Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.05.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 16.05.2007, Blaðsíða 7
Knattspyrna Úrvalsdeild karla: ÍA - FH: 2-3 2. deild karla: Haukar - ÍH: 3-0 Næstu leikir: Knattspyrna 20. maí kl. 14, Húsavík Völsungur - Haukar (2. deild karla) 20. maí kl. 16, Kaplakriki ÍH - Magni (2. deild karla) 20. maí kl. 20, Keflavík Keflavík - FH (úrvalsdeild karla) 22. maí kl. 20, Kaplakriki FH - Afturelding (1. deild kvenna, A-riðill) 22. maí kl. 20, Grindavík GRV - Haukar (1.deild kvenna, A-riðill) Haukar unnu fyrsta leikinn Nokkrar breytingar hafa verið hjá knattspyrnudeild Hauka sem spáð er sigri í 1. deild. Andri Marteinsson er tekinn við þjálfun og honum til halds og trausts er Garðar Smári Gunnarsson en þeir hafa báðir þjálfað yngri flokka hjá félag inu. Leikmannahópurinn er nokkuð breyttur, Albert Högni Arason fyrirliði liðsins í fyrra er farinn til liðs við Grindavík og í hans stað er kominn hinn leikreyndi Þórhallur Dan Jóhannsson. Hilmar Trausti Arnarsson er búinn að skipta yfir til Keflavíkur og Guðjón Pétur Lýðson er farinn í Breiðablik svo eru nokkrir farnir til liðs við Álftanes. Einn að markahæstu leikmönnum liðsins síðasta sumar, Jón - mundur Grétarsson er farinn aftur til liðs við Stjörnunna. Hinn síungi Goran Lukic er kominn aftur á Ásvelli og einnig eru margir ungir og efnilegir leikmenn úr 2. flokki að spila og æfa með meistaraflokki. Haukar sigruðu annað Hafnar fjarðarlið, ÍH, í fyrsta leik liðanna á Ásvöllum á mánu daginn 3-0. Haukar voru að komu úr 1. deild og ÍH úr 3. deild og leika liðin nú saman í 2. deild. www.fjardarposturinn.is 7Miðvikudagur 16. maí 2007 Íþróttir Umhverfisstofnun og Alcan í Straumsvík skrifuðu í síðustu viku undir samning við verk - fræðistofuna Vista um upp - setningu og umsjón með nýrri loftmælistöð á Hvaleyrarholti. Ásamt Vista standa Iðntækni - stofnun og Gróco ehf að tilboð - inu og rekstri stöðvarinnar. Loftmælingar á Hvaleyrarholti hafa farið fram síðan árið 1994 og hefur Umhverfisstofnun haft umsjón með þeim en Alcan greitt hluta kostnaðar. Nú gera báðir aðilar verk- og þjónustusamning um nýja loftmælingastöð við Vista og er gert ráð fyrir að stöð - in verði komin í notkun síðari hluta júlímánaðar. Í mælistöðinni verður mælt ryk í andrúmslofti og lofttegundirnar köfnunarefnisoxíð NO, köfn - unar efnisdíoxíð NO2, brenni - steins vetni H2S, brennisteins - díoxíð SO2 auk flúors í lofti. Með nýjum búnaði verður fram - vegis hægt að mæla magn ryks og lofttegunda á rauntíma sem lesið er úr svo til jafnóðum í stað uppsafnaðra mælinga eins og áður. Verður því hægt að fylgjast mun nákvæmar með magni ryks og lofttegunda í andrúmslofti á Hvaleyrarholti og grípa strax til viðeigandi ráðstafanna ef magn - ið fer yfir viðmiðunarmörk. Samningur um vöktun loftgæða á Hvaleyrarholti Rauntímamæling og hægt að bregðast skjótt við Það er undarlegt að ekkert hefur heyrst frá stjórnendum bæjarins um þau verkefni sem nú liggja fyrir í framhaldi af kosningunni um stækkun álversins í Straums - vík þann 31. mars sl. Í ljósi niðurstöðunnar blasa við ýmis verkefni sem þarf að ganga í og klára og vil ég hér benda á nokkur: 1. ganga þarf frá lóða málinu. Hafnar - fjarð arbær þarf að fá aftur til ráðstöfunar lóð ina sem Alcan hafði keypt undir stækkun. Bærinn þarf á þessari lóð að halda í framtíðinni undir atvinnu starf - semi og engin ástæða til að draga á langinn að ganga frá því. Það er nokkuð víst að verðmæti lóðar - innar hefur margfaldast frá því að hún var seld en rétt er að leggja öll spilin á borðið og útskýra fyrir bæjarbúum af hverju Alcan fékk að kaupa þessa nýju lóð undir stækkun sem eignarlóð árið 2003. Álverið sjálft stendur á leigulóð í dag og hvorki bæjarbúar né önnur hafnfirsk fyrirtæki fá að kaupa eignarlóðir í bæjarlandinu. 2. Ganga þarf frá samkomulagi við Landsnet um lagningu á raf - magnslínum í jörð frá álverinu og út fyrir alla byggð. Það hefur lengi legið fyrir að ganga þyrfti frá þessu máli. Stækkunarmálið seink aði þessari vinnu en nú þarf að klára þetta mál með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. 3. Ganga þarf frá þynningar svæð inu í kringum álverið. Lúð - vík bæjarstjóri lofaði Hafn firð ingum á opn - um borgarafundi fyr ir kosningar um stækk - unina að hart yrði gengið eftir minnkun þynningarsvæða ál - vers ins yrði stækk - unartillagan felld. Hér þarf Hafnarfjarðarbær að gera strangar kröfur og krefjast þess að öll heilsufars- og gróður - verndarmörk verði uppfyllt við lóða mörk. Það er óeðlilegt og væn tanlega ekki þörf á að Hafnarfjarð ar bær leggi fyrirtæk - inu til byggingaland bæj ar ins undir þynn ingar svæði í fram - tíðinni. 4. Endurskoða þarf aðal skipu - lag bæjarins með tilliti til brott - falls þynningarsvæða og þeirri staðreynd að bæjarbúar höfnuðu stækkun álversins. Skipu leggja þarf framtíðar bygg ingaland bæj - ar ins til suðurs þann ig að fram - tíðar íbúabyggð bæjar ins verði innan við ofan byggða veg inn og Klára þarf verkin Pétur Óskarsson L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Markmið Afreksskóla FH er m.a. að auka grunnfærni, bæta tæknilega getu, auka leik - skilning, að gera iðkendum grein fyrir hvað þarf til að ná árangri í afreksíþrottum og að hjálpa einstaklingum við að setja sér markmið. Skólastjóri er Gunn - laugur Baldursson. Þegar blaðamaður Fjarðar - póstins leit við á æfingu hjá skólan um fyrir skömmu iðaði allt af lífi. Nokkrir hópar voru starfandi og þjálfarar leiðbeindu krökkunum sem greinilega höfðu áhuga á því sem þeir voru að gera. Í lok æfingar mætti Jón Rúnar Halldórsson, formaður knatt - spyrnudeildar FH og færði skól - anum að gjöf frá sér, treyjur merktar Afreksskóla FH sem krakkarnir munu framvegis klæðast á æf ing um. Bylting með tilkomu Risans Blómlegt starf í afreksskóla knattspyrnudeildar FH Einbeitingin og gleðin leynir sér ekki. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n ekki fyrir ofan ofanbyggðaveginn eins og gert er ráð fyrir í dag. 5. Fara þarf gaumgæfilega yfir skipulagt iðnaðarsvæði í suður - hluta Hafnarfjarðar sunnan Reykja nesbrautar en þar þarf bær inn að hafa forgöngu um sam - starf Umhverfisstofnunar, Heil - brigðiseftirlits, Vinnueftirlits og fleiri aðila til þess að koma um - hverfismálum í viðunandi horf á því svæði. Þetta eru verkefni dagsins sem blasa við. Áhugasamir bæjarbúar bíða eftir að bæjarstjóri og meiri - hlutinn í ráðhúsinu láti verkin tala. Höfundur er talsmaður Sólar í Straumi. Jón Rúnar Halldórsson afhend - ir Leifi Helgasyni, stjórnar - manni fyrstu treyjuna. Nemendur Afreksskóla Knattspyrnudeildar FH ásamt þjálfurum í nýju treyjuum L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Meiddist í fótboltleik Garðar Örn Dagsson (20) leikmaður ÍH meiddist í fyrsta leik Íslandsmótsins í þriðju deild gegn Haukum á Ás - völlum. Garðar Örn virðist hafa komið illa niður og læstist vinstri fótur í krepptri stöðu. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki var vitað um hversu alvarleg meiðslin voru þegar blaðið fór í prentun. Garðar Örn rétt áður en hann meiðist. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.