Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 13

Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 13
www.fjardarposturinn.is 13Fimmtudagur 10. maí 2007 Bæjarráð Hafnarfjarðar sam - þykkti að fela lýðræðis- og jafn - réttisnefnd að móta tillögur að fræðsluátaki um fjöl menningu. Samráðshópur um málefni innflytjenda sem komið var á fót í lok árs 2004 hefur komið með tillögur að bættri þjónustu við alla bæjarbúa. Er nú komið að því verkefni sem á að létta starfsmönnum bæjarins lífið með aðgerðum sem miða að því að auka þekkingu þeirra á nýjum Íslendingum. Mun stjórnendum sem og öðrum starfsmönnum veitast tækifæri til þess að móta þjónustu og verkferla með tilliti til mismunandi menningar- og tungumálabakgrunns fólks. Átakið hefst nú með fyrir - lestrarfundum fyrir stjórnendur bæjarins, þar sem þeir fá upp - lýsingar svipaðar þeim sem munu seinna nýttar sem grunnur að fræðslu fyrir alla starfsmenn bæjarins sem hefst með haustinu. En með því að stjórnendur komi að málinu fyrst gefst þeim færi á að hugsa fyrir því hverju þarf að bæta við vegna sérkenna hvers vinnustaðar. Auk þess er hægt að hefja vinnu að bættum þjónustu - ferlum sem eiga að tryggja góða þjónustu fyrir alla og þægilegt starfsumhverfi. Fræðsluátak um fjölmenningu Verður bæjarstarfsmönnum gert að læra pólsku? L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Saga Hlífar Í tilefni af 100 ára afmæli Verkalýðsfélagsins Hlífar hefur verið opnuð sýning á strand stígn um við Hafnarfjarðarhöfn Saga félagsins frá stofnun til dagsins í dag er rakin í máli og myndum. Þar má meðal annars fræðast um kjör verkamanna í bænum áður en verkalýðsfélögin voru stofnuð, fyrsta kjarasamninginn, markmið félagsins, baráttuna fyrir orlofi og lífeyris réttindum og fl. Göngum og fræÝumst! F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 7 0 5 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . KOSNINGAKAFFI Kosningakaffi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði verður á kjördag, laugardaginn 12. maí næstkomandi að Dalshrauni 5 kl. 11-18. Félagar hvattir til að mæta og þiggja veitingar. Framsóknarfélög Hafnarfjarðar Veikburða tilraunir stjórnvalda til að lækka matarskattinn svonefnda með því að hræra í virðisaukanum og tollgjöldum, duga skammt þegar á reynir. Það er svo margt sem hefur áhrif á matarverð sem stjórnvöld ráða ekkert við. Þar á meðal eru t.d. verðhækkanir af erlendum uppruna, orkuverð, veður sem eyðileggur uppskeru og hækkar hráefnis - verð, gengisbreytingar, eftirspurn o.fl. o.fl. En ef vilji er fyrir hendi til að bæta kjör hinna verst settu hvað er þá til ráða. Það liggur í augum uppi að skattalækkanir koma þeim lægstlaunuðu ekki eins vel og þeim sem betur eru settir. Hinn margum talaði meðaltals pró - sentu reiknikúnstaleikur stjórn - mála mannanna sannar það best. Það besta sem stjórnvöld geta gert er að hækka skattleysis - mörkin. Það er hvort eð er hin mesta óhæfa að leyfa sér að skattleggja tekjur sem duga ekki til framfærslu fólks samkvæmt viðurkenndum útreikningum opinberra stofnana, - stofnana ríkisins. Ef skattleysismörk væru t.d. hækkuð upp í 200.000 krónur, myndi það ekki aðeins gefa lágtekjufólki og fá tæklingum mögu - leika á að lifa mann - sæmandi lífi, það myndi einnig efla við - skipti og auka tekjur ríkis ins af virðisaukaskatti og toll um. Það á því alls ekki að vera neitt að dufla við að lækka virðisaukann að einhverju marki eða lækka tolla umfram það sem nauðsynlegt kann reynast vegna viðskiptasamninga við önnur lönd. Hækkið skattleysismörkin og allir munu lifa góðu lífi, bæði ríkir og fátækir. Höfundur er fyrrv. flugumferðastjóri og er Haukamaður. Hvaða vopn duga best Í baráttunni við fátæktina? Hermann Þórðarson Verslum í Hafnarfirði! Það er ekki á hverjum degi sem svarta beltið er afhent í Taekwondo og það var því stór stund þegar Haukur Daði Guðmundsson (23) þreytti próf í húsnæði Taekwondo-deildar Bjark ar á dögunum. Prófdómari var Kóreumaðurinn Kyung Sik Park sem er meistari í Tae - kwondo og faglegur ráð gjafi deild arinnar. Haukur Daði er gríðarsterkur í Taekwondoo og sýndi það í prófinu. Í samtali við Fjarðarpóstinn sagði Kyung Sik Park að Taekwondo byggðist mikið á sjálfsaga og í íþróttinni væru þátttakendur í einni fjöl - skyldu. Fjöldi ungra iðkenda sýndi einnig listir sýnar fyrir meistar - ann og greinilegt að öflugt starf er í deildinni en þátttakendur eru um 160 og koma úr Hafnarfirði og nágrannasveitarfélögunum. Níu þeirra eru með svart belti og fjögur þeirra keppa í Kína núna í maí, Auður Anna Jónsdóttir, Björn Þorleifsson, Gauti Már Guðnason og Haukur Daði. Með svarta beltið Uppgangur í Taekwondo hjá Björk Einbeitt sparkar hún í sundur spónaplötu L j ó s m y n d i r : G u ð n i G í s l a s o n Haukur Daði stekkur yfir tvær stúlkur og sparkar í gegnum spónaplötur Haukur Daði fær svarta beltið og nýja treyju.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.