Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. mars 2007 Nú nálgast sá dagur að Hafn - firðingar greiði atkvæði um stækk - un álversins í Straumsvík. Ekki er saman að jafna fjár hags legum burð um annars vegar þeirra sem vilja stækka verk smiðj - una og hins vegar hinna sem því eru andvígir. Bakhjarl þeira sem vilja stækka er sjálfur auð - hring urinn og álrisinn Al can en að baki Sólar í Straumi er hugsjónafólk án pen inga. Nokkuð hef ur bor ið á því að fólki utan Hafnarfjarðar finn - ist að rangt sé að ein - skorða þessa at kvæðagreiðslu við Hafn firðinga eina. Þessar raddir hafa ekki síst heyrst frá íbúum við Þjórsá, nærri þeim stöðum sem nýj ar virkjanir yrðu reistar til að knýja stækkaða verksmiðju í Straums vík. Aðrir segja að at - kvæða greiðslan komi öllum lands - mönnum við enda eigum við öll að vera gæslumenn náttúrunnar. Þetta er rökrétt og það er líka rétt að efnahagslegar af leiðingar stækk - unar kæmu til með að snerta alla landsmenn, bæði heimili og at - vinnu rekstur. Framhjá hinu verður þó ekki horft að Hafn firðingar eru þrátt fyrir allt að taka ákvörð - un um deili skipulag sem snert ir sérstaklega þeirra byggð og fram - tíðar möguleika hennar. Sumum finnst að með því að reisa stærstu álverk smiðju Evrópu nán ast inni í Hafn ar firði sé verið að tor velda frekari byggðar þróun á þessu fagra svæði og auka mengun fyrir stundarhagnað; ávinning sem auk þess mætti ná með öðrum hætti. Aðrir líta á það sem mikla gæfu að hafa þennan risastóra og stækkandi vinnustað innan bæjar markanna. Sjálfur er ég á þeirri skoðun að atkvæðagreiðslan í Hafnarfirði komi öllum landsmönnum við þótt ég sjái einnig sérstöðu Hafn firð - inga og virði hana. Gefum okkur að Hafnfirðingar eigi einir að útkljá málið með því að sannfæra hvern annan um rétt og rangt í þessu efni og að engir aðrir eigi þar að koma að máli – hvorki með áróður né með fjármagn. Fróðleg spurning að fá svar við væri þá þessi: Er Alcan Hafn firðingur? Hefur fjölþjóða ris - inn rétt umfram Íslendinga al mennt til að skipta sér af fyrirhugaðri at - kvæðagreiðslu? Hvort skyldi er - lend um eigendum Alcans vera meira hugleikinn: Eiginn hagn aður og hagur eða framtíðarhagur Hafn - ar fjarðar? Höfundur leiðir lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. www.hagurhafnarfjardar.is Á heimsvísu eru töluverðar áhyggjur af lýðræðisþróun þar sem ungt fólk sýnir minnkandi áhuga á stórnsýslu, stjórnmálum og lýð ræði almennt. Ungt fólk tel ur sig ekki hafa aðgang að stjórn - sýsl unni, ákvörðunar - tök um eða stjórnmálum. Evrópu ráðið hefur um ára bil unnið markvisst að því að sporna við þess ari þróun og efla sam félagsvitund ungs fólks víðsvegar um álf - una. Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands hafa fjallað um þessa þróun og eru með ýmis námskeið í úr lausnum. Fagið lífsleikni var sett í nám skrár grunn- og fram halds - skóla þar sem samfélagsleg- og lýðræðisleg umræða á sér stað, svo og ákveðin þegnskapar mennt un. ÍTH hefur stutt við lýðræðis - umræðu ungs fólks og í samstarfi við Skólaskrifstofu er sá viðburður að halda unglingaþing í hverjum skóla orðinn árlegur viðburður. Í Hafnarfirði er með sanni hægt að segja að ungt fólk hafi áhrif. Ungmennaráð kemur sjónar - miðum, hugsjónum og málum unglinga vel á framfæri. Ung menna - ráð á seturétt í ÍTH og er þar með mál frelsi og tillögurétt. Í stjórnmálum er talað um að ein stakl ingur sé „ungliði“ sé hann 35 ára og yngri. Þetta gengur yfir allar ungliða hreyf - ingar -þver pólitískt. Með hliðsjón af því er óhætt að segja að „ungt fólk“ hafi greiðan að gang að stefnu mótun og ákvörð - unartöku Hafn arfjarðar bæjar. Sem bæjarfulltrúi, held ég (30 ára) meðalaldri bæjarstjórnar niðri og vil tala fyrir hönd minn ar kynslóðar og þeirra sem mér eru yngri. Það starfa 5 ráð hjá Hafn ar - fjarðarbæ og innan þeirra eru skip - aðir tveir ungliðar sem aðal menn og tveir sem varamenn fyrir Sam - fylkinguna. Þegar kemur að nefnd - um þá eru 8 ungliðar aðal menn, þar af tveir formenn og 6 skipa varamannasæti. Allt þetta unga fólk er frambærilegt, mál efnalegt og með fullan þroska og getu til að sinna þessum ábyrgð ar störfum. Beint íbúalýðræði með at - kvæðis greiðslu líkt og þeirri sem mun eiga sér stað á vegum Hafn ar - fjarðarbæjar 31. mars næst kom - andi um stækkun álversins í Straumsvík hvetur ungt fólk til þátttöku.. Ég get fullyrt að ungt hafn firskt fólk verður áberandi á kjörstöðum þann dag því það tekur afstöðu, skiptir sér af og kýs. Hafnfirðingar hafa áhuga á sam - félaginu sínu og taka virkan þátt í að móta það til framtíðar. Evrópuráðið þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af unga fólkinu í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Ungt fólk hefur áhrif í Hafnarfirði Margrét Gauja Magnúsdóttir Margir álíta að hún snúist um peninga, en það er mikill mis - skiln ingur, Hún snýst um mann lega reisn, hún snýst um það hvort Hafn firðingar þora að standa uppréttir og láta ekki siðlausan blekk ingar - áróður auð magn ins stjórna gerð um sín um. Hafnfirðingar eru hugs andi fólk og sjá í gegn um pótem kín - tjöld in sem sett hafa ver ið upp í þeim til gangi að rugla dóm greind þeirra. Í hjarta sínu eru þeir andsnúnir fyrirætlunum ál risans og leiguþýja hans og vilja ekki skapa börnum sínum og barnabörnum þá framtíð að þurfa að lifa í stærstu ál-fabrikku í Evrópu. Ef Hafnfirðingar átta sig á þessu grundvallaratriði að málið snýst um mannlega reisn en ekki peninga, þá er sjálf gefið að tillagan um stækkun álversins verð ur kol - felld 31. mars. P.S. Um þetta orti ég vísu fyrir tveimur árum þegar virkjunar sinni á Norðurlandi hélt því fram í bréfi til mín að starfs leyfið til stækk - unar ál versins, sem þá var bú ið að veita væri kál í ausu fyrir Hafn - firð inga: Kálið í ausunni er eitri og galli blandið og ekki til lengdar Hafnfirðingum til bóta. Álverið stefnir að því að menga landið sem afabörnin mín fæddust til þess að njóta. Kristján Bersi Ólafsson. Um hvað snýst álverskosningin? Kristján Bersi Ólafsson Er Alcan íbúi í Hafnarfirði? Ögmundur Jónasson Starfsmaður óskast Sundfélag Hafnarfjarðar óskar eftir starfsmanni á skrifstofu félagsins til 1. jan. 2008. Umsóknir á að senda á sh@sh.is. Upplýsingar um starfið gefa Rósa í síma 555 6830 og Kristbjörn Óli í síma 860 0005 Next Saturday, 31st March, peo - ple who have the right to vote in local elections in Hafnarfjörður, will be asked to cast their vote con - cern ing changes to local plan ning around the aluminium factory own ed by Alcan. Foreigners living in Hafnarfirði are probably aware of the vote that is being advertised but unaware of the issues surrounding the voting. I thought it was time for someone to translate the issues into a language that could hopefully be understood by foreigners living here. Basically it comes down to wheth er or not the aluminium plant in Straumsvík is allowed to build an extension to its existing production lines. If you vote Yes, you are agre eing to change the local landscape. This involves chang es to the road that leads to Kefla vík which would mean Hafn ar fjörður town council can give planning permission to Alcan, who can then extend their factory. Say No, nothing really chang es. Simple enough you may say. But is it ? There has been much debate over the past few months both for and against the extension. I myself hardly had an opinion on the issue at all. Gradually I found myself look ing at the issues sur rounding the vote, I want to know exactly what it is I am voting for, if the issues are clear and know the consequences of saying Yes or No. There are a few grey areas that I would like answered by experts, not by Alcan or the town council. What impact will a plant of the size that is proposed have on the enviroment, are any studies that can be shown ? With such a large plant in the area will the road sys - tem be good enough for the increase in traffic ? Increasing production must increase pollution, will our children be safe? And how will the additional power required for the project be sup plied, will yet another hydro elec tric plant be constructed some where ? Show us the facts. A lot of money is being spent to convince us that it is safe for Alcan to expand its plant, that it is good for the economy and everyone in Hafnarfjörður will benefit. Fine, I don t́ have a problem with that and if it means lowering taxes, then even better. What we all must realise , is that Alcan is a business and if they want to expand their operation, it is because they are profitable and they see an opportu - nity to make more money, not because they intend to give us big - ger and better Christmas presents next year. It is not my intention to influence voters, but for those interest ed, I intend to vote No. My deci sion came when Alcan made a statement in January that said, if the plans for the extension were not approved they would close their factory and up to 400 people would be left unemployed. That made up my mind for me. I feel strongly that large companies should not try to blackmail the public. They are welcome to spend millions of kronur to try and influence my vote, but please do not blackmail me. Of course, I do not want to see people lose their jobs, but will Alcan close one of their most profitable plants if we vote No? Alan Winrow. Alcan - Yes or No! Arðsemi: Samkvæmt skýrslu Hagfræði stofnunar Háskóla Ís - lands verður heildar ábati Hafnar - fjarðarbæjar 110 milljónir á ári án hafnar gjalda (velji Hafnfirðingar að setja álver á lóðina umfram aðra starf semi). Þetta er ekki nema 6- 8.000 kr. ábati á á hvern Hafn - firðing á ári. Ef fórnar kostnaður væri tekinn inn í reikni líkaninn væri niðurstaðan líklega mínus. Ekki er hægt að vefengja þessa skýrslu þar sem grunnað ferðar - fræði hag fræð arinn ar er notuð. Þetta er kjarni málsins. Atvinnuleysi: Í skýrslu Hag - fræðistofnunar seg ir orðrétt: „Ólík - legt er að stækkun álvers breyti nokkru um atvinnu leysi í Hafnar - firði þegar fram í sækir. Lang tíma - atvinnuleysi ræðst af grunnþáttum hag kerfisins eins og skattkerfi, at - vinnuleysisbótum, lágmarks laun - um, styrk verka lýðs félaga og fleira, en einstök fyrir tæki breyta þar litlu um“. Mengun: Staðfest er að mengun mun stór aukast (innan hættu - marka). Af hverju lofar Alcan ekki að setja upp vothreinsibúnað sem mun hreinsa upp í 90% af allri þeirri mengun sem nú kemur út í loftið? Alcan felur sig bak við það að um hverfis stofnun hafi eindregið mælt á móti slíkum búnaði sem er ekki rétt. Það er algjörlega val Alcans að setja upp vot hreinsi - búnað eða ekki. Þeir velja að gera það ekki og það segir okkur hvar þeirra áhersla er í þessum málum. Íbúðarhúsnæði, skuldir heim - il anna: Þegar álverið er komið í nýja stærð með öllum tilheyrandi línu mann virkjum, þá fyrst sér fólk hvað er að gerast. Allir vita að stærra álver þarf jafnmikla orku og allt höfuðborgarsvæðið. Línu - mann virkin ein og sér gætu verið þvílík sjónmengun að fólk mun ekki kaupa sér húsnæði í kringum álverið. Samkvæmt deiliskipulagi fengi Alcan leyfi til að reisa allt að 57metra háa skortsteina þetta er hvergi að sjá á DVD disknum sem við bæjarbúar vorum að fá frá Alcan. Alcan á að koma heiðarlega fram og birta heilssíðuauglýsingar með raunverulegum línumann - virkjum og skortsteinum í réttum stærðarhlutföllum svo öllum verði ljóst hvað við erum að kjósa um. Verðbólgan getur hæglega farið upp í 8% húsnæðislánin hækka, mánaðargreiðslur hækka meðan íbúð ar verð mun mjög líklega lækka. Hvað ætli skuldir bæjar - sjóðs muni aukast mikið? Það verður nú lítið eftir af littlu jafnvel minna en ekkert. Hafnfirðingar notið heilbrigða skynsemi, kynnið ykkur málið og takið ábyrga afstöðu. Svana Gunnarsdóttir rekstrarhagfræðingur. Heilbrigð skynsemi er allt sem þarf

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.