Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.03.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 22.03.2007, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. mars 2007 Kæru Hafnfirðingar nú er sú stund að renna upp að við verðum að taka afstöðu gagnvart okkar ágæta bæjarfélagi, nú er það X JÁ eða x nei, nú er enginn felustaður bakvið flokka eða sam - tök, það er ekki hægt að segja ég kaus þá ekki til þessara verka bölvaða svikarana, eða þið höfn uðuð eina alvöru val kostnum og kusuð þessa græningja yfir ykk ur og verði ykkur bara að góðu. Nei kæru vinir nú vigtar hvert at - kvæði. Ég er fæddur og upp alinn vest - ast í vesturbænum í ná grenni við Krúsa gamla með sinn litla fjár - hóp, Bjarna á Víðistöðum með sitt kúabú og ekki má nú gleyma Rönku gömlu og pút unum henn - ar. Í þá daga var lífið salt fiskur og svið. Okkar ágæta bæj ar félag hefur tekið miklum breyt ingum síðan, þannig er nú lífið og til - veran. Ég hef alla tíð talið mig um - hverfissinna og náttúru unnanda enda kann ég best við mig úti í nátt úrunni við vötn og ár með stöng í hönd. Ég er vélvirki og starfa við álverið í Straumsvík og merkilegt nokk ég skammast mín ekkert fyrir það, heldur er ég stoltur af því, mitt starf snýst um viðhald Þurrhreinsistöðva, kerþekjur og endurvinnslu og ég veit að það er full alvara með að draga úr mengun og menga eins lítið og frekast er unnt. Og annað sem ég veit að nýr búnaður kallar á nýja tækni og full - komn ari búnað sem meng ar minna en sá sem er nú í notkun. Þegar skáli 3 var byggður 1996 kom ný þurr hreinsun fyrir þann skála og sú stöð skilaði margfalt betri hreinsun en gömlu stöðvarnar sem voru reistar í kringum 1981-2. Eftir það var farið í endurbætur á gömlu stöðvunum til að nálgast stöð 3 og það er stöðug þróunar - vinna í gangi. Það er inn í dag að vera um - hverfis sinni (gott mál) en við meg um ekki láta hlutina snúast upp í andhverfu sína og stoppa þá þró un sem stefnir í að gera álverið umhverfisvænna. Við viljum endurnýjað og betra álver með fullkomnari hreinsi - stöðvum og andlitslyftingu á um - hverfi fyrirtækisins. Horfum til framtíðar Hafnfirðingar og gerið eins og ég X JÁ. Höfundur er starfsmaður Alcan. Framfarir og framþróun Ingvar Ingvarsson Óperukór Hafnarfjarðar stend - ur í stórræðum þessa dagana og ætlar í samvinnu við Íslensku óper una að setja á svið Ca vall - eria Rusticana, eftir Pietro Mas - cagni. Með aðalhlutverkin fara Elín Ósk Óskarsdóttir sem fer með hlutverk Santuzzu, Jóhann Frið - geir Valdimarsson sem Tur iddu, Ólafur Kjartan Sig urðarson sem Alfio, Hörn Hrafns dóttir sem Mamma Lucia og Þórunn Stefáns dóttir sem Lola. Þetta er fyrsta uppfærsla Óperukórs Hafnarfjarðar á heilli óperu og stórt skref fyrir kórinn að sýna hvers hann er megnugur. Frumsýnt verður annan í pásk um og eru áætlaðar fjórar sýn ingar, dagana 9., 11., 14. og 15. apríl en æfingar hafa staðið yfir frá áramótum. Nú þegar er uppselt á frumsýningu. Óperukórinn í stórræðum Félagar í Óperukórnum gerðu smá hlá á æfingu fyrir myndatöku. Með kerfisbundnum hætti hef - ur verið skrifað um það í bæjarblöðin, hversu gott sé að vinna í álverinu í Straums vík. Hins veg - ar hefur ekkert heyrst frá þeim starfs mönn - um sem var hent út eftir áratuga störf, þrátt fyrir að hafa fengið gull úr og barmmerki fyr ir vel unnin störf. Hvern ig skyldi standa á því? Athygli vöktu vand - ræðaleg svör Rann veig ar Rist í fréttaskýringa þættinum Komp - ási þann 12. mars sl., þegar að hún var spurð um starfs - lokasamninga nokkurra starfs - manna félagsins. Fram hafði komið í þættinum að nokkr ir fyrr verandi starfsmenn hefðu fengið starfslokasamning sem innihéldi ákvæði þess efnis að þeim væri meinað að tjá sig um fyrirtækið á neikvæðan hátt. Skoð anakúgun? Í viðtali við tímaritið Mannlíf (11. tbl., nóvember 2006) tjá þrír fyrr verandi starfsmenn álversins sig um álverið sem vinnustað (áð ur en forsvarsmenn Alcan sáu ástæðu til að gera greindan starfs lokasamning við þá). Í við - talinu kemur fram sú skoðun þeirra að óopinber stefna álvers - ins sé að lækka launakostnað um tugi milljóna. Stefnan sé sett á að spara 65 milljónir í launakostnað árlega. Það verði gert með því að segja upp Íslendingum og ráða útlendinga í staðinn. Einnig kemur fram hjá þeim að ál ver inu sé stjórnað með ótta og að álver sé ekki heilbrigður vinnu - staður og slys séu tíð. Mönnum er hins vegar bannað að tala um slys og ýmsar falsanir séu í gangi til að sýna fram á slysalausa daga. Þá er í viðtalinu haft eftir einum hinna fyrr - verandi starfs manna að ýmsar áhættur fylgi því að vinna í álverinu. Til dæm is sé mikið gas og reykur í skál unum og orðrétt segir hann: „Það er búið að reyna að fá þá til að ryk - mæla skálana svo árum skipt ir en það gera þeir ekki. Síurnar ná nefni lega ekki fína rykinu og eftir tíu ár er komin drulla í lungna berkjurnar.“ Einnig kem - ur fram að vinnan sé krabba - meins valdandi en það sé leynd - armál sem ekki megi tala um. „Það eru margir af þeim sem unnu í skálunum búnir að fara yf ir móðuna miklu með æxli í heila eða annars konar krabba - mein.“ Þess má geta að vegna upp - sagna framangreindra starfs - manna var haldinn fjölmennur baráttufundur starfsmanna ál - vers ins í Bæjarbíói þar sem framferði forsvarsmanna Alcan var mótmælt. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Er gott að vinna í álverinu í Straumsvík? Kristján Gunnarsson Það er athyglisvert hvernig hið virta fyrirtæki Alcan á Íslandi er nú að fjarlægjast heiðarleikann í lokahrinu kosningabaráttunnar. Þann 20. mars setur fyrirtækið með heilsíðu aug lýs - ing um rangfærslur í loft ið sem vísvitandi eru gerðar til þess að blekkja Hafnfirðinga. Þar er blandað saman skýrslu Hagfræði stofn - unnar og hins vegar áróðurplaggi frá Sam - tökum Atvinnu lífs ins og eingöngu er horft á tekjur en ekki kost nað. Skýrsla Hagfræðistofn unnar sem kynnt var 19. mars sýn ir svo ekki verður um villst að hreinn ábati fyrir Hafnarfjarðarbæ af stækkun álversins án þess að tek ið sé tillit til umhverfistjóns er u.þ.b. 110 milljónir á ári (s. 26 í skýrslunni). Það eru u.þ.b. 12.300 krónur á hverja fjölskyldu í Hafnarfirði á ári (það eru 7300 fjölskyldur í Hafnarfirði). Þá á eftir að reikna út umhverfistjónið eins og það er kallað í skýrslunni vegna sjón - mengunar, loft meng unar og rasks af völdum línu mannvirkja (s. 4). Þá á líka eftir að reikna út hversu mikið skuldir heim ilana aukast við þenslu á framkvæmda - tíma og skoða hugsan - lega lækk un á fast - eigna verði í Hafnar - firði verði bærinn þekktur sem stærsti ál - vinnslu bær Evrópu. Ekki má samkvæmt hafnar lögum nota tekjur af hafn - ar gjöld um í annað en rekstur, við - hald og uppbyggingu hafnar - mann virkja samkvæmt skýrsl - unni (s.26). Taki maður tillit til ábata af hafn armannvirkjum sem seint skila sér til heimilana í bæn - um, hækkar upphæðin í 23- 32.000 á hverja fjölskyldu. Þetta er allt og sumt. Þær tölur og út - reikn ingar sem Alcan reynir nú með risastórri auglýsingaherferð að troða ofan í hálsmálið á Hafn - firðingum byggja á því að ef ekki verði af stækk un verði verð mæt - asta bygg ingaland höfuð borg ar - svæð isins í Hafnarfirði eyðimörk. Það er blekking og óheið arlegt gagnvart íbúum bæj arins. Alcan auglýsir líka 1.150 ný störf í Hafnarfirði. Rétt er að benda á eftirfarandi ábendingu í skýrslu Hagfræðistofnunnar „Ólík legt er að stækkun álvers breyti nokkru um atvinnuleysi í Hafn arfirði þegar fram í sækir. Langtímaatvinnuleysi ræðst af grunnþáttum hagkerfisins, eins og skattkerfi, atvinnuleysisbótum, lágmarkslaunum, styrk verka - lýðs félaga og fleira, en einstök fyrirtæki breyta þar litlu.“ (s. 17). Sól í Straumi mótmælir rang - færslum og blekkingum Alcan harðlega og skorar á félagið að halda sér við staðreyndir málsins. Höfundur er talsmaður Sólar í Straumi. Hreinn ábati bæjarsjóðs við stækkun: 15.000 krónur á hvert heimili í bænum Pétur Óskarsson Leikskóli Hjallastefnunnar hef - ur starfað við góðan orðstír í Hafn arfirði mörg undanfarin ár og hróð ur skólans borist víða bæði hér lendis og erlendis. Auk leik skóla - starfs býður Hjalli nú uppá skólastarf í yngsta bekk grunn skól ans. Borist höfðu óskir frá rekstar aðil um og for - eldrum um að það starf gæti haldið áfram. Fræðslu ráð hafði tekið já kvætt í er indið og leit að var lausna á sam ráðs fund um. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjarts - dóttir lætur að því liggja í grein og tilvitn un í tveimur síð ustu tölu - blöðum Fjarðarpósts ins að það sé fyrst og fremst fyrir bar áttu hennar í bæjarstjórn og hvatn ingu Sjálf - stæðisflokksins til starf rækslu sjálf stæðra skóla að málið sé í höfn. Ef rétt reyndist væri það undir ritaðri sönn ánægja að bæjar - fulltrúi Rósa stingi þeirri fjöður í hatt sinn. En málið er einfaldlega ekki sveip að þeim bláa bjarma sem bæjar fulltrúinn kýs að gefa því í grein sinni. Fyrir þremur árum þeg ar forsvarsmenn Hjalla - stefn unnar leituðu leiða til að hefja grunn skólastarf í Hafnarfirði náð - ust ekki samningar við skáta - hreyfinguna um leigu á húsnæði eins og vonir höfðu staðið til. Hafnar fjarð ar bær hóf fljótlega und ir búning að stækk - un og end ur bótum á leik skól an um sem nú er að mestu lokið. Vilji meirihluta Sam fylk ing - arinnar stóð til þess að byggja upp, í sam ráði við Hjalla stefnuna, nýjan leik- og barna - skóla á Völl um. Að beiðni Hjalla stefn unnar var þeim áform um frestað um stund ar sakir. Barnaskóli við Hjalla Síðastliðið haust hófst starf fyrir fyrsta bekk grunnskólans í fær - anlegri kennslustofu við Hjalla og hef ur á undanförnum vikum og mán uðum verið leitað leiða til að halda mætti því starfi áfram. Á samráðsfundum var farið yfir stöðu málsins og spurðust fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar fyrir um það hvort til greina kæmi að Hjalla - stefnan fjármagnaði sjálf, að hluta eða í heild, færanlegar hús einingar með svipuðum hætti og fyrirtækið gerir í Garðabæ. Full trúar bæjar - ins væntu þess að fá svar við þess - ari fyrirspurn eftir að hún hefði verið lögð fyrir stjórn Hjalla stefn - unnar. En í stað þess að fá svar og vinna áfram að lausn málsins á grund velli þess sendi Hjalla - stefnan einhliða út yfir lýs ingu um það að fyrirtækið hefði ákveðið að hætta starfsemi, án samráðs við for eldra og fulltrúa Hafn arfjarðar - bæjar. Sú yfirlýsing kom okkur full trúum Sam fylk ingarinnar jafn mik ið á óvart og for eldrum barna í fyrsta bekk barna skólans við Hjalla. Samfylkingin lætur verkin tala En niðurstaðan er það sem máli skiptir og eftir frekara samráð við fulltrúa Hjallastefnunnar náðist samkomulag um annan bekk við skólann frá og með næsta hausti. Foreldrum var kynnt niðurstaðan á fundi. Allt tal bæjarfulltrúa Rósu Guð bjartsdóttur um viðhorfs - breytingu meirihluta Sam fylk ing - ar innar er því úr lausu lofti gripið enda hefur Hjallastefnan slitið barns skónum hér í Hafnarfirði og jafnaðarmenn stutt aukna fjöl - breytni í leik- og grunnskólastarfi. Að lokum má geta þess að í sam ráði við Hjallastefnuna er nú að hefjast vinna við undirbúning og hönnun á nýjum leik- og yngri - barna skóla á Völlum. Jafnaðar - menn láta verkin tala og fagna því að nágranna sveitar félög njóti góðs af því braut ryðjendastarfi sem Margrét Pála Ólafsdóttir hóf hér í Hafnarfirði fyrir margt löngu. Höfundur er formaður fræðsluráðs. Góðir skólar í Hafnarfirði Ellý Erlingsdóttir www.skataskeyti.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.