Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. mars 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Er það ráðstjórn að vilja að íbúar fái fyrr að koma að mótun hugmynda að framtíðarsýn bæjarins? Ekki er svo ef marka má orð forseta bæjarstjórnar sem segist fylgja beinu lýðræði! Er eðlilegt að hafa stjórnmálamenn í vinnu sem leyna skoðunum sínum á mikilvægum málefnum bæjarfélags síns? Ég segi nei. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru haldnir „ábyrgðarfælni“ og það er mikil óánægja með þessa ábyrgðarfælni meirihluta bæjarstjórnar. Ég er hins vegar alveg sammála forseta bæjarstjórnar að bæjarbúar vilji taka meiri þátt í ákvarðanatöku í bænum. Samfylkingin boðaði íbúaþing sem m.a væri skref í þá átt. Þetta var kosningaloforð fyrir 5 árum. Aðeins eitt íbúaþing var haldið og fyrir síðustu kosningar var kosningu um álver lofað. Er þá efndum um aukið íbúalýðræði lokið? Ekki voru efndirnar miklar á síðasta kjörtímabili. Ég er ekki andstæðingur meirihluta eða minnihluta bæjarstjórnar, ég er tilbúinn að styðja alla til góðra verka en það truflar mig að landsmálaflokkarnir séu að blanda sér í bæjarmálefni Hafnarfjarðar. Ég hef áður sagt að bæjarfulltrúarnir eru allir jafnaðarmenn í besta skilningi þessa orðs. Almar vill greiðslur til eldri borgara, Ellý vill einkaskóla og svona mætti nefna um hvern og einn. Flokkadrættir eiga því ekki heima í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Hvernig sem kosningin á laugardaginn fer, þá situr eftir að stjórnkerfi Hafnarfjarðar er orðið óljóst og engin skilgreining til á stórum og litlum málum. Aldrei hefur t.d. verið kosið um aðalskipulag sem er grundvöllur að framtíðaruppbyggingu bæjar - ins. Enn á ný skora ég á bæjarstjórn að samþykkja að taka upp vott - að gæðakerfi við stjórnun bæjarins og framkvæmdir á hans vegum. Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is Víðistaðakirkja Pálmasunnudagur 1. apríl Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Skemmtileg og fjölbreytt stund fyrir alla fjölskylduna. Að þessu sinni eru gestir sunnudaga skólans beðnir að ganga inn um hægri hliðardyr og upp þar sem sunnudaga skólinn fer fram v/fermingar athafnar í kirkjunni. Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30 Fermingarguðsþjónusta kl. 14.00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð Trompet: Eiríkur Örn Pálsson www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Pálmasunnudagur 1. apríl Fermingarmessur kl. 10.30 og 14 Prestar: Sr. Þórhallur Heimisson og sr. Gunnþór Þ.Ingason. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju. Kirkjuþjónar: Jóhanna Björnsdóttir og Einar Örn Björgvinsson. Sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla kl. 11 Ekið frá kirkjunni kl. 10.55 Æskulýðsstarf - Mánudaga kl. 20 Barnastarf T.T.T. (10-12 ára) - Þriðjudaga kl.17-18.30 Krakkakirkja (7-9 ára) - Fimmtudaga kl.17-18.30 Ungbarnamorgnar - Fimmtudaga kl.10-12 Fullorðinsfræðsla - sjá heimasíðu. Ræðukeppni ITC Ræðukeppni verður hjá Tjáningar - samtökunum ITC þriðjudaginn 3. apríl n.k. kl. 20.15 í Vonarhöfn sem er í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju Skemmtileg keppni. Allir velkomnir. Sýningar Kvikmyndasafnsins Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd The man who knew to much (’56), spennumynd í leikstjórn Alfred Hitch - cock. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd mynd Roman Polanski; Rosemary’s Baby frá árinu 1968. Hjónakornin Rosemary og Guy Woodhouse flytja inn í íbúð í fremur illa þokkaðri bygg - ingu í New York. Nágrannarnir eru grunsamlegir og Rosemary, sem er ófrísk, fer að heyra dularfull hljóð og fá martraðir og grunar þá um að hafa illt í huga gagnvart ófæddu barni henn ar. Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6. Kynningarfundur um álver Síðasti kynningarfundurinn vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík verður haldinn í Hafnar - borg í kvöld kl. 19. Á fundinum munu fulltrúar ólíkra sjónarmiða koma þeim á framfæri. Fundinum verður sjón - varpað beint á Stöð 2. Fundur um turn í miðbænum Forstigskynning á breyttu deili - skipulagi á Strandgötu 26-30 verður haldinn í Hafnarborg mánudaginn 2. apríl kl. 17. Tillagan felst í að í stað fjögurra hæða íbúða- og þjón ustuhúss komi allt að 10 hæða hús. Vilja gefa starfsmanna - húsið í Krýsuvík Fjölskylduráð samþykkti að leggja til við bæjarráð að svokallað Starfsmannahús í Krýsuvík verði afhent Krýsu - víkur sam tökunum til eignar og umráða. Actavis kaupir Lyfjaþróun Opnar nýjar leiðir í þróun nefúðalyfja Actavis hefur keypt íslenska lyfja þróunarfyrirtækið Lyfja - þróun hf., sem sérhæfir sig í þró un nefúðalyfja. Með kaup - unum öðlast Actavis þekkingu á þróun á nýjum lyfjaformum sem félagið býr ekki yfir í dag. Lyfjaþróun sérhæfir sig í þróun á nýjum nefúðalyfjum og hefur fjögur verkefni í þróun. Félagið var stofnað 1991. Hjá því starfa 13 manns. Búist er við að fyrstu lyfin komi á markað á árinu 2010, en félagið hefur ekki selt lyf á Íslandi. Þóra Björg Magnús - dóttir er framkvæmdastjóri félags ins. Kaupverð er ekki gefið upp. Óperukór Hafnarfjarðar fær milljón Bæjarráð varð við styrk - beiðni Óperukórs Hafnar fjarð - ar og samþykkti að styrkja kórinn um eina milljón kr. vegna uppsetningar á óperunni Cavalleria Risticana eftir Mas - cagni. Óperan verður frumsýnd í Íslensku óperunni annan í páskum en á sjöunda tug kórmeðlima úr Óperukór Hafnarfjarðar taka þátt í sýn - ing unni ásamt rúmlega fjör tíu manna hljómsveit Ís lensku óperunnar. Elín Ósk Óskarsdóttir, stjórn andi kórsins, sem fagnar tutt ugu ára starfsafmæli sínu í ár, syngur hlutverk Santuzzu. Aðrir einsöngvarar eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Hörn Hrafns dóttir og Þórunn Stef - áns dóttir. www.hagurhafnarfjardar.is Ástjarnarsókn Fermingarguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju kl. 10 Laugardagurinn 31. mars Foreldramorgnar þriðjudaga kl. 10 - 12 Barnakórsæfi ngar miðvikudaga kl. 16.30 - 18 Safnaðarstarf í samkomusalnum Messa í samkomusal Hauka að Ásvöllum. Páskadagur 8. apríl www.astjarnarkirkja.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.