Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.04.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 26.04.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. apríl 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Hreinsunarvika hefst í bænum á laugardag og stendur til næsta laugardags. Sérprentaðir ruslapokar eru sendir inn á hvert heimili og fólk er hvatt til að taka til. Að vísu er einungis tekið við garðaúrgangi en annað þurfa bæjarbúar sjálfir að fara með í Sorpu. Auðvitað væri skemmtilegra ef þessi vika væri nokkurs konar syndaaflausnarvika draslarans þannig að bæjarfélagið tæki við öllu drasli þessa viku en við getum þó huggað okkur við að trjágreinar eru teknar en Sorpa í Miðhrauni hefur hætt að taka á móti slíku, hversu undarlegt sem það er. Ég vildi að þessi hreinsunarvika væri aðeins fyrsta skref að nokkrum á sumrinu en viðhorfsbreytingu þarf til hér í bæ til að gera bæinn fallegan. Bæjarbúar þurfa að hætta að henda drasli út um bílglugga og á víðavangi, þrif í bænum þarf að stórauka, sópa þarf götur og gangstéttar oftar. Einnig þarf að klippa gróður sem skagar út á gangstéttar og mætti nota til þess stórvirkar vélar því löngu er ég hættur að búast við að margir samborgarar mínir sýni þá tillitssemi að klippa sjálfir. Ég ítreka einnig hvatningu til þess að skipa „hreppsstjóra“ í hverju hverfi sem hvetur til hreinsunarátaka og skemmtana í hverfinu sínu. Kannski ætti Þjónustumiðstöðin að eiga vagn með verkfærum, pokum og góðu grilli til að lána út í hverfin á sumrin. Annars er engin ástæða til að bíða eftir frumkvæði frá bæjaryfir - völd um, hver og einn getur tekið sér poka í hönd og þrifið í kring um sig. Núna fara bæjarbúar að horfa til kosninga og sífellt verður erfiðara að greina mun á áherslum flokkanna. Svo má ekki gleyma að ekki er sama loforð og efndir. Guðni Gíslason 1. Víðistaðaskóli - Námsleyfi Lagt fram bréf, dagsett 18. apríl frá skólastjóra Víðistaðaskóla þar sem fram kemur að hann verði í námsleyfi á næsta skólaári. Anna Kristín Jóhannesdóttir, aðstoðarskólastjóri leysir skóla stjóra af og lagt er til að Þórdís Mósesdóttir kennari við skólann taki stöðu aðstoðarskólastjóra næsta skólaár. Fræðsluráð sam þykk ir tillögu skólastjóra fyrir sitt leyti. 5. Stekkjarás, ungbarnadeild Lögð fram samantekt stjórn - enda og starfsfólks leikskólans Stekkjaráss þar sem þess er farið á leit við Skólaskrifstofu og fræðslu yfirvöld að stofnuð verði ung barnadeild í leikskólanum. Lögð fram svohljóðandi tillaga starfshóps sem skipaður var af fræðsluráði og fjölskylduráði sem fékk það hlutverk að kanna sér - staklega möguleika á að fjölga leik skólaúrræðum fyrir yngri börn en tveggja ára. „Starfshópur skipaður af fræðslu ráði og fjölskylduráði fékk m.a. það hlutverk að kanna sér - staklega möguleika á að fjölga leikskólaúrræðum fyrir yngri börn þ.e. fyrir börn yngri en tveggja ára. Hópurinn leggur til við fræðslu - ráð að hugmynd að tilrauna verk - efni sem sett er fram í greinargerð frá leikskólanum Stekkjarási verði fyrsta skrefið í því að fjölga dag - vistarúrræðum fyrir yngstu börnin. Í greinargerðinni kemur fram að hug myndin sé að bjóða upp á 16 leikskólapláss fyrir þennan aldurs - hóp á einni deild frá og með næsta hausti. Í framhaldinu eru hug myndir um að fleiri deildir verði að ungbarnadeildum að því gefnu að tilraunaverkefnið takist vel til og að þörfin sé fyrir hendi. Ellý Erlingsdóttir, Margrét Gauja Magnúsdóttir, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Sigurður Magnús - son.“ Lögð fram kostnaðaráætlun frá fasteignafélagi Hafnarfjarðar vegna framkvæmda á lóð. Áætl - aður kostnaður vegna breyt inga á lóð er kr. 1.760 þúsund. Fræðsluráð tekur undir tillögu starfshópsins og beinir því til bæjarráðs og fasteignafélagsins að farið verði í nauðsynlegar fram - kvæmdir svo starfræksla ung - barnadeildar geti hafist í leik - skólanum frá og með næsta skólaári. Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 29. apríl Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 13.00 Prestur: Sr. Kjartan Jónsson Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur www.hafnarfjardarkirkja.is Hei þú…! Viltu verða • Flottur kroppur? • Líða betur? • Fá meira sjálfstraust? • Það er leikur að léttast með okkur 4 vikna frítt aðhaldsnámskeið Vigtun og mæling vikulega Skráning er hafin Vertu með ☺ Dagný og Kalli S: 897-7612 / 866-2220 Herbalife heilsuráðgjafar Sýningar Kvikmyndasafnsins Óeirðirnar á Austurvelli Á laugardaginn kl. 16 verður sýnt safn mynda frá óeirðunum á Austurvelli ár ið 1949 auk úrvals mynda sem Samuel Kadorian, ljós - myndari banda ríska hersins tók hér á landi af landi og þjóð á stríðsárunum. Sýningar Kvik myndasafnsins eru í Bæjarbíói. Vortónleikar Þrasta Vortónleikar Þrasta eru í Víðistaða - kirkju í kvöld kl. 20 og á laugardaginn kl. 16 í Grafarvogskirkju. Kvennakór Hafnarfjarðar og Tangósveit lýðveldisins Í kvöld kl. 20.30 heldur Kvennakór Hafnarfjarðar ásamt Tangósveit lýð - veldisins tónleika í sal SÁÁ í Efstaleiti 7. Einnig verða tónleikar á laugar - daginn kl. 16 í sal Flensborgarskóla, Hamri. Stjórnandi er Hrafnhildur Blomsterberg, Jóhann Friðgeir Valdi - marsson syngur einsöng. Forsala aðgöngumiða er hjá kórfélögum og í Súfistanum og Máli og Menningu Strandgötu 9. Aðalfundur Bandalags kvenna Bandalag kvenna Hafnarfirði heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 2. maí kl. 20 í sal Iðnaðarmannafélagsins, Hjalla hrauni 8. Vorhátíð í Öldutúnsskóla Hin árlega vorhátíð Öldutúnsskóla verður haldin á morgun, föstudag kl. 15.30-18. Á dagskrá er meðal annars víðavangshlaup og margvísleg skemmti atriði nemenda, söngur, dans, leik list og fleira. Leiktæki verða á staðnum, sýning á verkum nemenda, útikennslustofur, getraun og fleira. Að auki verður hægt að kaupa gómsætar veitingar á vægu verði. Vorhátíðin er samstarfsverkefni for - eldra félagsins, skólans og félags mið - stöðvarinnar Öldunnar. Besta barnabók ársins Undanfarið hefur staðið yfir á Bóka - safni Hafnarfjarðar og í grunnskólum bæjarins kosning á bestu barnabók ársins 2007. Lesendur á aldrinum 6 til 12 ára hafa kosið um bestu bókina og í dag, fimmtudag kl. 17, verður dregið úr kjörseðlum á Bókasafni Hafnar - fjarðar. Þrír heppnir þátttakendur hljóta bókaverðlaun. Sunnudaginn 29. apríl Guðsþjónusta kl. 11 Prestur: sr. Gunnþór Þ. Ingason Organisti: Guðmundur Sigurðsson Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju Kirkjuþjónn: Jóhanna Björnsdóttir Guðsþjónustunni verður útvarpað á Rás 1 Enskur aftansöngur kl. 17 Sönghópurinn A Cappella syngur enskan evensong, stjórnandi er Guðmundur Sigurðsson, kantor Hafnarfjarðarkirkju. Bjarni Þór Jónatansson leikur á orgel. Allir velkomnir.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.