Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. maí 2007 Það hefur mikið verið rætt um íbúalýðræði í tengslum við svo - kallaða álverskosningu í Hafnar - firði. Talað eru um gildi þess að íbúarnir fái að kjósa um stærri mál og að góð þátttaka gefi skýrt til kynna að íbúarnir kunni að meta þetta fyrirkomulag. Sem íbúa í Hafnar - firði hefur umræðan um álverskosninguna og íbúalýðræðið ekki far ið fram hjá mér. Það kusu ekki allir um deili skipulag. Fólk kaus vegna mengunar - hættu sem sögð var stafa af álverinu, vegna sjón mengunar, vegna virkjanamála og svo mætti lengi telja, þannig að það er ekki undarlegt að góð mæting hafi verið á kjörstaðinn. Það er síðan álitamál hvort niðurstaðan gefi til kynna af stöðu fólksins til deiliskipu lags ins sem kosið var um. Meiri hluti Samfylkingar - innar í bæjar stjórn Hafnarfjarðar er a.m.k. ánægður með að lýð - ræðið sigraði, lýð ræðið sem boðið var upp á vegna af stöðu - leysis þeirra og ákvörð unar fælni. Lýðræðið, sem for maður Sam - fylk ingarinnar ætl aði að virða að vett ugi ef niður staðan hentaði ekki. Svar óskast. Það sem vekur furðu mína eftir allt fjaðra - fokið í kringum þetta mál er, að bæjar - yfirvöld í Hafnarfirði hafa hvorki verið innt eftir því hvað þessi kosn ing kostaði Hafn - ar fjarðarbæ, né hafa bæjaryfirvöld séð ástæðu til að tala um þann kostnað þegar þeir tala um sigur lýðræðisins. Því óska ég eftir því við bæjar yfirvöld í Hafnarfirði að þau geri mér og öðrum íbúum bæjarins grein fyrir því hvað kosningin kostaði. Í því samhengi má síðan velta fyrir sér hvar draga eigi línuna, hvort hægt sé að vera með íbúa - kosningu einu sinni á ári, fjórum sinnum eða annað hvert ár. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Hvað kostaði íbúakosningin? Halldóra Björk Jónsdóttir Á laugardag er komið að okkur að velja þann flokk sem talar af mestum trúverðugleika. Við höf - um öll einhver málefni sem standa okkur nærri hjarta. Þá skipt ir talsverðu máli að frambjóðendur flokk anna séu trú verð - ugir. Íslandshreyfingin kynnir sig undir kjör - orð inu „græn í gegn“. H ö f u ð b a r á t t u m á l flokks ins er stöðvun stór iðjuframkvæmda. Efsti maður á lista flokks ins hér í Kragan - um er Jakob Frímann Magnússon. Ég kaus Jakob Frímann! Jakob Fímann hefur í grein í Morgunblaðinu ásakað alla flokka, nema sinn náttúrulega, um að stefna leynt og ljóst að því að heimila stækkun álversins í Straumsvík, þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar 31. mars sl. Ég, eins og flestir vita, studdi deili skipulagstillögu um stækkun á álversins í Straumsvík. Það gerðu líka fleiri Samfylk ingar - menn. Þar á meðal var Jakob nokk ur Frímann, ágætis tónlistar - maður, sem gaf kost á sér í próf - kjöri Samfylkingarinnar í nóv - ember sl. Fyrir það prófkjör skrif - aði hann grein hér í Fjarðar - póstinn þar sem hann taldi að unnt yrði að sættast á stækkun álvers - ins í Straumsvík ef raflínur yrðu grafnar í jörð. Jakob taldi þá, sem frambjóðandi í prófkjöri Sam - fylkingarinnar, að hófleg stækkun í Straumsvík gæti verið skárri kostur en uppbygging nýrra stór - iðjuverksmiðja, í Frétta blaðinu 3. nóv - ember. Þess vegna kaus ég Jakob Frí mann. Kjósum trúverðug framboð. Án þess að vera að vekja hér upp umræðu um ólíkar skoðanir á álversmálinu enda mál ið afgreitt á lýð - ræð islegan hátt í stærstu íbúakosningu lands ins, þá vekur fram ganga Jakobs, forystumanns, Íslands - hreyf ingarinnar upp eðli lega spurn ingar um trúverðug leika. Nú gengur þessi sami Jakob fram með allt öðrum hætti en hann gerði þegar hann tók þátt í próf - kjörinu. Nú finnur hann Alcan allt til foráttu, nú spilar hann allt aðra plötu. Allar líkur eru á að atkvæði greidd Íslands hreyf ingunni falli dauð, enda engar kannanir sem benda til að fulltrúar hreyfingar - innar séu nálægt því að ná manni á þing. Kjósendur í Hafnarfirði þurfa að meta trúverðugleika Jakobs og Íslandshreyfingarinnar í þessu ljósi. Framboð forystu - manna sem þessara hlýtur að dæma sig sjálft. Höfundur er varabæjarfulltrúi. Trúverðug Íslandshreyfing? Ingimar Ingimarsson Framundan eru einhverjar mikilvægustu alþingiskosningar um langt árabil. Frábær árangur hefur náðst undanfarin ár og höf - um við nú verið að upplifa mesta hag sæld - arskeið í sögu þjóðar - innar. Skoðana kann an - ir síðustu vikur sýna, svo ekki verður um villst, að landsmenn vilja Sjálf stæðis flokk - inn áfram við forystu lands málanna. Þjóðin treystir Sjálf stæðis - flokkn um til að við - halda stöðugleikanum og halda áfram á braut fram fara og upp - bygg ing ar. Þjóðin treystir Geir Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde forsætisráðherra, nýtur mikils trausts.. Landsmenn skynja að sjálfstæðismenn ganga samhentir til kosninganna ólíkt sumum öðrum stjórnmálaöflum. Það skiptir miklu máli og skapar það traust og þann trúverðugleika sem þarf að vera til staðar. Kjós - endur vita að sá efnahagslegi árang ur sem náðst hefur kemur ekki af sjálfu sér. Hugmyndir og hugsjónir sjálf stæðis - stefnunnar um lága skatta og lágmarks af - skipti ríkisins hafa átt stór an þátt í þeim mikla árangri. Og ljóst er að sá trausti grunnur sem lagður hefur verið skapar enn frekari tækifæri til eflingar mennta-, heilbrigðis og velferðarkerfisins og uppbyggingar atvinnu lífsins. Einstaklingar og fyrirtæki blómstra Sköp uð hafa verið skilyrði til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti blómstrað. Þessi skilyrði felast ekki síst í lækkun og afnámi skatta á einstaklinga, fyrirtæki og vörur. Tekjuskattur einstaklinga hefur verið lækkaður umtalsvert á undanförnum árum. Eignar skatt - ur hefur verið aflagður. Kaup - máttur hefur aukist um 75% á rúmum áratug. Atvinnuleysi hefur verið á bilinu 1-3%. Virðisauka - skattur á matvæli hefur lækkað í 7%. Tekjuskattur á fyrirtæki hefur verið lækkaður úr 33% í 18% og eignar skattur á þau afnuminn og svo mætti lengi telja upp efna - hags legan árangur ríkis stjórn - arinnar. Frelsi til einstaklinga og fyrir - tækja leysir mikinn kraft úr læðingi og er forsenda verðmæta - sköpunar í þjóðfélaginu. Verð - mætasköpunin er svo forsenda þeirrar velferðar sem við öll erum sammála um að þurfi að vera fyrir hendi. Til þess að lífskjör og afkoma okkar verði áfram eins og best gerist, þarf að tryggja Sjálf stæðis - flokknum sigur í kosningunum á laugardaginn. Mætum öll á kjörstað og kjós - um Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 7. sætið á lista Sjálf - stæð isflokksins í SV- kjör dæmi. Kjósum áfram framfarir og árangur Rósa Guðbjartsdóttir Starfshættir stjórnvalda hverju sinni geta valdið því að ríkur sam - hugur myndast um langflest verk - efni. Það hefur gerst í Hafnarfirði á undan förnum árum. Það þarf engan að undra að sú sé raunin. Þegar litið er yfir farinn veg er það vissu lega sá stjórnunar stíll sem Sam - fylkingin boð aði og bauð bæjar búum upp á í að - draganda sveitar stjórnar - kosn inganna 2002 m.a. með ákvörðun um aukið íbúa lýðræði. Það var lögð rík áhersla á að byggja ákvörðunartöku á virkri samræðu, jafnt kjör inna full - trúa sem annarra bæjar búa. Kostir samræðu í skipulags- og bygg - ingamálum voru m.a. taldir afar mikilvægir og þannig var lagt upp með nokkuð ólíka aðferðafræði en sveitarfélög höfðu áður tíðkað. Samræðustjórnmál þurfa ekki endilega að þýða það að markmiðið sé að allir verði sammála að lokum. Heldur miklu frekar hitt að sjónar - mið ólíkra flokka fái að koma fram, jafnt sem sjónarmið hags munaaðila, en ekki hvað síst sjónar mið bæjar - búa. Umræðan skilar okk ur síðan á leiðarenda. Oft á tíð um getur verið um að ræða þver pólítísk sjónarmið og þess vegna mikilvægt að sá sem leiðir og stjórnar geti náð lausn með ólíkum hópum sem hægt er að ganga fram með til heilla fyrir sam - félagið. Hægt væri að nefna fjölmörg verkefni sem þannig hafa verið til lykta leidd í samstarfi við ólíka hópa. Þörfin hefur sannarlega verið fyrir hendi og íbúar fagna þessari aðferðafræði. Þessari aðferðafræði náðum við sameiginlega að hrinda í framkvæmd og nú er svo komið að sveitar félög víða um landið leita til Hafnar - fjarðar eftir leiðbeining - um í þessa veru. Mörg erfið skipulagsmál hafa verið leyst með virku samráði við íbúa og þátttöku þeirra. Hafnarfjörður hefur verið leiðandi á þessu sviði og helstu fjölmiðlar landsins hafa lofað þá aðferðafræði sem lagt hefur verið upp með, vinnulag bæjarfulltrúa og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Gagn - rýni einstakra valdastjórn mála - manna hefur verið vísað á bug. Það er tímabært að nútímastjórnmál séu innleidd með jafn skýrum hætti í landsstjórnina hér á landi. Hræð - umst ekki lýðræðisleg vinnu brögð. Sláum nýjan tón í landstjórninni Samfylkingin leggur sig jafnan fram um að vera í takt við landsmenn. Um leið og lögð er áhersla á að auka gildi víðtækrar þátt töku íbúa, ungra sem aldraðra, í þeirri þjónustu sem í boði er. Vil ég nefna verkefnið um verulegar niður greiðslur á kostnaði íþrótta- og æskulýðsstarfs barna- og unglinga, sem var nýjung hér á landi 2002 þegar það var tekið upp í Hafnarfirði. Þá voru aðrir stjórn - málaflokkar efins og höfnuðu aðferð inni, en nú hafa önnur sveitarfélögin fylgt í kjölfarið. Á sama hátt munu önnur sveitar - félög fylgja fordæmi Hafn - firðinga varðandi Fríkort eldri borgara sem tekið var upp nú í vet ur. Efnahagslegar og félags - legar aðstæður mega aldrei koma í veg fyrir að allir geti verið með. Mikilvægt er að málefnin beri ekki verkefnin ofurliði. Það að geta náð sátt um málefni milli ólíkra aðila, ólíkra stjórnmálaflokka, kemur oftar en ekki fleiri verkefnum í framkvæmd en ella. Án fram - kvæmda verða málefnin orðin tóm. Það er mikilvægt, hér eftir sem hingað til, að þær áherslur og vinnulag sem Samfylkingin boðar um virkt samráð hljóti áfram ríkan hljómgrunn, þannig skilum við samfélaginu okkar bjartari framtíð. Stuðningur við Samfylkinguna í kosningum 12. maí mun gefa okkur öllum tækifæri til að slá nýjan tón í landsstjórninni á komandi kjör - tímabili, tón sem er jafn og frjáls og laus við viðjar valdastjórn málanna. Þá verða allir með ! Höfundur er oddviti Sam - fylkingar innar í SV kjördæmi og forseti bæjarstj. Hafnarfjarðar. Samráð og sátt er lykilatriði Gunnar Svavarsson Samræmdu prófunum er nú lokið með öllu sem þeim fylgir. Þessi áfangi markar vissulega tímamót í lífi unglinga og finnst flestum ærið tilefni til að fagna. Þó að það sé sjálfsagt og skiljanlegt að unglingarnir vilja fagna þá er það hins vegar áhyggjuefni að það er alltaf einhver hópur sem telur sig þurfa áfengi til þess. Til að koma í veg fyrir slíkt verða foreldrar að vera á varðbergi. Við í Götuvitanum hvetj um ykkur foreldra til að sýna frum - kvæði í að hjálpa unglingnum ykkar að fagna þessum tíma - mótum almennilega og án áfeng is. Foreldrar ættu alltaf að vita hvar barnið þeirra er, með hverj um og hvað það er að gera. Að auki þarf útivistartíminn að vera á hreinu. Götuvitinn mun verða á ferðinni um bæinn á föstudags- og laugardagskvöld og spjalla við unglinga sem við rekumst á. Hafir þú einhverjar spurningar eða vilt koma einhverju á framfæri til okkar, er alltaf hægt að hringja í Götuvitasímann, í s. 664 5777. Helena Björk og Jóhann Skagfjörð Magnússon, umsjónarmenn Götuvitans. Til foreldra Flensborgarhöfn iðaði af lífi í sólinni á þriðjudaginn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.