Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.04.2007, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 18.04.2007, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Miðvikudagur 18. apríl 2007 Körfubolti Úrvalsdeild kvenna: Keflavík - Haukar: 77-88 Handbolti Úrvalsdeild kvenna: Grótta - Haukar: 27-21 HK - FH: 26-22 Úrvalsdeild karla: HK - Haukar: 33-28 1. deild karla: Vík/Fjölnir - Haukar 2: 32-27 Næstu leikir: Körfubolti 14. apríl kl. 16.15, Keflavík Keflavík- Haukar (úrslitakeppni kvenna) 17. apríl kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Keflavík (úrslitakeppni kvenna) Handbolti 18. apríl kl. 20.15, Ásvellir Haukar 2 - Grótta (1. deild karla) 19. apríl kl. 16, Kaplakriki FH - Selfoss (1. deild karla) 21. apríl kl. 16, Kaplakriki FH - Valur (úrvalsdeild kvenna) 22. apríl kl. 16.10, Ásvellir Haukar - Valur (úrvalsdeild karla) Íþróttir Haukaskáksmenn standa sig vel Félagar í Skákdeild Hauka hafa verið að standa sig vel und - an farið. Þorvarður Fannar Ólafsson vann öruggan sigur á páska móti Taflfélags Garða - bæjar. Sverrir Örn Björnsson sigraði á Skákþingi Norðurlands og sló þar mörgum stigahærri mönnum ref fyrir rass. Síðast en ekki síst þá er unglingurinn Sverr ir Þorgeirsson að slá í gegn á Alþjóðlega skákmótinu Reykjavík International. Hann er enn og aftur að sýna að hann er einn af efnilegustu skákmönnum Íslands. Sverrir er búinn að vinna einn FIDE meistara og gera jafntefli við 2 í viðbót. Einnig hefur hann gert jafntefli við annan sér mun stigahærri mann. Sverrir er þegar þetta er ritað í 21. sæti af 38, þrátt fyrir að vera næststigalægsti maður mótsins. Jónas Hlynur sigr - aði í spjótkasti Í keppni milli Stanford og California fyrir skömmu keppti Jónas Hlynur Hallgrímsson úr FH í nokkrum greinum og sigr - aði m.a. í spjótkasti og kastaði 62,07 m. Þá stökk hann 14,67 m í þrístökki, stökk 6,57 m í langstökki og stökk 1,85 m í hástökki. Allt þetta gerði hann á stuttum tíma og náði í dýrmæt Næstkomandi laugardag hefst sumardagskrá Hjólreiðafélags hafn firskra kvenna. Félagið var stofn að 19. júní í fyrra og í félag ið eru nú skráðar um 100 konur. HHK er fyrsta kven reið hjóla - félag á Íslandi og hefur stofnun þess fengið þó nokkra athygli og hróður félagsins borist víða um land, segir Eiríksína Kr. Ás - gríms dóttir, formaður þess. Suma rstarfið í fyrra tókst með mikl um ágætum og hittust kon - urnar einu sinni í viku við Hafn - ar borg og hjóluðu innan Hafnar - fjarðar og í nærliggjandi sveitar - félög. Sérstaða félagsins er ekki síst fólgin í því að ekki er nauð - synlegt að eiga flottustu græj - urnar og vera heltekinn af hjól - reiðum, heldur bara að hafa gam an af að hjóla í frístunum og hitta skemmtilegar konur. Félagið hefur á stefnuskrá sinni og markmiði að bjóða allar konur velkomnar sama hversu vel þær eru á sig komnar og vanar hjólreiðum. Konurnar eru á öllum aldri og getan misjöfn en eitt af einkunnarorðum félagsins er einmitt „ólíkar en jafngildar“. Fyrsti hjólafundur sumarsins verður á laugardaginn klukkan ellefu og að venju verður hist við Hafnarborg. Konur á öllum aldri og í öllu formi eru boðnar hjarta nlega velkomnar. Hjólandi hafnfirskar hrundir Sumarstarfið hefst við Hafnarborg á laugardaginn kl. 11 Þær hjóla ekki alltaf alveg karlmannslausar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n stig fyrir skólann sinn sem þrátt fyrir það tapaði fyrir Stanford. Bergur Ingi þeytir sleggjunni Bergur Ingi Pétursson bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti á móti í Auburn, Alabama í Bandaríkjunum. Hann kastaði sleggjunni 66,94 metra og bætti eigið met um 18 cm en það setti hann fyrir skömmu á heimavelli í Kaplakrika. Bergur kastaði afar vel á mótinu og voru a.m.k. þrjú kasta hans yfir 65 metra. Bergur hefur dvalið í Banda - ríkjunum við æf ingar og keppni. Þetta er annað Íslandsmetið sem Bergur Ingi setur í sleggjukasti á ferlinum en á dögunum bætti hann nærri tveggja áratuga gam - alt met Guðmundar Karlssonar, samherja síns úr FH. Björn vann gull á Belgíska opna Björn Þ. Þorleifsson vann frá - bæran sigur í sparring (bardaga) á Opna belgíska um helg ina. Hann barðist sex sinnum og sigraði alltaf. Björn er á leið á heims meistaramót í sparring til Kína ásamt landsliði Íslands í lok maí. Íþróttamolar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.