé ég mig knú inn til að koma leiðréttingu á framfæri. Orðrétt segir Reynir: „Stéttarfélögin eru líka með í baráttunni samanber Hlíf, sem styður stækkun álversins, en hefur dregið lappirnar í stuðningi við starfsmenn, sem hafa fengið reisupassann hjá Alcan eftir lang - an og dyggan vinnudag.“ Fyrri hluti þessarar fullyrðingar er ekki réttur og seinnihlutinn raka laus ósannindi. Verka lýðsfélagið Hlíf hefur ekki lýst yfir stuðningi við stækk - un álversins. Hins vegar sam - þykkti almennur félagsfundur í Hlíf þann 24. febrúar sl. eftir - farandi ályktun um stækkun álvers ins: „Fundur í Verkalýðsfélaginu Hlíf mælir með fyrirhugaðri stækk un álversins í Straumsvík í allt að 460.000 tonna fram leiðslu - getu á ári, enda verði þar settar upp bestu mengunarvarnir sem völ er á hverju sinni. Það er stað - reynd að þrátt fyrir að ál fram - leiðsla Alcan í Straumsvík meira en tvöfaldist eftir stækkunina verða loft gæði, með tilliti til heilsu fólks og mengun gróðurs og jarðvegs, und ir öllum mörkum sem sett hafa ver ið innan sem utan lóðamarka álvers ins. Hjá Alcan starfa nú rúm lega 460 manns í heils árs - störfum en eftir stækk - unina mun þeim fjölga í 850 og tekjur Hafn - arfjarðar aukast úr 490 milljónum króna í rúman 1,4 milljarð. Fund ur inn skorar á Hafn firðinga að greiða stækkuninni atkvæði sitt í vænt anlegri skoðana - könnun og renna með því styrkari stoðum und ir atvinnulífið í bænum.“ Það skal tekið fram að álykt - unin kom ekki frá stjórn félagsins heldur ut an úr sal og í stjórn Hlífar hefur ekki verið sam þykkt nein ályktun eða tillaga með eða móti stækkuninni. Rakalaus ósannindi Fullyrðingar Reynis um að Hlíf dragi lapp irnar í stuðningi við starfsmenn sem fengið hafa reisupassann hjá Alcan eru rakalaus ósannindi, því félagið gerir það sem það getur fyrir þá félagsmenn sína sem í slíku lenda. Og Hlíf lætur ekki þar við sitja, heldur er félagið í stans lausri baráttu fyrir auknum réttindum launafólks við upp sagn ir úr starfi. Svo ótrúlegt sem það er, þá virðist það hafa farið fram hjá Reyni að Hlíf er eina stéttar félagið hér - lendis sem held ur uppi linnulausri baráttu fyrir aukn um lagalegum réttindum launa fólks í uppsögn - um úr starfi. Hann virðist aldrei hafa séð í dag blöðum ályktanir frá Hlíf, þar sem skorað er á stjórn völd og Alþingi að löggilda ILO-sam þykkt nr. 158 eða setja ígildi hennar inn í ís lensk lög. Og það er víðar sem félag - ið lætur til sín taka hvað þetta varðar, því á öllum árs fundum Al - þýðu sam bands Íslands og Starfs greina sam - bands Íslands mörg und an farin ár hafa fulltrúar Hlíf ar flutt ályktanir um sama efni. Þessu til viðbótar hef ég sjálf ur skrif að tugi blaðagreina um slök réttindi launafólks og nauð syn þess að Alþingi fullgildi ILO-sam þykkt nr. 158. Það sem af er þessu ári hafa tvær slíkar grein ar birtst í dagblöðum og sú þriðja er á leiðinni. Ég held að Reynir ætti að nudda stýrurnar úr aug unum og kynna þér málin betur áður en hann ræðst á Hlíf með rætnum ásökunum um að félagið dragi lappirnar í stuðn ingi sínum við verka fólk, bæði hjá Alcan og annars staðar. Það að ásaka Hlíf fyr ir að draga lappirnar í baráttu gegn órök - studdum uppsögnum er jafn fáránlegt og að ásaka AFA og Reyni fyrir að vinna gegn hags - munum eldri borg ara. Höfundur er fyrrverandi formaður Vlf. Hlífar. Rangfærslur og ósannindi Sigurður T. Sigurðsson Mikið hefur verið rætt um hversu mikið Hafnarfjarðarbær hagnist á stækkun Alcan. En nú er komið í ljós að Alþingi fannst þetta ekki það mikilvægt mál og fannst þeim ekki þörf á að af - greiða frumvarp um að Alcan greiddi fast - eigna gjöld. Hvernig koma útreikningar út eft ir þessar fréttir? Það lítur út fyrir að greiðsl - ur Alcan til bæjarins verða ekki eins miklar og menn hafa talað um og haldið mikið á lofti hvað þetta á að koma Hafnar firði vel. Í mín - um augum þá finnst mér að með - an þetta frumvarp er ekki klárt þá á ekki að hugsa um að stækka Alcan. Við stækkun mun mengun aukast til muna og lífsgæði Hafn - firðinga versna. Eigum við að fórna landi undir álver sem ekki eru greidd fasteignagjöld af á sama tíma og dælt er út í um - hverf ið eiturefnum sem hafa skað leg áhrif á alla sem búa í ná - grenninu? Í umræðunni hefur ver ið talað um að stækkað álver mengi svipað og allur bílafloti lands manna. En á sama tíma er tal að um hvernig er hægt að draga úr mengun bíla. Samt sem áður er það vilji sumra að stækka álver til að bæta enn við mengun. En þar sem mengun er að verða vanda - mál í landinu og eitthvað þarf að gera til að sporna við mengun, þá er það fyrsta sem gera þarf til að takmarka mengun að hætta við stækkun. Í dag er ekki nema lítill hluti af tekjum bæjarins frá Alcan. Þetta svæði sem er í um - hverfi Alcan er skil - greint sem iðnaðar - hverfi. Er ekki betra að úthluta því hverfi til ann arra fyrirtækja sem greiða bænum fast - eignagjöld og eru ekki með mengandi iðnað? Með því þá fær Hafn - ar fjarðarbær meiri pen ing og lífskilyrði Hafn firðinga verða betri með minni mengun. Við getum aldrei kom ið í veg fyrir mengun frá fyrir tækjum. Allir menga eitthvað en það er hægt að halda því í skefj um með því að stækka ekki ál ver nálægt byggð. Í dag er ál - verið í góðum rekstri og virðist vera gott fyrirtæki. Við skulum hafa álverið í þeirri stærð sem það er í dag. Gerum Hafnarfjörð að enn betri bæ án risaálvers við bæj ardyrnar, það er hagur Hafn - ar fjarðar. Hafnfirðingar, stöndum sam an um að hafa Hafnarfjörð góð an bæ án stækkaðs álvers. SEGJUM NEI VIÐ STÆKKUN! Höfundur er Hafnfirðingur og nemi í ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Stækkun Alcan er ekki hagur Hafnarfjarðar Þórður Ingi Bjarnason Stækkað álver eða jafnstórt álver? Spurningin er erfið – hér gilda engar patentlausnir, ekki frekar en í lífinu sjálfu. Rökin eru með og á móti. Ábyrgð in sem Hafn - firð ingum er lögð á herð ar í þessu drama er ekki lítil. Við fáum að ráða þessu alveg sjálf. En sýnum stillingu, kær ir bræður og systur; frík um ekki út á val - kostunum. Vælum ekki um að upplýsingar skorti eða að bæjar - stjórnin sé ekki að standa sig. Fögnum frekar tæki - færinu sem við höfum fengið. En þetta er ekki einkamál ykkar Hafn firðinga, segja kaffi húsa - spekingarnir í Reykjavík. Og það er einmitt sú spurning sem mig lang ar til að fást við hér: Er álvers kosningin einkamál Hafn - firðinga? Svarið er nei og svarið er já. Svarið er nei, þetta er ekki einka mál okkar Hafnfirðinga, til dæmis í þeim skilningi að starfs - menn Alcan búa ekki allir í Hafnar firði (ég held t.d. að Rann - veig Rist búi annars staðar). Það verða því ekki bara Hafnfirðingar sem þurfa að finna sér nýja vinnu þarna árið 2030 eða hvenær sem álverið lokar. En það sem er enn mikilvægara er að mengunin sem fylgir stækkuðu álveri bitnar á öllum jarðarbúum, líka þessum sem búa ekki í Hafnarfirði. Nú dylst það líklega fáum að hlýnun jarðarinnar er aktúelt vandamál, og ef umhverfismál eru í tísku núna er það vegna þess að það er alltaf í tísku að taka mark á vísind - unum. Um allan heim fjölg ar þeim sífellt sem leggja sig fram við að flokka rusl og skilja bílinn eftir heima. Það kann vel að vera að stækk að álver í Straums vík myndi ekki menga mikið mið að við þetta eða hitt; miðað við framleiðslugetu, mið að við sambærileg álver. Stað reyndin mun hins vegar vera sú að stækkað álver myndi menga meira en allur bílafloti landsins. Mið að við að Hafnfirðingar eru ekki nema um sjö prósent þjóðar - innar myndi mér finnast það dá - lítið mikil mengun, og ekki sér - lega gott fyrir ímynd mína sem íbúa í þessum bæ. Svarið er hins vegar já, þetta er einkamál okkar Hafnfirðinga, í þeim skilningi að álverið er á okk ar landareign. Með því að segja nei við stækkuninni getum við sannað að okkur þykir vænt um þetta pláss sem við höfum. Við getum sýnt næstu kynslóð að hér bjó fólk sem þorði að veðja á eigin hæfileika og hyggjuvit, í stað þess að leggja allt sitt traust á mengandi stóriðju. Þetta er jörðin mín Hjalti Snær Ægisson www.hagurhafnarfjardar.is Humar er konfekt úr hafinu Á mánudaginn afhenti menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar styrki til menn ingarstarfsemi og hús - vernd ar. Athöfnin fór fram í Hafn arborg þar sem m.a. Jaðar - leikhúsið sýndi úr verki sínu. Styrki til menningarstarfsemi hlutu: Haraldur F. Gíslason vegna útgáfu sólóplötunnar „Hafn arfjörður capital of the uni verse“, kr. 150.000; Antonía He vesi vegna hádegis tónleika í Hafn arborg (Ágúst Ólafs son og Margrét Eir) kr. 100.000; Vig dís Klara Aradóttir fyrir hönd Ís - lenska saxafóns kvartetts ins vegna tónleika á Björtum dög um, kr. 150.000; Erlendur Sveinsson fyrir hönd Kvikmyndaverstöðvarinnar vegna heimildarmyndar um Krýsu víkurkirkju á 150 ára af - mælis hátíð og vegna upptöku af Gunn ari Kvaran að leika 6 sara - bönd ur eftir Bach, kr. 300.000; Jaðar leikhúsið til uppsetningar á spuna leikritinu Sögur og líf sem bygg ir á íslenskum þjóðlögum, kr. 150.000; Turak, brúðu leikhús vegna sýn ingar á sumardaginn fyrsta í tengsl um við franska menn ingar hát íð, kr. 150.000; Gunn ar Björn Guðmundsson fyr - ir hönd Flónu til uppsetningar á farandleikritinu Moldvörpur, kr. 150.000; Ragn hildur Stefáns dótt - ir fyrir hönd nokkurra listamanna vegna myndlistarsýningarinnar Mega Vott sem sett var upp í Hafn ar borg á síðasta ári, kr. 200.000; Magnea Þuríður Ingva - dóttir vegna myndlistarsýningar sem fjall ar um tengsl hönnunar og kinda, kr. 75.000; Margrét Guð - mundsdóttir vegna þátttöku í al - þjóðlegri grafík sýningu á Ítalíu, kr. 75.000; Guðrún Helga Sig - urð ardóttir vegna ferðalags til Káka suslanda og greinarflokks um ferðina, kr. 100.000 og Hjalti Snær Ægisson vegna fyrir lestra - raðar um íslenskar skáldsögur á 20. öld, kr. 200.000. Þá var eigendum eftirfarandi húseigna veittur styrkur úr húsverndarsjóði: Suðurgata 3, frá 1907, vegna endurgerðar á ytra byrði, kr. 200.000; Kirkju - vegur 5 frá 1922, vegna endur - gerðar á ytra byrði, kr. 500.000.- Styrkir veittir til menningar - starfsemi og húsverndar Peter Máté tekur við styrk fyrir hönd Tríós Reykjavíkur. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.