Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.04.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 18.04.2007, Blaðsíða 8
Hvað er það að hafa sjálfstæða skoðun? Margir vilja halda fram að sá sem er sammála fjöldanum, eða þeim „stóru“, sé ekki með sjálf stæða skoðun. Ef þú ert sam mála þessum „stóra“ ertu bara að láta kaupa þig. Margir virðast halda að séu þeir á móti þeim „stóru“ sýni það sjálfstæða skoðun. Þegar fólk er farið að vera á móti bara til að vera á móti, er það þá sjálfstæð skoðun? Það er kannski sjálfstæð ákvörðun að ætla að vera á móti en með því hverfur sú skynsemi að meta hvert mál fyrir sig. Ég hitti manneskju, sem ég taldi alltaf mjög skynsama, fljótlega eftir íbúakosninguna 31. mars. Talið barst að kosn - ingunni og þessi manneskja tjáði mér að hún hefði kosið á móti tillögunni. „Mér finnst bara að við eigum að nýta okkur þann rétt að fá að ráða,“ sagði þessi mæta manneskja. Ég hváði svo hún gaf mér nánari útskýringar. Henni fannst að ef hún kysi með tillögunni væri hún að gera eins og bærinn vildi að hún gerði og þá væri hún ekki að ráða neinu. Henni fannst að hún væri ekki að ráða neinu nema ef hún kysi á móti. Ég verð að viðurkenna að mér gramdist þetta því þetta tel ég fjarri allri skynsemi. Mér gremst hinsvegar meira að nú eftir kosninguna rís hver stjórn málamaðurinn, sérfræð - 8 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 18. apríl 2007 Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti, á fundi sínum þann 20. mars 2007, að auglýsa til kynningar breytingu á samþykktu deiliskipulagi á Hvaleyrarbraut 30, í deiliskipulagi Suðurhafnar Hafnar fjarðar, skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Tillagan felst í aukin byggingarétt á lóðinni og hækkun á húsi. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 18. apríl - 16. maí 2007. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 30. maí 2007. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar Breyting á samþykktu deiliskipulagi á Hvaleyrarbraut 30 í deiliskipulagi Suðurhafnar Hafnarfjarðar Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti, á fundi sínum þann 4. apríl 2007, að eftirfarandi deiliskipulagstillögur verði dregnar tilbaka: Tillaga að breyttu deiliskipulagi Hvaleyrar í Hafnarfirði. Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir fráveitulögn frá dælu- og hreinsistöð í Hraunavík í Hafnarfirði. Tillögurnar voru auglýstar frá 30. janúar 2007 – 27. febrúar 2007. Tillaga að breyttum mörkum deiliskipulags Straumsvíkur – eldri hluta. Samþykkt var að grenndarkynna tillöguna 23. janúar 2007. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar Deiliskipulagstillögur dregnar til baka Dagur umhverfis er haldinn í níunda sinn á Íslandi 25. aríl n.k. Þessi dagur er fæðingardagur Sveins Pálssonar fyrsta nátt úru fræðings Íslands. Hann fæddist 1762. Stefán varð fyrstur Ís - lend inga til að hvetja til aðgerða gegn skógar - eyðingu á Íslandi og orð - aði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þró un. Dagurinn er að þessu sinni til eink aður hreinni orku og loftlags breyt ing - um. Kolsvört skýrsla frá vísinda - nefnd Sameinuðu þjóðana var kynnt í upphafi árs en þar er tek in saman besta vísinda lega þekk ing á umfangi og hraða loft lags breytinga og afleiðingum þeirra. Þar kemur fram með svo ót víræð um hætti að það erum við mennirnir sem erum hvað áköfust í að dæla gróður húsa - lofttegundum út í andrúmsloftið með svo skelfi legum afleiðingum að úrbóta og aðgerða er þörf strax. Ísland er eitt þeirra ríkja sem hafa undirritað Ký otó bókunina en þar hafa marg ar þjóðir heims ákveðið að samhæfa sig í aðgerðaráætlun um vörn gegn losun gróðurhúsa - loft tegunda út í andrúmsloftið og markmið okkar er að draga úr nettó - losun á sem hag kvæmastan hátt. Minnk unin á að vera 50-75% fram til ársins 2050 miðað við 1990. Hver og einn getur haft áhrif. Einstaklingar og fjöl skyldur hafa töluverð áhrif á losun gróður húsa - loft tegunda þótt hún sé mun minni en losun frá atvinnu starfs semi. Losun ein stakl inga hér á landi er að mestu bundin við sam göngur en ekki með t.d orkunotk un á heim - ilum eins og víða e rlend is. Þó er það svo að um 20% af heildarl osun kemur frá sam göng - um hér á landi. Þessu gætum við breytt. Við gæt um eflt almennings - samgöngur og er það meðal annars að finna í stefnu skrá Samfylking - arinnar. Hér í Hafnar firði er farið að bjóða eldri borg urum frítt í strætó. Ungmenni yngri en 18 ára borga ein ung is 100 kr. fyrir hverja ferð. Einnig hafa stjórn - völd hvatt til kaupa á bifreiðum sem knúnar eru með öðrum orku - gjöf um en bensíni og dísel olíu með niður - fellingu vörugjalds og virðisaukaskatts. Sorpa safnar metangasi á urðun - ar svæði sínu í Álfsnesi. Gas ið sem þar safnast gæti dugað á um 5000 metanbíla á ári. Í dag eru innan við hundrað bílar knúnir met ani á Íslandi. Afgangurinn af metaninu er nýttur til rafmagns framleiðslu. Þessar að gerð ir skila um 30.000 tonnum minni losun á koldíoði út í andrúms loftið á ári. Það er líka um - hugsunarvert hversu fáir raf - magns/tvíorku bílar eru á götunum. Það ætti að hvetja fólk enn frekar til kaupa á þessum bílum. Það hlýt ur að gerast nú á næstu árum að þetta verði mun al geng ara en raunin er í dag. Við Íslend ingar ættum að vera í fremstu röð hvað þetta varðar. Einstaklingar, fyrirtæki og opin - berar stofnanir hafa unnið að landgræðslu og skógrækt í 100 ár til að stöðva landeyðingu löngu áð - ur en okkur varð ljóst að uppsöfnun koldíoxiðs í andrúmsloftinu væri vanda mál. Við þurfum að halda áfram þessu átaki. Á degi umhverfisins er því tilvalið að gefa einkabílnum frí og ganga eða hjóla í vinnuna eða taka stætó. Gróðursetja tré í tilefni dagsins. Hvet ég ykkur samborgara mína til þessa. Lifið heil. Höfundur er formaður umhverfisnefndar/Sd21. Dagur umhverfisins 25. apríl Tileinkaður loftslagsbreytingum Guðfunna Guðmundsdóttir Mín sjálfstæða skoðun ingurinn og spekúlantinn upp hver á fætur öðrum til að útlista hvað þetta var slæm útkoma fyrir Hafnarfjörð, hvað kosningin var seint á ferlinu og hvað stækk - un Ísal hefði nú haft lítil áhrif á efna hags - lífið. Af hverju þagði þetta fólk fyrir kosn - inguna? Af hverju held ur það ekki áfram að þegja? Skyldi það hafa eitthvað með al - þingiskosningar að gera? Þó ég sé hvorki stjórnmála - mað ur, sérfræðingur eða spekú - lant ætla ég að gefa upp mína sjálf stæðu skoðun fyrir alþingis - kosningarnar. Ég ætla ekki að kjósa S, því þau boðuðu lýðræði með íbúa - kosningunni en bættu svo við að ef við kysum með tillögunni myndu þau gera allt til að koma í veg fyrir að stækkun yrði að veruleika, lýðræði? Ég ætla ekki að kjósa V, því þau sögð - ust virða úrslitin hvern ig sem þau yrðu en ef við kysum með tillögunni myndu þau halda áfram að greiða sitt atkvæði á móti öllu sem tengdist stækkun, virðing? Ég ætla að kjósa þann „stóra“, þvi þeg - ar ég sagði mína sjálfstæðu skoð un hafði sá „stóri“ kjark til að rísa upp og lýsa yfir að hann væri sammála mér, litlu konunni, og það sem meira er, hann gerði það fyrir 31.mars. Ég ætla að kjósa D. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði Jóhanna Fríða Dalkvist

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.