Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.04.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 12.04.2007, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 12. apríl 2007 Góðan daginn Körfubolti Úrvalsdeild kvenna: Haukar - Keflavík: 78-81 Keflavík - Haukar: 101-115 Haukar - Keflavík: 87-78 Handbolti Úrvalsdeild kvenna: FH - Stjarnan: 23-35 Næstu leikir: Körfubolti 14. apríl kl. 16.15, Keflavík Keflavík- Haukar (úrslitakeppni kvenna) 17. apríl kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Keflavík (úrslitakeppni kvenna) Handbolti 13. apríl kl. 19, Víkin Vík/Fjölnir - Haukar 2 (1. deild karla) 14. apríl kl. 16, Seltj.nes Grótta - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 14. apríl kl. 18, Digranes HK - FH (úrvalsdeild kvenna) 15. apríl kl. 16, Digranes HK - Haukar (úrvalsdeild karla) Íþróttir Víðistaðakirkja auglýsir eftir kirkjuverði/meðhjálpara, karli eða konu, í fullt starf Starfsvið • Umsjón með kirkju og búnaði hennar • Þjónusta við helgihald • Umsjón með tónleikahaldi og upptökum • Þrif á salarkynnum kirkjunnar • Eftirlit og viðhald • Umsjón með eignaskrá kirkjunnar Hæfniskröfur • Áhugi á kirkjulegu starfi • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Skipulagshæfileikar og snyrtimennska • Lipurð í samskiptum og traust framkoma • Góð íslensku- og enskukunnátta æskileg • Almenn tölvukunnátta Umsóknir merktar „Starfsumsókn” sendist til: Víðistaðakirkja Pósthólf 351 220 Hafnarfjörður Umsóknarfrestur er til 25. apríl 2007 Nánari upplýsingar veita formaður sóknarnefndar Hallgrímur Jónasson í síma 555-3034 og sóknarprestur sr. Bragi J. Ingibergsson í síma 565-2050. Íslendingar eru harðduglegir. Það verðu ekki af þeim skafið. Íslenskar konur slá öll met í barn - eignum og þátttöku á vinnu - markaði. Það gera karlarnir reynd ar líka en þeir eru ekki eins duglegir og kon urnar heima hjá sér, því miður. Þetta er allt að koma segir fólk og hend ist svo af stað að skutla börnunum í íþrótt ir eða tónlist. Þar með er því samtali lok - ið. Jú, vissulega hefur mjak ast í rétta átt hér á landi undanfarna ára - tugi. Lögum samkvæmt á að ríkja jafnrétti á Íslandi. Veruleikinn sem fjölskyldurnar búa við segir okk ur annað. Fæðingarorlof fyrir mæð ur og feður var mikið fram - faraskref en enn eiga foreldrar í mesta basli með að brúa dag - vistarbilið frá 9 mánaða til 2 ára aldurs barna. Leikskólinn sinnir börn unum afar vel en þegar kom - ið er í grunnskólann styttast vinnu dagarnir og „skutlæðið“ tekur við hjá flestum foreldrum. Uppeldi og umönnun barna er án efa það mikilvægasta sem við gerum um okkar daga. Ábyrgðina á því mikilvæga verkefni verður samfélagið að axla ásamt for - eldrum og stórfjölskyldunni. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn, segir gamalt máltæki frá Afríku. Hverju orði sannara. Hlutverk ríkis og sveitarfélaga er að styðja og styrkja foreldra sem upp al - endur, bæði fjárhagslega og með félagslegum stuðningi. Alls staðar þar sem jafnaðarmenn hafa verið við stjórnvölinn hafa málefni fjöl - skyldunnar verið sett í forgang. Það sýna dæmin frá Norður lönd - unum og nærtækari dæmi úr stjórnartíð R-listans í Reykjvík undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Samfylkingin vill leggja sitt af mörkum til þess að við öll getum hugsað betur um börnin okkar. Ekkert verkefni er mikil væg - ara samtímanum. Við viljum lengja fæð ing - ar orlofið í 12 mánuði. Við viljum að eftirlit með tannheilsu barna sé ókeypis og að þátt - taka ríkisins í kostnaði við tannviðgerðir sé stó aukin. Við viljum efla samstarf aðila vinnu - markaðirins með það að mark - miði að stytta vinnuvikuna. Reynsl an sýnir að styttri vinnu - vika dregur hvorki úr framleiðslu né framleiðni heldur hreint og beint eykur hana! Við viljum auka foreldraráðgjöf og fræðslu á vegum sveitarfélaganna. Nær - sam félagið sinnir málefnum fjöl - skyldunnar best. Það þarf að styrkja. Hér er einungis fátt eitt upp talið úr stefnu Sam fylk ing ar - innar um málefni barna og unglinga. Hún hefur hlotið nafnið Unga Ísland. Við jafnaðarmenn viljum að samfélagið hugsi betur um börnin og aðstoði foreldra í því mikil - væga verkefni að koma nýjum kynslóðum Íslendinga til manns. Við hvetjum kjósendur til þess að greiða stefnu jafnaðarmanna atkvæði sitt í alþingis kosn ing - unum í vor og merkja við S fyrir Samfylkinguna! Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í SV- kjördæmi. Hugsum betur um börnin Þórunn Sveinbjarnardóttir Gleði og kátína einkenndi hádegistónleika Hafnarborgar þar sem Antonía Hevesi fékk leikarann Örn Árnason til sín og söng hann ýmsar leikhúsaríur og söngva og saman brugðu þau á leik við mikla skemmtan tón - leika gesta sem fylltu Hafnar borg daginn fyrir skírdag. Húsfyllir á hádegistónleikum Örn Árnason kitlaði hláturtaugar tónleikagesta L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Tilgangur þessa greinarkorns er að vekja athygli á hags - munaárekstrum vegna notkunar á lóð Menntasetursins við Læk - inn. Að fá að leika sér í góðu og ör - uggu umhverfi er hluti af grund - vallarmannréttindum allra barna. Þegar nánasta umhverfi okkar er skipulagt hafa hinir fullorðnu þó mikla tilhneigingu til þess að gleyma sjónarhorni barnsins. Nú er farið að hlýna og börn á öllum aldri finna hjá sér þörf til að fara út í fótbolta, renna sér á línuskautum eða sýna leikni sína á hjóli eða bretti. Börn sem búa nálægt miðbænum hafa lengi vel gengið að því sem vísu að geta farið í boltaleiki á lóð Mennt a - setursins þar sem eru brúkleg mörk en einnig eru til staðar leiktæki fyrir yngri börn. Þetta er þó alls ekki hættulaust leiksvæði því flesta daga og þá einkum síðdegis er töluverð umferð af bílum þvert yfir fótboltavöllinn og sumir eru jafnvel svo djarfir að leggja á vellinum. Í raun er ótrúlegt að alvarleg slys á börn - um hafi ekki hlotist af. Þrátt fyrir að bílastæði séu skilgreind til hliðar við lóðina virðist fullorðna fólkið á bílunum ekki nenna að labba þessa örfáu metra sem eru frá bílastæðinu og að anddyri skólans. Að undanförnu hafa margir lýst yfir áhyggjum af heilsu og holdafari barna og hafa ýmsar leiðir verið farnar til að hvetja börn til að stunda íþróttir og útiveru. Þess vegna skýtur það skökku við að börnum bæjarins sé ekki tryggt öruggt útileik - svæði við Menntasetrið. Eðlilegt væri að fagna því að börnin skuli vilja leika sér úti og virða þessa lóð sem leiksvæði. Þá má geta þess að í reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 942/2002 segir að ekki megi staðsetja leiksvæði þar sem ætla má að börnum geti stafað hætta eða ónæði af umhverfinu, svo sem frá umferð. Með þessari gagnrýni á umferð bíla yfir leiksvæði er þó alls ekki verið að gera lítið úr starfsemi Menntasetursins og auðvitað koma margir langt að og þurfa að nota bílinn til að komast á milli. En til þess að hægt sé að anna eftirspurn eftir bílastæðum á lóðinni þarf að skilgreina akstursleið á bak við bygginguna þar sem hægt er að leggja bílum. Nú stendur yfir vinna við breyt ingu á deiliskipulagi mið - bæjar hvað varðar aksturs að - komu að Menntasetrinu. Sam - kvæmt upplýsingum frá skipu - lags- og byggingarsviði stendur til að fjarlægja sparkvöllinn við Menntasetrið og setja annan upp í staðinn við Lækjarskóla. Þrátt fyrir að Lækjarskóli með sitt ágæta útileiksvæði sé skammt undan þá kemur það ekki í staðinn fyrir lóð Menntasetursins við Lækinn sem í áratugi hefur þjónað sem nærleiksvæði fyrir börn búsett í og nálægt mið - bænum. Vonandi verður hægt að leysa málið á farsælan hátt í samráði við stjórnendur Menntasetursins, íbúa bæjarins og ungmenna ráð - ið. En þangað til viljum við biðja fólk um að taka tillit til þeirra barna og unglinga sem nýta lóðina til leikja. Auður Kristín Árnadóttir og Birna Björk Árnadóttir. Bílastæði eða sparkvöllur? L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.