Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.05.2007, Side 1

Fjarðarpósturinn - 24.05.2007, Side 1
ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 21. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 24. maí Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 Opið alla daga til 21 HVALEYRARBRAUT www.as.is Sími 520 2600 Ný fjólublá ríkisstjórn hefur verið mynduð með 6 ráðherrum úr hvorum flokki, Sjálfstæðis - flokki og Samfylkingu. Aðeins ein breyting var gerð hjá Sjálf - stæðisflokki, Sturla Böðv ars son fer út og Guðlaugur Þór Þórðar - son, 1. þingm. Rvk. N tekur við heil brigðis ráðu neytinu. Arnbjörg Sveinsdóttir, 5. þingm. NA verð - ur áfram þingflokks for mað ur. Gunnar Svavarsson (S), 2. þingmaður SV-kjördæmis fékk ekki ráðuneyti en 8. þingmaður kjördæmisins, Þórunn Svein - bjarnardóttir, sem Gunnar keppti við í prófkjöri og vann, verður umhverfisráðherra. Katrín Júl - íus dóttir sem er 5. þingm. kjör - dæmisins fékk heldur ekki náð hjá formanninum. Aðrir ráð herr - ar flokksins eru Ingibjörg Sól rún Gísladóttir, 2. þingm. Rvk.S, utanríkisráðherra, Björg vin G. Sigurðsson, 2. þingm. S, við - skipta ráðherra, Össur Skarp héð - insson, 2. þingm. Rvk. N, iðn - aðarráðherra, Kristján Möller, 3. þingm. NA, sam göng urá ðherra og Jóhanna Sigurðar dótt ir, 4. þingm. Rvk. N, félags mála ráð - herra. Í samtali við Fjarðarpóstinn sagðist Gunnar Svavarsson hafa samþykkt tillögu formannsins en auðvitað hafi hann sóst eftir ráðuneyti. Ákveðið hafi verið að hafa jafnt hlutfall kynja og fjórir oddvitar hafi fengið sæti og tvær konur til að jafna kynjahlutfallið. Miðað við þessar forsendur hafi ekki verið pláss fyrir hann. Hann vildi ekkert gefa upp um afstöðu sína til þessarar niður - röðunar. Tveir ráðherrar úr SV- kjördæmi – báðar konur 8. þingmaðurinn ráðherra en ekki sá nr. 2 L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n Eru fimmtugir barnlausir? Fjölgun íbúða umfram skipulag Tveir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði, Trausti Bald - urs son (S) og Jón Páll Hall - grímsson (V) gagnrýndu harðlega fjölgun íbúða á Skipalóni 16-20 þar sem eru íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Með þessari fjölgun og fyrri fjölgun vegna mistaka og hugsanlegri fjölgun á öðrum lóðum megi búast við 16 auka íbúðum sem muni auka umferðarálag og segir í bókun Trausta að engin trygging sé fyrir því að álag á Hval - eyrarskóla aukist ekki þrátt fyrir að íbúarnir séu 50 ára og eldri. Friðarljósi stolið Friðarljósi skátanna var stolið úr Jósefskirkju á mið - vikudaginn í síðustu viku en friðarljósinu er haldið við allt árið í kirkjunni en um jól er því dreift um landið. Kerti sem þarna var og bar loga af lugt - inni var logandi og færði Ás - geir Sörensen, sem haft hefur umsjón með Friðar log anum undanfarin ár, ljós af kert inu yfir á varalugt og er henni nú komið fyrir í læstu rými. Friðarloginn kemur frá Jerú - sa lem en kom hingað til lands frá Danmörku. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Það getur verið glæsilegt brimið við Hraunavík við Hvaleyrina þó öldurnar teljist ekki mjög stórar. Fékk Gunnar Svavarsson ekki ráðuneyti vegna kynferðis? L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n 565 2525 Hjallahrauni 13 30% afsláttur af sóttum pizzum Gildir ekki með öðrum tilboðum

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.