Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.05.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 16.05.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. maí 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Nú eru kosningar afstaðnar og allir túlka niðurstöðurnar sér í hag nema Framsókn, með þingsætalausan formann, sem grætur afhroðið en getur ekki slitið sig frá stjórnarborðinu. Reyndar trúi ég ekki á sjálfstæðismenn að þeir ætli sér í stjórnarsamstarf með tapliðinu. Óþekktar ang - arnir með Árna Johnsen, jafnvel nið ur settan á lista, í forystu eru varla öruggustu odda menn - irnir. Meirihlutinn þarf að vera sterkari og það sjá sjálfstæðismenn. Ég spái samstarfi Sjálfstæðis - flokks og Samfylkingar, kannski í draumsýn að stjórnarflokkarnir í Hafnarfirði eigi eftir að vinna betur saman að heill Hafnarfjarðar, sennilega veitir ekki af eftir afneitun á álversstækkun. Annars er skondið að hugsa til þess að lægra hlutfall kjósenda kaus stjórnar - flokk ana í þingkosningunum en kusu með álverinu! Og talandi um álverið þá fær bæjarstjórinn í Hafnarfirði prik fyrir að viðurkenna sannleikann í viðtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku, viðurkenna að Alcan hafi tillögurétt eins og önnur fyrirtæki í bænum. Það er gaman að bera álversmálið við hugmyndir að háhýsi í miðbænum, fyrst er bæjarfulltrúum kynnt 12 hæðir, bæjarbúum 10 hæðir og nú bæjarfulltrúum 9 hæðir. Deiliskipulagið segir 4 hæðir og hvar skyldi þetta enda. Hvað fær byggingaraðilinn margar til - raun ir? Í SV-kjördæmi eru 12 þingmenn, 6 konur og 6 karlar og tveir karlanna eiga lögheimili utan kjördæmisins. Athyglisvert er að V- listinn tefldi fram þremur Reykvíkingum í fyrstu fimm sæti listans, Samfylkingin tveimur og F-listi einum. Til hvers er að vera með landið skipt í kjördæmi ef menn geta boðið sig fram hvar sem er á meðan kjósendur eru bundnir við staur? Guðni Gíslason Víðistaðakirkja Uppstigningadagur 17. maí Guðsþjónusta sérstaklega tileinkuð eldri borgurum á uppstigningardag 17. maí, kl. 14.00 Prédikun: Eysteinn Orri Gunnarsson, guðfræðinemi Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara, syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Organisti: Úlrik Ólason Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir messu Rúta fer frá Hjallabraut 33 kl. 13.40 og frá Hrafnistu kl. 13.50. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Aðalfundur vinabæjarfélags Aðalfundur Vinabæjarfélagsins Hafn - ar fjörður/Cuxhaven verður í Selinu, húsi Skógræktarfélags Hafnar fjarðar við Kaldárselsvg í kvöld, mið viku dag kl. 20. Nýir félagar velkomnir. Vortónleikar Skátakórsins Á laugardaginn kl. 16 verða vor - tónleikar Skátakórsins en hann varð til við sameiningu Skátakórsins í Hafnar - firði og Skátakórsins í Reykjavík. Tónleikarnir verða í Grensáskirkju og verður dagskrá fjölbreytt að venju. Dagskráin mun þó bera keim af því að í ár fagna skátar um allan heim 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar en há punktur hátíðarhalda þessa af - mælis árs er Alheimsmót skáta sem fram fer í Bretlandi og mun Skáta - kórinn leggja land undir fót og taka þátt í því móti með söng á vör. Auk tónleikadagskrár Skátakórsins, undir stjórn Margrétar Sigurðardóttur, verða gestir hvattir til þátttöku í fjöldasöng við gítarundirleik auk þess sem skátar flytja skemmtiatriði. Tónleikar í Tónlistarskólanum Föstudaginn 18. maí kl. 20 - Kammersveitin Mánudaginn 21. maí kl. 17.15 - Forskóli I. Mánudaginn 21. maí kl. 18.30 - Forskóli II. Vorferð Bandalags kvenna Vorferð Bandalags Kvenna í Hafn - arfirði verður 9. júní nk. Lagt verður af stað frá Hafnarfirði um kl. 11 og stefnan tekin á Landnámssetrið í Borgarnesi þar sem snæddur verður hádegisverður og sýningin skoðuð. Fleira verður í boði í þessari dagsferð. Félagskonur BKH eru hvattar til að skrá sig í ferðina í s. 555 2574 eða í s. 695 1976. Tónleikar - Framhaldspróf Ingimar Andersen, sem er að ljúka framhaldsprófi í klarinettleik við Tón - listarskóla Hafnarfjarðar verður með einleikstónleika sína í Hásölum á þriðju daginn kl. 20.30 í Hásölum. Með leikari hans verður Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka verður haldið á laugardaginn. Lokahóf yngri flokkanna hefst kl. 15 og stendur yfir til um kl. 17. Lokahóf eldri flokkanna verður svo um kvöldið. Húsið verður opnað kl. 19 og borðhald hefst stundvíslega klukkan 20. Aðgangur er ókeypis. Uppstigningadagur 17. maí Guðsþjónusta kl. 14 Eldri borgurum boðið sérstaklega til kirkju. Prestar: sr. Þórhallur Heimisson og sr. Gunnþór Þ. Ingason sem prédikar. Organisti: Guðmundur Sigurðsson kantór. Einsöngvari: Þóra Björnsdóttir bæði í kirkju og í kaffisamsæti í Hásölum. Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju. Veglegt kaffisamsæti eftir messu í Hásölum Strandbergs. Þórunn Björnsdóttir syngur einsöng og Hjörtur Howser leikur létta tónlist og sumarlög á Friðriksflygilinn. Mánudagur 20. maí Messa kl. 11, altarisganga 50, 60 og 70 ára fermingarbörn Hafnarfjarðarkirkju heimsækja hana Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Organisti: Guðmundur Sigurðsson, kantór. Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju. Hádegisverður fermingarbarnanna eftir messu í Hásölum Strandbergs. www.hafnarfjardarkirkja.is Róðrarsveitir óskast Sjómannadagurinn er 3. júní nk. og að venju verður keppt í kapp róðri sem notið hefur mik - illa vinsælda. Nú er búið að sjósetja bátana og keppnissveitir geta fengið tíma til að æfa sig. Í hverri sveit eru 7 manns, 6 ræðarar og einn stýrimaður. Hægt er að skrá sig hjá Karel í síma 690 0345. Hámark ósvífninnar? Þessu farartæki í eigu Hafnarfjarðarbæjar var lagt upp að dyrum við Bæjarbakarí á mánudag á meðan ökumaðurinn brá sér í bakaríið. Hann lét sér ekki nægja að leggja í stæði fatlaðra heldur gerði betur og fór upp á stétt við húsið og inn að dyrum. Félagi hans á annarri rusla sugu lagði þó í bílastæði en nennti ekki aka um inn keyrslu og lét gangstétt ekki aftra sér og fór þvert yfir hana. Snyrtimennska Nauðynlegt að klippa limgerði sem skaga út yfir gangstéttar Þegar sól hækkar á lofti má víða sjá íbúa snyrta til í görðum sínum. Oft gleymist að snyrta að gangstéttum og stendur oft óklippt limgerði langt út á gangstétt en það gerist ekki hjá þessum konum í Traðarberginu sem árlega hreinsa vel gróðurinn sem snýr út að gangstétt. Þær voru svo önnum kafnar þegar blaðamaður Fjarðar - póstsins átti leið um að þær gáfu sér ekki tíma til að líta upp. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Ingimar Andersen

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.