Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.04.2007, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 18.04.2007, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 18. apríl 2007 Maður með 1 barn óskar eftir ódýrri 2 herb. íbúð til leigu í Hafnarfirði til langs tíma. Vinsamlegast sendið upplýsingar á zteini@hive.is eða í síma 820 0704, Steini. Herbergi m/ baðaðstöðu óskast miðsvæðis í Hafnarfirði. Skilvísum greiðslum heitið. Uppl. gefur Svanur í s. 893 5418. Til sölu þriggja hjóla barnakerra á stórum loftfylltum dekkjum. Einnig fæst barnabílstóll gefins á sama stað. Uppl. í síma 896 4613. Dagmóðir með tvö laus pláss. Er fremst í Vallarhverfinu (hjá Bónus). Áhugasamir hafi samband. Jófó s. 588 8184, 690 0661 eða 820 5661. Hljómborð. Óska eftir að kaupa notað hljómborð fyrir byrjanda. Sími 695 5334 eftir kl. 16. Berglind. Rafmagnsgítar og trommusetta óskast fyrir Fjölgreinanám Lækjarskóla fyrir lítinn pening. Upplýsingar eru veittar í síma 664 5868, Sveinn Alfreðsson. Óska eftir upphlut eða peysufötum í stærð 46-48. Meiga þarfnast viðgerða. Upplýsingar í símum 565 4786 eða 866 4631, Jónína. Rauður Zo-on regnstakkur, merktur Björk tapaðist fyrir nokkru síðan. Trúlega nr. 152. Farsími var í vasa hans. Ef einhver hefur hann undir höndum er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 555 3954. Laugardaginn 7. mars tapaðist 256 MB minniskort úr myndavél. Á kortinu eru dýrmætar myndir úr skírn, fermingu og brúðkaupi. Ef einhver hefur fundið kortið er hægt að hafa samband í s. 565 4317 eða 695 8862. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Óskast Barnagæsla Húsnæði óskast Tapað - fundið Barnavörur Eldsneytisverð 17. apríl 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 115,2 115,1 Atlantsolía, Suðurhö. 115,2 115,1 N1, Rvk.vegi. ?? ?? N1, Lækjargötu ?? ?? Orkan, Óseyrarbraut 111,7 111,6 ÓB, Fjarðarkaup 111,8 111,7 ÓB, Melabraut 115,2 114,9 Skeljungur, Rvk.vegi 116,8 116,7 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Frábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Gerður Hannesdóttir dreifingaraðili. 865 4052 • 565 1045 ghmg@simnet.is Á fundi bæjarstjórnar Hafn - arfjarðar þann 13. júní 2006 var samþykkt að kanna mögu leika á að hefja útvarps útsend ingar á nokkrum erlendum tungumálum á ákveðnum tím um, til að þjóna íbúum Hafnar fjarðar af er lend - um uppruna. Verk efninu var ætlað að auka upplýsingaflæði og fræðslu til erlendra íbúa Hafnarfjarðar og tryggja betur aðlögun þeirra að íslensku sam - félagi. Sett var á laggirnar tímabundið tilraunaverkefni til vorsins 2007 sem útvarpar margvíslegu efni á nokkrum erlendum tungu mál um. Útsendingar hófust í nóvember 2006 og voru á tíðninni 96,2 sem tekur til Hafnarfjarðar svæðisins auk þess sem hægt er að hlusta á útvarpið í gegnum vef veitu Hafnar fjarðar. 60 mín útna langir þættir hafa verið á dagskrá 4 sinn um í viku með endur flutn - ingi á sunnudögum. Fjöl miðla - deild Flensborgar skólansannast tæknihlið út sendinganna en Alþjóða hús ber ábyrgð á dag - skrárgerð en dagskrárgerðin hef - ur verið í höndum sjálfboðaliða frá hinum ýmsu löndum. Framhald verkefnis og samstarf við aðra aðila Fjölmiðladeild Flens borgar - skólans hefur staðið í samn - ingaviðræðum við RÚV um að hýsa stærri sendi í aðstöðu þeirra við Vatnsenda. Nýi sendirinn eykur útsendingarstyrk útvarps - ins og útsend ingar nást nú á öllu höfuð borgarsvæðinu og á Akra - nesi og í Reykjanesbæ. Kostn aður við verkefnið mun aukast við þessa aðgerð og því hefur Hafnarfjarðar bær hafið viðræður við önnur sveitarfélög um um þátttöku í verkefninu. Stækkað útsendingarsvæði er jafnframt talin nauðsynleg forsenda þess að fá kostunaraðila að útvarpinu þegar fram líða stundir. Kostnaður vegna verkefnis Kostnaðaráætlun vegna verk - efnisins gerir ráð fyrir árleg um rekstrarkostnaði að fjárhæð ca. 5 milljónum kr. miðað við óbreytt - an útsendingartíma. Inni falið í þeirri tölu er útseld tækni vinna Flensborgarskólans, kostn aður vegna leigu á aðstöðu á Vatns - enda og leyfis- og stef gjöld. Að auki fellur til stofn kostn - aður upp á ríflega 1.300.000 kr. vegna kaupa á nýj um sendi. Nú þegar hefur fjár málaráðuneytið styrkt verkefnið um 500.000 kr., mennta málaráðuneyti um 100.000 kr. og fjárlaga nefnd hefur úthlutað 200.000 kr. á fjárlögum 2007 til verk efnisins. Útsendingarsvæði nýbúaútvarps stækkað Verkefnið kostar um 5 milljónir kr. á ári L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Aðalfundur og fræðslufundur þriðjudaginn 24. apríl kl. 20 Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar boðar til aðalfundar og fræðslufundar í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu, þriðjudaginn 24. apríl 2007 kl. 20.00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ingólfur S. Sveinsson læknir ræðir um streitu og áhrif hennar á heilbrigði og sjúkdóma. Kaffi og konfekt í boði Góu. Stjórnin Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar Eftir mikla yfirlegu og ára - langar umræður og fundi með færustu sérfræðingum, innlend - um sem erlendum, hefur Hafnar - fjarðarkirkja tekið þá stóru og metnaðarfullu ákvörðun að endur nýja orgel kirkjunnar. Með tónlistardagskránni „Orgel ið kvatt“, kveðja kirkju- og barna kórarnir hljóðfærið. Ekki hefði annað verið við hæfi, svo náið samband hefur verið milli orgels og kóra innanhús í Hafnarfirði um áratuga skeið. Þá koma einnig fram Hafn firð ing - arnir Hjörleifur Valsson, fiðlu - leikari og Ásgeir Páll Ágústsson, baritón. Meðleikari Kórs Hafn - ar fjarðarkirkju er Bjarni Þór Jónatansson. Guðmundur Sig - urðs son stjórnar kórnum og leik - ur jafnframt á orgelið. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju kemur fram undir stjórn Helgu Loftsdóttur og með kórnum leikur Anna Magnúsdóttir á píanó. Hafnfirðingar eru hvattir til að fjöl menna á þessa kveðju - tónleika. Mjög fjölbreytt tón - listar dagskrá í flutningi úrvals lista manna. Aðgangur er ókeyp - is. Walcker orgel Hafnarfjarðar - kirkju var keypt af stórhug og myndarskap árið 1955. Það var þá eitt stærsta orgel landsins og markaði viss tímamót í orgel - sögu Íslendinga. Um hálfrar ald - ar skeið hefur það þjónað Hafn - firðingum í gleði og sorg við ýmsar kirkjulegar athafnir og á tónleikum. Orgelið hefur ávallt þótt hljómfagurt og söfnuðurinn borið til þess sterkar tilfinningar. Orgelið hefur þó svo gott sem runnið sitt skeið á enda og það verður tekið niður í sumar. Það þjáist af ýmsum alvarlegum tækni legum bilunum og margar píp ur þess eru einfaldlega ónýtar. Færustu orgelsmiðir hér heima og erlendis hafa allir kveðið upp þann dóm að ekki sé for svar an - legt að gera hljóðfærið upp. Ástæð an er sú, að þó svo orgel - smíði á eftirstríðsárunum hafi vissulega borið merki um forna frægð og mikla sögu, var efna - hagurinn svo slæmur að ógern - ingur var að fá úrvalshráefni í pípugerð og tæknibúnað. Því er líftími orgela frá þessum tíma almennt styttri en þeirra orgela sem smíðuð eru úr besta hráefni. Uppi eru áætlanir um arftaka Walcker orgelsins og leitar nú sóknarnefnd tilboða frá völdum orgelsmiðum í hæsta gæða - flokki. Sérfræðingar eru sam - málu um að á loftið skuli koma róman tískt orgel í þýskum stíl og þannig áfram byggt á sögulegri hugmyndafræði Walcker orgels - ins. Orgel frá 1955 kvatt Tónlistardagskrá í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudag kl. 17 Guðmundur Sigurðsson organisti við gamla orgelið. L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.