Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 18

Fjarðarpósturinn - 29.03.2007, Blaðsíða 18
18 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. mars 2007 Skilvís og reglusöm kona óskar eftir tveggja til þriggja herbergja íbúð í Hafnarfirði og nágrenni. Greiðslugeta 65.000,- . kr. á mánuði. Til leigu eða kaups. Meðmæli. os2007os@yahoo.com Sími 867 0566. Til sölu stór TV-skápur frá versl. Unika. H:150, b:95, d:55, dökkur viður. Nánari uppl í s 891 8165. Múrari tekur að sér flísalagnir og smærri verk. Uppl. í síma 869 9088. Vegna flutninga fæst gefins IKEA hjonarúm, úr lútaðri furu, nýleg dýna og furu sjónvarspsskápur. Uppl. í s. 555 0408 eða 823 1135. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Til sölu Gefins Þjónusta Húsnæði óskast Eldsneytisverð 28. mars 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 113,1 112,9 Atlantsolía, Suðurhö. 113,1 112,9 Esso, Rvk.vegi. 116,8 116,7 Esso, Lækjargötu 112,8 112,7 Orkan, Óseyrarbraut 111,7 111,6 ÓB, Fjarðarkaup 115,2 114,9 ÓB, Melabraut 115,2 114,9 Skeljungur, Rvk.vegi 116,8 116,7 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Frábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Gerður Hannesdóttir dreifingaraðili. 865 4052 • 565 1045 ghmg@simnet.is Ýsa var það heillin Hjartað elskar fisk www.hagurhafnarfjardar.is Fyrirtæki og einstaklingar Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur, vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl, skattakærur, fjármálaráðgjöf. Magnús Waage, viðurkenndur bókari Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275 Íbúð óskast Vantar 3-4 herbergja íbúð, helst í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 565 3557 Hafnfirðingar góðir. Tekist er á um stækkun álversins í Straums - vík en ekki núverandi álver né heldur þær tölvuglans - myndir sem álvers - menn dreifa m.a. til fjöl miðla. Raunveru - leik inn er allur annar. Höf undur var á bernsku dögum nýrra nátt úru verndar laga (1971) í nátt úru vernd - arnefnd Hafnarfjarðar og m.a. formaður um skeið. Meðal verkefna var stofnun Reykjanes - fólkvangs (1975) og frið un Ástjarnar (1978). Mikið var hug - að að óbeisl uðu malar námi og hraun töku, en oft með litlum árangri. Friðun tjarnanna við Straumsvík var einnig í deiglunni en aldrei tókst að ljúka því máli endanlega og er svo enn. Seinna hafa svo aðrir staðir verið friðlýstir eins og Bláfjalla - fólkvangur (1985) og Hamarinn okkar í Hafnarfirði (1984). Allt var þetta gert með stoð í landslögum. Náttúruverndarráð og náttúruverndarþing lögðu á ráðin og aðstoðuðu náttúru vernd - arnefndir sveitarfélaganna við framkvæmd hugmynda, í samráði við sveitastjórnir sem gátu þó stundum tregðast við. Nú er öldin önnur því úrslita - valdið í meiriháttar málum getur verið í höndum sveitarfélaganna og heimamanna eins og kosn ing - ar um deiliskipulagið fyrir stækk - að álver bera vott um. Úrslit þeirra kosninga varða eigi að síð - ur landið allt og íbúa þess og niðja í næstu framtíð eða lengur. Þá má ekki einblína á pen ingana og stundar - hag ein göngu, heldur líka til umhverfisins og fram tíðar. Og þótt „fjari undan” núver - andi álveri verður „hætta” á lok un vart í bráð eða á næstu árum. Þeir sem hafa hag af ál verinu munu því væntanlega hafa svo áfram um sinn a.m.k., síðan skap ast alltaf ný tækifæri eins og dæm ið frá Miðnesheiði sýnir. Ef til vill væri ráð að nei þýddi nei að sinni, en já væri ekki til endan legrar ákvörðunar heldur til nán ari umhugsunar og athugunar. Telja má þó nei affærasælla til friðar í bæjarfélaginu Hafnar - fjörður í viðkvæmu máli. Höf - undur hvetur Hafnfirðinga til að huga vel að þessu atriði í kosn - ingum 31. mars nk. Svo má íhuga hvort við viljum að óbeisluð ork - an í landinu fari í hendur erlendra fyrir tækja til ráðstöfunar. Því má e.t.v. jafnvel líkja við ástandið á fiskimiðunum á sinni tíð áður en fiskveiði- og efnahagslögsagan kom til skjalanna. Höfundur er haffræðingur. Landhelgi til lands og sjávar Svend-Aage Malmberg Í dag starfa 450 manns hjá Alcan í Straumsvík, þar af eru 205 Hafnfirðingar. Ef álverksmiðjan fær leyfi bæjarbúa til að þrefalda framleiðslu - getu sína munu 350 starfs menn bætast við! Ef af stækkun verður er gert ráð fyrir að 2,7% vinnandi Hafnfirðinga starfi hjá Alcan! Ef deili skipulagið verður samþykkt nk. laugar - dag og Alcan fær grænt ljós á þessa umdeildu stækkun þurfum við um 1500 manns til að vinna við hugsanlega stækkun á framkvæmdartíma sem tekur 2-3 ár. 85% þeirra sem koma til með að vinna að þeirri framkvæmd munu koma erlendis frá og áætla má að um 40% þeirra yrðu eftir og starfi fyrir verksmiðjuna, þetta hefur Hagfræðistofnun m.a. bent á. Fórnarkostnaðurinn er of mikill til að hægt sé að sætta sig við þreföldun verksmiðjunnar, t.d. munu háspennulínur fara yfir 8 sveitarfélög, álverksmiðjunni verð ur ekki stungið í samband; við fórnum Þjórsá! Blekkingar Alcan! Alcan hefur sent öllum bæjar - búum kynningarmynd á dvd diski þar sem sýnt er hvernig ál verk - smiðjan gæti hugsanlega litið út. Hafnfirðingar verða að athuga að það er ekki byrjað að hanna verk - smiðjuna þetta eru ófullburða hugmyndir. Alcan er með villandi myndir af verk smiðj - unni í kynn ingu sinni þar vantar t.d. alla strompa sem koma ofan á verk smiðjuna og eru mikil sjón - meng un. Þar er meira að segja búið að taka af þá strompa sem eru fyrir vísvitandi til að blekkja fólk. Kæri Hafnfirðingur! Vatnsafl er til víða í heiminum og nægt vinnuafl - við erum ekki skuldbundin til að fórna íslenskri náttúru fyrir erlendan auðhring. Ég er fylgjandi íbúalýðræði en ég set stórt spurningamerki við það ótakmarkaða magn fjármuna sem Alcan setur í málið og er einsdæmi í sögu okkar Íslendinga ég tel að leikreglurnar hefðu átt að vera miklu skýrari. Það eru einungis við Hafnfirðingar sem fá að taka þátt í þessari sögulegu atkvæðagreiðslu. Valið er einfalt vilt þú hafa stærstu álverksmiðju í Evrópu í bakgarðinum þínum? Höfundur er íbúi á Völlum. Við þurfum ekki stærri álverksmiðju! Svala Heiðberg ATVINNA Matvælafyrirtækið Vogabær ehf. Eyrartröð 2a, Hafnarfirði óskar eftir starfsmanni í framtíðarstarf í framleiðsludeild. 80% starf, mánudaga til fimmtudaga. Æskilegur aldur 25-40 ár. Viðtalstími í síma 840 8010 frá kl. 13-15 mánudaga til föstudaga. www.vogabaer.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.