Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.04.2007, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 26.04.2007, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 26. apríl 2007 Á sunnudaginn verður sunginn enskur Evensong, eða aftansöngur að enskum sið, í Hafnarfjarðarkirkju. Sönghópurinn A Cappella syngur, stjórnandi er Guðmundur Sigurðsson, kantor Hafnarfjarðarkirkju. Í bland við fasta liði aftansöngsins mun sönghópurinn A Cappella flytja mótettur og madrigala, m.a. eftir Schutz, Bach, Purcell og Tye. Hafnfirðingar eru hvattir til að fjölmenna og njóta helgrar stundar og fallegrar tónlistar Enskur Evensong í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn kl. 17 Aðgangur er ókeyp is F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 7 0 4 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Helena Marta Stefánsdóttir, sópran er að ljúka framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Tónleikar hennar, sem eru hluti prófsins, verða í Hásölum á sunnu daginn kl. 14. Meðleikarar hennar verða Sig - urður Marteinsson, píanó, Guð - rún Óskarsdóttir, semball, Teitur Birgisson, saxófónn og Stefán Bjarnason, barítonsöngvari. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Söngtónleikar – framhaldspróf Helena Marta, sópran heldur tónleika á sunnudaginn Fasteignafélaginu hefur verið falið að ganga frá leigusamningi fyrir Dalshraun 10 undir starf - semi Hnefaleikafélags Hafnar - fjarðar, félagsmiðstöðina Músik og mótor, æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir og inniaðstöðu fyrir hjólabrettanotkun. Hnefaleikafélagið er í húsnæði FH á Kaplakrika en það húsnæði á að víkja í nýrri uppbyggingu á svæðinu, hljómsveitir hafa verið í Dverg og fleiri stöðum og Músik og mótor hefur verið í öðru húsnæði við sömu götu. Hins vegar er nýtt að inniaðstaða sé fyrir hjólabrettafólk. Hnefar, tónlist og mótorhjól á Dalshraun 10 L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.