Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.04.2007, Page 1

Fjarðarpósturinn - 12.04.2007, Page 1
ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 15. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 12. apríl Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 Opið alla daga til 21 HVALEYRARBRAUT www.as.is Sími 520 2600 Næsta blað á miðvikudag Enn einn fimmtudags frí dag - ur inn er í næstu viku er við fögn um fyrsta sumardeginum. Fjarðarpóstur inn kemur því út á mið viku daginn og skila - frestur efnis og auglýsinga því á mánudag. Sjá nánar á: www.fjardarposturinn.is Engin áform um álver á Keilisnesi Ekki frá Alcan komið Guðmundur Ágústsson, starf andi forstóri ÍSAL, álveri Al can í Straumsvík segir engan fót fyrir fréttum að byggingu álvers á Keilisnesi né að áform séu uppi um stækkun verk - smiðjunnar innan núverandi lóðar. Slíkt hafi einfaldlega ekki verið rætt enda hafa yfirmenn verið í fríum og málið hefur ekki verið tekið upp í stjórn álversins. Sagði Guðmundur að hug - myndir um slíkt hafi ekki kom - ið frá fyrirtækinu. Aðspurður taldi hann stækkun innan lóðar afar óhagstæðan þar sem loka þyrfti tveimur skálum í 2-3 ár sem kæmi sér afar illa, ekki síst markaðslega. Nú þegar bæjarstjórn Hafnar - fjarðar hefur ákveðið að auglýsa ekki deiliskipulagtillögu sem gerði ráð fyrir stækkun álversins í Straums vík er ljóst að Alcan og Landsvirkjun munu ekki bera kostnað af því að setja há spennu - línur í jörð frá Kaldársselsvegi að Hamranesstöðinni. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir ekki liggja fyrir hvað sú framkvæmd kosti en óskað verði eftir viðræðum við Landsnet innan skamms. Þórður Guðmundsson, for - stjóri Landsnets sagði í samtali við Fjarðarpóstinn að áætlaður kostnaður væri um 800 milljónir kr. en hvernig kostnaður skiptist á milli aðila vildi hann ekkert segja um. Slíkt yrði að semja um og bjóst hann við nokkuð flóknum samningaviðræðum um kostnaðarskiptinguna. Sagði hann eðlilegt að hlutur þess sem óskaði eftir færslu á mannvirki sem reist var í fullum rétti væri hærri eftir því sem mannvirkið væri nýrra. Sagði Þórður að vaxandi kröfur væru um að færa línur í jörðu og eðlilegt væri að svara kalli tímans. Hann sagði ekkert hafa verið rætt um hvar línan færi nákvæmlega í jörðu en þar sem hún færi í jörð væri girt utan um hana, svipað og gert er við Stekk, ofan Ástjarnar. Sú girðing hverfur hins vegar fljótlega því unnið er að flutningi á þeirri línu í jörð eins og áður hafði verið samið um. Kostnaður við jarðstrengi áætlaður um 800 milljónir Óvíst hversu mikið Hafnarfjarðarbær þarf að greiða L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : S i g u r ð u r H ó l m s t e i n s s o n Þessi kampaselur lét fara vel um sig í Straumsvík í veðurblíðunni á föstudaginn langa.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.