Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.03.2007, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 22.03.2007, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. mars 2007 Hér á eftir eru nokkrar af þeim ástæðum sem orsaka það að ég vil ekki stækkun álversins. Ef þú les - andi góður segir nei við ein hverj - um af þessum spurn ing um þá ætt - ir þú líka að segja nei við stækkun álversins þann 31. mars nk. Álver í miðri íbúðarbyggð Nú þegar íbúðar byggð í Vallar - hverfi er orð ið að raunveruleika og svo þegar fyrir hug uð íbúð - arbyggð sunnan við ál - ver ið verður að raun - veru leika þá verð ur það staðreynd að álver ið verði staðsett í miðri íbúð ar byggð. Þann ig verð ur Ál ver ið orð ið mitt á milli hverfa hjá okk ur. Kenni leiti fyrir aðrar borg - ir og bæi eru til dæmis Perl an og Hall grímskirkja fyrir Reykja vík, Big Ben fyrir Lond on, litla hafmeyjan fyr ir Kaup manna höfn, skakki turn inn í Písa, Holmen - kollen í Osló og svona mætti lengi telja. Fyr ir okk ur, íbúa í Hafnar - firði, væri þekkt asta kennileitið ál verið. Viljið þið hafa álver í miðri íbúð ar byggð og sem okkar þekktasta kenni leiti. Ég segi NEI. Stærsti álbræðslubær í Evrópu Eftir stækkun þá verður álverið með framleiðslugetu upp á 460.000 tonn sem verður það stærsta í Evrópu og það stærsta í heimi hjá Alcan. Núna er oft tal - að um álverið í Straumsvík sem er vissulega réttnefni því það er jú staðsett í Straumsvík. Mér finnst hins vegar réttara að tala um Álverið í Hafnarfirði þar sem að manni finnst jú Straums vík vera lengra í burtu heldur en Hafn - arfjörður. Álverið er vissu lega staðsett í Hafnarfirði. Viljið þið vera búsett í bæ sem er þekkt ur fyrir að vera stærsti ál bræðslubær Evrópu? Ekki ég og því segi ég NEI við stækkun ál vers ins. Nágrenni íbúðarbyggðar Frá núverandi íbúðabyggð þá er álverið í um 1.500 metra frá íbúðabyggð á Hvaleyrarholti (1.900 metra frá Hvaleyrarskóla) og 1.700 metra frá íbúðabyggð á Völl um. Álverið verður enn nær Völlum eftir stækkun. Til sam - an burðar þá eru um 1.800 metrar frá Hvaleyrarskóla niður í Fjörð, versl unarmiðstöð í miðbæ Hafn - arfjarðar, og 2.100 metrar frá íbúð ar byggð á Völlunum niður í mið bæ. Hafið í huga að einmitt vegna nálægðar við íbúðarbyggð var Áburðarverksmiðjunni í Reykja vík lokað Ég spyr því: Eruð þið hlynnt því að stóriðja sé í aðeins 1,5 km fjarlægð frá næsta íbúðarhúsi? Ég segi NEI. Línumannvirki Nú komum við að máli sem kemur kannski Hafn firð ing um minna við og lands mönnum öll - um meira. Við stækk un á álverinu þarf líka að gera ráð - stafanir til að koma öllu því raf - magni sem álverið þarfn ast til þeirra. Við þær fram kvæmdir þarf að búa til stærstu línu - mannvirki Íslands sög - unn ar í gegnum átta sveitar félög á Suð - vestur og Suð urlandi. Þeir sem hafa séð álverið í Reyðarfirði og þær verulegu sjónmengun og skemmd ir sem línufram kvæmd irnar hafa haft á Skriðdal og nágrenni á Austur - landi hljóta að segja NEI við þessum fram kvæmdum hér. Mengun Forsvarsmenn Álversins hafa verið duglegir að sýna fram á að mengun aukist ekki eða réttara sagt aukist minna heldur en stækkunin er. Einnig hafa þeir verið að benda á að skv. mæl ing - um á Hvaleyrarholti þá sé svifryksmengun þar ekki komin frá álverinu. Mikið hefur verið rætt um svifryksmengun í vetur og hefur hún aukist það mikið á höfuð borgarsvæðinu að hún fór nokkr um sinnum yfir hættu - mörk. Það hlýtur því að vera að með því að þrefalda álverið þá auk ist mengunin. Eigum við ekki að vera að vinna í því að minnka meng un í þéttbýli með öllum mögulegum ráðum? Viljum við ekki geta haldið áfram að leyfa ung börnum okkar að sofa úti á svöl um? Við getum barist gegn meng un með ýmsum hætti en einn ig með því að segja NEI við stækk um Álversins. Ég vil að lokum taka það fram að ég hef ekkert á móti því ágæta fólki sem starfar eða hefur starf - að í Álverinu. Ég hef heldur enga trú á því að fyrirtæki sem er rekið með góðum hagnaði og er eitt af þeim stærri hjá Alcan verði lok að. Hafnfirðingar, segjum NEI við stækkun álversins og verum stolt af því að segja við börnin okkar og barnabörnin að við höfum séð til þess að bærinn þeirra sé nú betri bær fyrir vikið. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Álver eða ekki álver Geir Gígja Í Fjarðarpóstinum 8. mars sl. skrifar Guðmundur Haraldsson, starfsmaður Alcan, grein þar sem hann gerir mikið úr stuðningi Ísal/Alcan við íþróttafélögin í Hafnarfirði. Nefnir m.a. að Ísal hafi stutt frjálsíþrótta - deild FH á árum áður. Það er rétt, en ég man að þessi styrkupphæð var lítil. Forystufólk hafn firskrar íþótta - hreyf ingar veit vel að erfitt var að fá stuðning frá Ísal. Guðmundur stað festir það reyndar þegar hann segir: „Þeg ar Alcan Inc. keypti svissnesku samsteypuna... varð gjörbreyting á afstöðu fyrir - tæk isins til sam félagsmála.“ Þá höfum við það. Hver er þá þessi gjörbreyting sem Guðmundur er að tala um? Árið 2002 gerðu Hafnar fjarðar - bær, Íþróttabandalag Hafnar - fjarðar (ÍBH) og Alcan á Íslandi þriggja ára samning um eflingu íþróttastarfs 16 ára og yngri iðk - enda íþróttafélaganna í Hafnar - firði. Þessi samningur hefur síðan verið endurnýjaður til ársloka 2007, en samkvæmt honum legg - ur Alcan nú fram 5 m.kr. á ári, en lagði fram 4 m.kr. á ári á fyrra samningstímabilinu. Þessi upp - hæð skiptist síðan á milli níu félaga sem sum hver hafa margar deildir inn an sinna vé banda. Minnstu félögin fá því ekki nema um 100 þús. kr. í sinn hlut. Guðmundur talar um styrki. Lítum nánar á það mál. Ég var einn þeirra sem fagnaði ofangreindum samn - ingi en það runnu á mig tvær grímur þegar ég kynnti mér hann nánar nokkru síðar. Í samningnum er að finna skilyrði af hálfu Alcan sem eru vel þekkt í auglýsingasamningum. Lítum nán ar á samantekt á skilyrðum hvað varðar FH: „Allir keppnis - bún ingar fyrir 16 ára og yngri skulu merktir með fyrirtækis merki Alcan. Skilti með fyrir tækis merki Alcan skal sett upp utanhúss við Kaplakrika svo og í íþróttasal íþrótta hússins. Fyrir tækismerki Al can skal vera á heima síðu félagsins, á bréfsefni og á öllu kynn ingarefni barna- og ungl - ingastarfs félags ins.“ Ég get ekki betur séð en hér sé á ferðinni auglýsingasamningur og það í lakari kantinum fyrir íþróttafélögin í Hafnarfirði, jafn - vel íþyngjandi. Ég minnist þess að í mars 2006 barst okkur í stjórn frjálsíþróttadeildar FH bréf frá ÍBH þar sem gengið var eftir því að við fullnægðum skilyrðum í samningnum við Alcan, annars gæt um við átt á hættu að missa „styrkinn“. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að Alcan greiðir 5 m. kr. á ári til íþróttafélaganna í Hafnar firði skv. viðskipta samn - ingi. Það er allt og sumt og að mínu áliti ekki sú upphæð sem alþjóð legt stórfyrirtæki þarf að hreykja sér af. Hvað þetta varðar hefur Alcan ekki gefið neinar gjafir. Vel gæti ég trúað því að Acta vis greiði mun hærri upphæð á ári til knattspyrnudeildar FH. Aldrei hef ég heyrt fulltrúa þess fyrirtækis hreykja sér af því. Höfundur er FH-ingur og félagi í Sól í Straumi. Stuðningur Alcan við íþróttir er ofmetinn Sigurður P. Sigmundsson Það er gott að vinna í Straums - vík. Launin eru góð og algert jafnræði milli kynja. Boðið er upp á ferðir til og frá vinnu og þar er fyrsta flokks mötuneyti. Öll vinnu föt eru kostuð af fyrir tækinu og þvegin á staðn um. Allir starfs - menn hafa sér fataskáp til fataskipta og bað að - staða er fín. Ófaglærðum starfs - mönn um gefst kostur á að sækja nám í Stór - iðju skóla fyrirtækisins, sem er þrjár annir og er námið algerlega á kostn að Alcan. Ég er með 10 ára starfsaldur hjá Alcan, sem þykir nokkuð langur starfs - aldur á sama stað í dag. Það þykir ekki langur starfsaldur í Straums - vík. Reglu lega kveðjum við starfs menn sem eru að ljúka þátt - töku á vinnu mark aði eftir áratuga farsælt starf. Sem segir meira um staðinn en mörg orð. Lög um fæðingarorlof sem eru í gildi og gefa feðrum kost á að taka allt að þriggja mánaða fæðingar - orlof eru mis vel séð hjá atvinnu - rekendum. Ég hef tvisvar á síðustu þremur árum nýtt mér þennan rétt. Ég hef ekki fundið neitt nema vel - vilja og skilning á því í minn garð. Öryggismál eru í forgangi og slysum hefur stórfækkað á síðustu árum. Forvarnastarf er mjög gott og þarf hver nýr starfs - maður að ganga í gegn um ný liða nám - skeið og fær fóstra til að hjálpa sér að fóta sig í um hverfi stóriðjunnar. Haldn ir eru öryggis - fundir í öll um deildum a.m.k. einu sinni í mán - uði. Ágæti Hafnfirðingur 31. mars gefst þér kost - ur á að kjósa um fram tíð fyrir - tækisins. Kynntu þér málið. Láttu ekki glepjast af fag ur gala um að það sé allt í lagi þótt ekki verði af stækkun í Straums vík, því álverið verði bara áfram í þeirri mynd sem það nú er. Núverandi orku samningur renn - ur út árið 2007, eftir aðeins 7 ár, og það er óljóst hversu lengi álverið starfar eftir það. Það veit í raun enginn. Ef ekki verður hægt að fylgja tækniþróun eftir sem hefur átt sér stað síðan álverið í Straums vík tók til starfa fyrir nær fjörutíu árum liggur leið in niður á við. Á því er enginn vafi. Nú stönd - um við á tímamótum. Hvort vilj - um við horfa á álverið fjara út eins og við höfum séð gerast með mörg fyrirtæki í Hafnarfirði. Vilj - um við sjá hátækni álver í fremstu röð á öllum sviðum, sem stenst all ar ströngustu kröfur um starfs - leyfi til stóriðju og skilar miklu til samfélagsins? Kæri Hafnfirðingur, ef af stækk un verður munu tekjur bæjar ins vegna álversins verða a.m.k. 250.000.- kr. á hverja fjög - urra manna fjölskyldu í bænum á hverju einasta ári næstu 40-50 árin. Höfum við efni á að hafna því? Ef þú kynnir þér málið er ég sann færður um að þú verðir „fylgj andi“ stækkun í Straumsvík þann 31. mars næstkomandi. Höf undur er starfsmaður í Straumsvík. Höfum við efni á að hafna stækkun? Þórður Örn Erlingsson Kaffihús og bakarí morgunverður og hádegisverður Alhliða veisluþjónusta & salir Kringlan Reykjavíkurvegur 74 Suðurlandsbraut 4A www.konditori.is sími 588 1550 www.hagurhafnarfjardar.is w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.