Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 10.05.2007, Blaðsíða 16
16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. maí 2007 Listaverkið Sigling ónýtt? Þegar listaverkið Sigling eftir Þorkel Guðmundsson frá 1974 var háþrýstiþvegið kom í ljós að steypan í verkinu er mjög illa farin og dregur í sig mikið vatn. Töldu iðnaðar - menn jafnvel að ekki væri hægt að gera við það. Marín Hranfsdóttir menn - ingar málafulltrúi Hafnar fjarð - ar bæjar segir að betur verði kannað hvort ekki megi gera við verkið varanlega. Eignir skát - anna girtar frá svæði þeirra Skátasvæði inni í nýju beitarhólfi Þegar loks náðist samningur við fjáreigendur úr Grindavík um afnám lausagöngu fjár á Reykjanesi var gert nýtt beitar - hólf sem nær m.a. yfir lóð Krýsuvíkurkirkju og útilífs - svæði Skátafélagsins Hraun - búa. Nú hefur kirkjan, kirkju - garðurinn og bæjarstæði gamla Krýsuvíkurbæjarins verið girt af en eftir stendur í beitar - hólfinu svæði skátanna. Reynd ar var kamarhús skát - anna girt frá þeirra svæði og er nú inni í Krýsu víkur bæjar girð - ingunni illa aðgengilegt frá skáta svæðinu. Hraunbúar björg - uðu kirkjunni frá skemmd um rétt fyrir 1980 er þeir gerðu við göt á henni, máluðu og girtu ut - an um hana. Vormót Hraunbúa verður haldið þarna um hvíta - sunnuna í lok mánaðarins. 6. sæti Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1. sæti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 2. sæti Bjarni Benediktsson 7. sæti Rósa Guðbjartsdóttir 5. sæti Ragnheiður Elín Árnadóttir 3. sæti Ármann Kr. Ólafsson 4. sæti Jón Gunnarsson Það hefur aldrei verið betra að búa á Íslandi Fiskur veitir sálarró Kamarhús skátanna og þvotta aðstaða afgirt frá úti - vistarsvæðinu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.