Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. mars 2007 Í ISAL-tíðindum árið 2002 var birt viðtal við Travis Engen fyrrverandi forstjóri Alcan Inc. Þetta er um margt fróðlegt viðtal, sér stak - lega fyrir þá starfsmenn Alcan sem óttast um störf sín, verði ekki af stækk un álversins. Af við talinu verður ekki ann að ráðið en að ál - verið í Straumsvík sé í góðum málum og stækk un þess sé ekkert sér stakt áherslumál. Þetta viðtal er sérstaklega fróðlegt í ljósi þess hræðsluáróðurs sem er í gangi. Viðtalið staðfestir enn frekar þá staðreynd að for svars - menn álversins hafa kosið að spila með starfsmenn sína í áróð - urs stríði félagsins og líta á þá sem nytsama sakleysingja sem betra er að tefla fram en hagnaðar vænt - ingum fyrirtækisins. Í viðtalinu segir Travis að Alcan reki fimmtán álver í heiminum (árið 2002) og álverið í Straums - vík sé svona í meðallagi stórt með framleiðslu um einn fimmtánda af heildarframleiðslu samsteyp - unnar. Þá segir Travis orðrétt: „Við fram kvæmum alls kyns rann - sóknir og viljum þekkja veikleika okkar og styrk. Því er ekki að leyna að álverið í Straumsvík kemur mjög vel út (und irstrikun höfund - ar) og starfslið þess er mjög öflugt. Þetta eru ekki tölur sem við kjós - um að greina frá en ég get þó sagt að fram - leiðni vinnu afls er t.d. góð hér þannig að menn hafa fulla ástæðu til þess að vera stolt ir af frammistöðu sinni.“ Þá kemur skýrt fram í viðtalinu að þó gott sé að hafa framleiðslu - leyfi fyrir allt að 460.000 tonna framleiðslu þá eru margir aðrir þættir sem skipta máli. Þættir eins og markaðs að stæð ur, efnahags - ástand ið al mennt, langtíma samn - ingar um orku o.fl. Hvað segir þetta viðtal okkur? – Jú af viðtalinu kemur glöggt fram að álverið hér er alls ekki lítil óhentug eining, heldur í meðal - lagi stórt. Hins vegar er fram - leiðni hér og rekstrarárangur mjög góður. Í þessu ljósi er von að spurt sé hvort Alcan sé að spila með Hafn - firðinga og starfsmenn álversins, til þess eins að stækka álverið sem er í góðum rekstri þ.a. hagnaður fyrirtækisins margfaldist en á kostnað umhverfis okkar Hafn - firðinga og nágranna sveitar - félaga. Látum ekki spila með okk ur. Verndum umhverfið og höfn um stækkun álversins. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Er spilað Hafnfirðinga og starfsmenn álversins í Straumsvík? Kristján Gunnarsson Undanfarið hefur Hafnar - fjarðarbær staðið fyrir fundaröð í Hafnarfirði um stækkun álvers - ins í Straumsvík. Allir voru þessir fundir áhuga verðir og greini - legt að meiri harka er far in að færast í kosn - inga baráttuna. Þó fannst mér fundurinn um efnahag og sam - félag sem haldinn var 22. mars áhuga verð - astur. Þar staðfestu bæði fulltrúi Hag - fræði stofnunar Há skóla Íslands og fulltrúi Hafn ar fjarðarbæjar þær tölur (800 millj ónir) sem Alcan hefur hald ið fram um tekjur bæjarins eftir stækkun álversins. Það kom líka fram í máli fjármálastjóra Hafn ar - fjarðarbæjar hversu iðnaður er nauðsynlegur öllum bæjar félög - um til þess að geta staðið undir fjárfestingum og greiðslu skulda. Tekjur bæjarins af útsvari bæjar - búa duga rétt fyrir rekstri bæjar - ins og þjónustu við íbúana. Hug myndir Sólar í Straumi ganga út á að breyta fyrir huguðu iðnaðar svæði sunnan og vest an við Straums - víkina í íbúða byggð í stað iðn að ar svæðis. Hvað an eiga þá tekj - urn ar að koma? Ef út - svar íbú anna rétt dugar fyrir rekstri bæj ar ins þá verð um við að hafa öflug an iðnað í Hafn - ar firði. Ekki lifum við á því að selja hvort öðru eða ferða mönn - um kók og pylsur! Segjum þess vegna JÁ á laugar daginn og tryggjum fram - tíðartekjur fyrir bæinn okkar! Höfundur er verkfræðingur og leiðtogi rafgreiningar hjá Alcan í Straumsvík. Hugmyndir Sólar í Straumi auka skuldir Hafnfirðinga! Jökull Gunnarsson Hafnfirðingar, nú eru einungis 3 dagar þar til við kjósum um eitt stærsta hagsmunamál okkar tíma, en það er stækkun álvers Alcan í Straumsvík. Eins og allir hafa tek - ið eftir hafa margir kveð ið sér hljóðs og stung ið niður penna í þeim tilgangi að fá fólk til liðs við þeirra skoð - un hvað þetta stóra mál varðar. Það er þó fyrst og fremst hinn almenni Hafn firðingur sem hef - ur skoðun á þessu máli og er það vel. Flestir þeir sem hafa sér - þekkingu á efnafræðilegri hlið málsins hafa haldið sig til hlés en hafa ætíð verið viljugir til þess að gefa álit þegar eftir því hefur verið leitað. Það er samdóma álit sér fræð - inga að MENGUN MUNI EKKI FARA YFIR ÞAU MÖRK SEM SETT HAFA VERIÐ af yfir - völdum. Það skiptir engu þó svo að þeir sem eru á móti stækk un eru haldi öðru fram. Það er einnig eftirtektarvert að nánast allir þeir sem tala á móti stækkun hafa ekkert nýtt fram að færa varðandi atvinnumál hér í Hafnarfirði og þaðan af síður hafa þeir hugmynd um hvernig auka megi tekjur bæjarins. Þetta er sami söng - urinn, draum urinn um litla sæta fyrirtækið sem knú ið er áfram af ein hverju sem er ekki til. Því miður er það bara draumsýn. Það hefur aldrei verið erfitt að vera bara á móti og segja að allt sé ómögulegt og að allir þeir sem hlyntir eru áfram - haldandi uppbyggingu iðnaðar á Íslandi séu land níð ingar. Ég hef ekki hitt einn einasta mann sem styður stækkun álvers ins í Straums vík sem ekki þykir vænt um landið sitt og metur feg urð þess mikils. Munurinn felst í því að við gerum okkur grein fyrir því að ef uppfylla á kröfur okkar til lífsgæða verðum við að nýta möguleika okkar til þess að beisla orkuna. Ég er einn þeirra fjölmörgu ein - staklinga hér í Hafnarfirði sem starfa í sjálfboðavinnu innan íþrótta heyfingarinnar. Undanfarin ár hefur þátttaka barna og ungl - inga í íþróttum aukist verulega sem er hið besta mál. Öllum sem að þessum málum koma, bæði for eldrum og forráðamönnum íþróttafélaga, er ljóst að mikið fé þarf til svo hægt sé að standast þær kröfur sem gerðar eru til að - stöðu og rekstrar. Geta bæjar sjóðs til þess að auka framlag sitt til þessara íþróttamála verður mun meiri ef tekjur hans aukast. Einn - ig er það staðreynd að Alcan hefur á síðustu árum aukið stuðning sinn við íþróttastarf í Hafnarfirði. Flest erum við vinnandi fólk sem skiljum að ef stuðla á að áfram haldandi hagsæld í Hafnar - firði er nauðsynlegt að hlúa að uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem tryggja atvinnu og þar með framfærslu margra. Hafn firð - ingar, ekki láta þá sem tala á móti möguleikum okkar til þess að efla atvinnulífið og auka tekjur okkar hafa áhrif á okkur. Segjum já við stækkun álvers Alcan í Straums - vík. Höfundur er framkvæmda stjóri í Hafnarfirði. Mengun mun ekki fara yfir sett mörk Jón Rúnar Halldórsson Hvaleyraraskóli tók þátt í Íslands móti grunnskólasveita í skák um síðustu helgi en Hval - eyrar skóli var eini skólinn frá Hafn ar firði sem tók þátt í mót - inu. Lið Hvaleyrarskóla var þannig skipað á fyrsta borði Svanberg Már Pálsson 8. KH á öðru borði Brynjólfur Snær Brynjólfsson 8. OÞ, á þriðja borði Arnar Ingi Guð munds son 8. OÞ og á fjórða borði voru þeir Egill Eiríksson 8. OÞ og Magni Marelsson 3. JS. Strákunum gekk nokkuð vel á mótinu Svanberg fékk 7,5 vinn - ing af 9 mögulegum, sem er góð - ur árangur. Hvaleyrarskóli hafn - aði í 13.-14. sæti í mótinu með 17. vinninga. Alls tóku 19 skólar þátt í mótinu. Skákáhugamenn í Hvaleyrarskóla Í Mbl. 21. maí 2006 segir Pétur að tekjur bæjarsjóðs af álverinu í Straumsvík séu 70 milljónir á ári, en í Fréttablaðinu 27. feb. 2007 segir hann að tekjurnar séu 108 milljónir. Hið rétta er að tekjur bæjar - sjóðs vegna starfsemi álvers ins eru 490 millj - ónir á ári. Pétur segir einnig í sömu mbl. grein að ef af stækkun verði aukist tekjur bæjarsjóðs í 500 milljónir. Hið rétta er að tekjur aukast í 1.400 milljónir. Í sömu grein segir Pétur að ef ekki verður stækkað þá loki álver ið á næstu 10-15 árum. Hag - ur Hafnarfjarðar hefur verið að benda á þessa hættu líka, en þá kall ar Pétur það hræðsluáróður. Einnig segir Pétur að þynninga - svæði, eða það svæði sem ekki má byggja íbúðarhúsnæði né vera með landbúnað á, verði 18 ferkílómetrar. Hið rétta er að svæðið minkar úr 10 ferkíló - metrum í 3 ferkílómetra. Í viðtali við Fréttablaðið 6. mars s.l. segist Pétur muna eftir þegar iðnaðarhverfin voru að byggjast upp í Hafnarfirði fyrir þrjátíu árum. Í dag eru þar hótel og mat - vöruverslanir og segir hann og að sama þróun verði á iðnað ar hverf - inu gegnt álverinu í Straumsvík. Þess vegna er hættulegt að byggja þar álver til sextíu ára. Þessi fyrir - tæki fara annað eftir 20 til 30 ár segir Pétur. Væntanlega er hann að tala um hverfin milli K e f l a v í k u r v e g a r, Reykja víkurvegar að Flatahrauni og iðnað - ar hverfið á Holtinu. Á þessum svæðum eru fjórar matvöruverslanir og eitt hótel. Eftir því sem ég best veit er mjög blómleg atvinnu - starfsemi á þessum svæðum í dag og hafa fyrirtæki verið að stækka við sig. Af einhverjum ástæðum hafa þó ferðaskrifstofur ekki leitað inn á þetta svæði þrátt fyrir öll hótelin sem sumir virðast sjá. Með hliðsjón af ofansögðum rangfærslum frá Pétri Óskarssyni finnst mér með ólíkindum hvað fjölmiðlar hafa keppst við að tala máli Sólar í straumi. Því miður hafa samtökin okkar, Hagur Hafnarfjarðar ekki notið sömu athygli frá fjölmiðlum. Sá að - stöðu munur er ósanngjarn og ekki lýðræðislegur. Höfundur er stjórnarmaður í Hagi Hafnarfjarðar. Rangfærslur Pétur Óskarssonar talsmanns Sólar í Straumi Baldur Baldursson Sveit Hvaleyrarskóla f.v.: Arnar Ingi, Brynjólfur Snær, Svanberg Már og Magni. Á myndina vantar Egil. www.hagurhafnarfjardar.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.