Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.05.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 16.05.2007, Blaðsíða 1
ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 20. tbl. 25. árg. 2007 Miðvikudagur 16. maí Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 www.as.is Sími 520 2600 Vinstri hreyfingin - grænt framboð jók fylgi sitt í SV- kjördæmi um 85% og náði inn einum þingmanni, Ögmundi Jónassyni úr Reykjavík. Sjálf - stæðisflokkurinn jók fylgi sitt um 11% og bætti við sig einum þingmanni. Samfylkingin tapaði 13% fylgi frá síðustu kosningum en hélt sinni þing manna tölu með upp bótar þing sæti Árna Páls Árnasonar úr Reykjvík. Frjáls - lyndi flokkurinn, tapaði aðeins broti úr prósenti en missti sinn mann á meðan Fram sóknar - flokk urinn tapaði rúmlega helm - ingi atkvæða sinna og hélt sínum manni inni. Íslandshreyfingin átti langt í land að ná inn manni. Af þingmönnunum 12 eru 6 nýir á þingi, Ármann Kr. Ólafs - son (D), Gunnar Svavars son (S), Jón Gunnarsson (D), Ragnheiður Elín Árnadóttir (D) og Ragn - heið ur Ríharðsdóttir (D). Karlar eru jafnmargir konum og tveir Hafn firðingar eru á þingi, Gunn - ar Svavarsson (S) og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D). Úrslit í SV-kjördæmi: Listi Atkvæði Hlutfall Kjörd.+uppb. B 3.250 7.2% 1+0 D 19.307 42,6% 5+1 F 3.051 6,7% 0+0 I 1.599 3,5% 0+0 S 12.845 28,4% 3+1 V 5.232 11,6% 1+0 Þingmenn kjördæmisins: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D) Gunnar Svavarsson (S) Bjarni Benediktsson (D) Ármann Kr. Ólafsson (D) Katrín Júlíusdóttir (S) Ögmundur Jónasson (V) Jón Gunnarsson (D) Þórunn Sveinbjarnardóttir (S) Ragnheiður Elín Árnadóttir (D) Siv Friðleifsdóttir (B) Árni Páll Árnason (S) Ragnheiður Ríkharðsdóttir (D) Þingmaður og bæjarfulltrúi Gunnar Svavarsson, nýr hafnfirskur þingmaður Trúlofunarhringar L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Með Rangæingum á tónleikum Skemmtilegir og lifandi tón - leikar verða í Hásölum á laug - ardaginn kl. 17. Þar syngur Kór eldri Þrasta og Samkór Rang æ - inga, en Guðjón Halldór Ósk - ars son stjórnar báðum kór un um. Á söngskrá Kórs eldri Þrasta eru m.a. lögin Litla skáld, Kveðja, Kvöldblíðan lognbæra og Miðsumarnótt við ljóð Guðmundar Bjarnasonar, eins félaga í karlakórnum, við lag Antor Gunter. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Skátar úr Hraunbúum prófa nýju kanóa félagsins á Hvaleyrarvatni. Skátalundur í baksýn. Gunnar Svavarsson L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Þægindi ... Firði • sími 555 4420 Gabor sport st. 3,5-7 kr. 11.990,- Softwalk st. 3,5-7,5 kr. 4.995,- Jenny by ara st. 3,5-7 kr. 8.995,- Softwalk st. 36-41 kr. 6.995,- Mocca st. 37-42 kr. 6.995,- Aerosoles st. 3,5-7,5 kr. 8.995,- Softwalk st. 36-41 kr. 6.995,- Jenny by ara st. 3,5-7 kr. 8.995 ,-

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.