Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.04.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 26.04.2007, Blaðsíða 1
ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 17. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 26. apríl Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 Opið alla daga til 21 HVALEYRARBRAUT www.as.is Sími 520 2600 Hröð uppbygging Í gær voru afhentar fyrstu íbúðirnar á Olíutankasvæðinu, íbúðir á Skipalóni 24, sem er 6 hæða íbúðablokk, sú fyrsta af 11 blokkum á svæðinu. Það er Mótás, byggingarfélag sem byggir þarna 2 blokkir en fyrstu íbúarnir á svæðinu voru þau Kristín Pálsdóttir og Guð - mundur Friðrik Sigurðs son. Berg þór Jónsson, annar eig anda Mótás afhenti, ásamt Gunn ari Svavarssyni, form. bæjar - stjórnar, eigendunum lyklana. Tölum saman! Á opnum símafundi á þriðju - daginn við kynningu á afkomu Alcan á fyrsta árs fjórðungi spurði blaðakona Dow Jones um ástandið á Íslandi. Dick Evans, forstjóri Alcan sagði að fyrir mánuði hefði farið fram als - herjaratkvæðagreiðsla í Hafnar - firði, ekki bindandi atkvæða - greiðsla en ekki síður mikilvæg því niðurstaða hennar endur - speglaði skoðanir almennings. Hann sagði menn nú þurfa að skoða hvernig hægt væri að vinna stuðning fyrir stækkun í sam félaginu. „Við höldum ekki áfram með meiriháttar fjár fest - ingu þegar við finnum fyrir and - stöðu helmings íbúanna, sem hafa áhyggjur vegna starfsemi verksmiðjunnar.“ Hann sagðist hafa komið oft í Ísal verk - smiðjunna og sagði hana eitt hrein asta og best rekna álverið í heim inum. Hann sagði greini lega áhyggj - ur víða á Íslandi um stóriðju, sérstaklega álver og nið urstaðan nú hafi tafið eitthvað þróun verksmiðjunnar en sagðist bjart - sýnn á að finna lausnir sem gerðu stækkun mögulega en svona stórar framkvæmdir vildu oft tefjast. Hann trúi hins vegar að skuldbindingar fyrirtækisins um að gera hlutina rétt, afspurn fyrirtækisins og afrekaskrá verði til þess að það fái stuðning til að þróa álverið eins og til var stofn - að. Aðspurður sagði Evans það sennilega rétt að nefnt hafi verið að starfsemi verksmiðjunnar væri í hættu þegar litið væri til langs tíma ef verksmiðjan yrði ekki uppfærð en hann ítrekaði að það gæti verið ef litið er til langs tíma. Evans sagði einnig, að - spurður um álversframkvæmdir fyrirtækisins í heiminum, að ýms ar framkvæmdir væru á döf - inni, Ísland væri í bið og að alltaf gætu komið upp ný tæki færi sem breyttu áherslum fyrir tækisins. Alcan forstjóri vill leita stuðnings bæjarbúa L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Trúlofunarhringar Sumarsprell á Thorsplani á sumardaginn fyrsta

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.